Óléttri konu gert að bera vitni fyrir framan meintan ofbeldismann sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. apríl 2022 18:45 Konan verður annað hvort komin á steypirinn eða nýbúin að fæða þegar vitnaleiðslur í málinu fara fram. Getty Konu, sem komin er minnst sjö mánuði á leið, hefur verið gert að bera vitni fyrir héraðsdómi með meintan brotamann sinn í salnum. Maðurinn er sakaður um stórfelld brot í nánu sambandi gegn þáverandi sambýliskonu sinni, sem hann hefur áður sætt nálgunarbanni fyrir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði 25. mars síðastliðinn að manninum bæri að víkja úr dómsal á meðan konan bæri þar vitni. Maðurinn er eins og áður segir ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann hefur áður fengið dóm vegna ofbeldis í garð konunnar. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms að grófleiki og alvarleiki meintra brota, eins og þau birtist í gögnum málsins, séu með meira móti. Konan krafðist þess að maðurinn viki úr salnum þar sem nærvera hans væri henni mjög þungbær vegna eðlis og alvarleika brotanna, forsögu atvika og hún hefði áhrif á meðgöngu hennar vegna ófædds barns hennar og hefði veruleg áhrif á framburð fyrir dómi. Til stuðnings kröfunni fylgdi vottorð frá ljósmóður og vottorð frá félagsráðgjafa þar sem fram kemur að konan sé þegar undir miklu álagi og haldin miklum kvíða vegna meintra brota mannsins gegn henni. Fram kemur þá í mati ljósmóðurinnar að það muni vera sérstaklega íþyngjandi og kvíðavaldandi fyrir konuna þurfi hún að bera vitni með manninn inni í salnum og gæti slíkt álag haft áhrif á ófætt barn konunnar. Landsréttur hefur nú fellt úrskurð héraðsdóms úr gildi og þarf maðurinn því ekki að víkja úr salnum á meðan á vitnaleiðslu konunnar stendur. Er þar vísað til þess að meginregla í sakamálaréttarfari sé sú að ákærði eigi rétt á því að vera viðstaddur aðalmeðferð og önnur þinghöld í máli sem höfðað er gegn honum. Þá kemur fram í úrskurði Landsréttar að hvorki vottorð félagsráðgjafans né ljósmóðurinnar beri með sér að vottorðsgjafar hafi lagt mat á hvort og þá hvaða áhrif nærvera mannsins muni geta haft á framburð konunnar þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Auk þess beri vottorðin ekki með sér að vottorðsgjafar hafi sérþekkingu til að leggja mat á það. Samkvæmt úrskurðinum er gert ráð fyrir að konan eigi barnið í maí, ekki er nánar tilgreint hvenær, en aðalmeðferð málsins fer fram dagana 2. og 3. júní. Að öllum líkindum verður barn hennar þá aðeins nokkurra daga eða vikna gamalt, ef ekki enn ófætt.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira