Clippers vann toppliðið, Nautin töpuðu þriðja leiknum í röð og Durant sökkti Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2022 07:31 Steve Nash er rosalega glaður að hafa Kevin Durant í sínu liði. Sarah Stier/Getty Images Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers lagði besta lið deildarinnar - Phoenix Suns – á meðan Boston Celtics unnu stórsigur á Chicago Bulls og Brooklyn Nets vann borgarslaginn gegn New York Knicks. Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Gestirnir frá Phoenix eru þegar farnir að undirbúa úrslitakeppnina en tveir af þeirra bestu mönnum, Devin Booker og Chris Paul, voru hvíldir í nótt. Gaf það heimamönnum byr undir báða vængi og fóru þeir á kostum í fyrri hálfleik á meðan ekkert gekk upp hjá Phoenix. Eftir ótrúlegan annan leikhluta – sem endaði 34-9 – þá var staðan í hálfleik 60-31 og leikurinn svo gott sem búinn. Eftir nokkrar mínútur í þriðja leikhluta var staðan 73-36 og mætti halda að gestirnir hafi farið út að skemmta sér eftir sigurinn á Los Angeles Lakers degi áður. Í síðasta fjórðung leiksins vöknuðu gestirnir er heimamenn voru orðnir værukærir. Sólirnar skoruðu 48 stig gegn 26 og voru ekki langt frá því að knýja fram framlengingu, lokatölur 113-109 Clippers í vil. Norman Powell var stigahæstur í liði Clippers með 24 stig á aðeins 23 mínútum. Þetta var hans fyrsti leikur síðan hann fótbrotnaði fyrr á leiktíðinni. Þar á eftir kom Paul George en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Suns var Ishmail Wainright stigahæstur með 20 stig. Norm Powell leads the @LAClippers to victory in his return!@npowell2404: 24 points (6-10 FGM) pic.twitter.com/JWqoNWKUNN— NBA (@NBA) April 7, 2022 Chicago Bulls átti ekki roð í Boston Celtics í nótt enda fór það svo að Boston vann leikinn með 23 stiga mun, lokatölur 117-94. Þetta var þriðja tap Bulls í röð, allt gegn liðum sem eru ofar í töflunni. Það veltir upp þeirri spurningu hvort Nautin frá Chicago séu almennt tilbúin í úrslitakeppnina. Jaylen Brown skoraði 25 stig í liði Boston á meðan Al Horford skoraði 17 og tók 10 fráköst. Hjá Bulls var DeMar DeRozan með 16 stig. Brooklyn Nets byrjaði leik sinn gegn New York Knicks skelfilega og var 17 stigum undir í hálfleik. Frábær síðari hálfleik, sem endaði með því að liðið skoraði 38 stig gegn 16 í síðasta fjórðung, tryggði Nets sigurinn og montréttinn, lokatölur 110-98. Kevin Durant var með þrefalda tvennu í liði Nets. Hann skoraði 32 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Þar á eftir kom Kyrie Irving með 24 stig. Hjá Knicks var Alec Burks stigahæstur með 24 stig. @KDTrey5's triple-double powers the @BrooklynNets 21-point comeback!32 points10 boards11 assists2 blocks pic.twitter.com/uKxF9WUKPp— NBA (@NBA) April 7, 2022 Trae Young skoraði 30 stig og gaf 11 stoðsendingar í sigri Atlanta Hawks á Washington Wizards, 118-103. Kristaps Porziņģis skoraði 26 stig fyrir galdramennina og tók 18 fráköst. Utah Jazz pakkaði Oklahoma City Thunder saman, 137-101. Þá fór Luka Dončić mikinn er Dallas Mavericks vann Detroit Pistons 131-113. Luka skoraði 26 stig og gaf 14 stoðsendingar á meðan nýliðinn Cade Cunningham skoraði 25 stig í liði Detroit ásamt því að gefa 9 stoðsendingar og taka 7 fráköst. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira