Clippers vann toppliðið, Nautin töpuðu þriðja leiknum í röð og Durant sökkti Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 07:31 Steve Nash er rosalega glaður að hafa Kevin Durant í sínu liði. Sarah Stier/Getty Images Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers lagði besta lið deildarinnar - Phoenix Suns – á meðan Boston Celtics unnu stórsigur á Chicago Bulls og Brooklyn Nets vann borgarslaginn gegn New York Knicks. Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum