Clippers vann toppliðið, Nautin töpuðu þriðja leiknum í röð og Durant sökkti Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 07:31 Steve Nash er rosalega glaður að hafa Kevin Durant í sínu liði. Sarah Stier/Getty Images Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers lagði besta lið deildarinnar - Phoenix Suns – á meðan Boston Celtics unnu stórsigur á Chicago Bulls og Brooklyn Nets vann borgarslaginn gegn New York Knicks. Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira