De Bruyne skaut Englandsmeisturunum í forystu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. apríl 2022 21:02 Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins í kvöld. David S. Bustamante/Soccrates/Getty Images Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins er Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur gegn Spánarmeisturum Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Heimamenn í City voru mun sterkari aðilinn í kvöld og þeir leyfðu gestunum ekki að leika sér mikið með boltann. City var 67 prósent með boltann í leiknum og liðið átti 15 skot gegn tveimur skotum gestanna. Það var þó ekki fyrr en að um tuttugu mínútur voru til leiksloka að þeir náðu loks að brjóta ísinn. Þar var að verki Kevin De Bruyne eftir stoðsendingu frá Phil Foden og niðurstaðan varð 1-0 sigur Englandsmeistaranna. Liðin mætast á Spáni á miðvikudaginn eftir rúma viku og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér sæti í undanúrslitum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Kevin De Bruyne skoraði eina mark leiksins er Englandsmeistarar Manchester City unnu 1-0 sigur gegn Spánarmeisturum Atlético Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Heimamenn í City voru mun sterkari aðilinn í kvöld og þeir leyfðu gestunum ekki að leika sér mikið með boltann. City var 67 prósent með boltann í leiknum og liðið átti 15 skot gegn tveimur skotum gestanna. Það var þó ekki fyrr en að um tuttugu mínútur voru til leiksloka að þeir náðu loks að brjóta ísinn. Þar var að verki Kevin De Bruyne eftir stoðsendingu frá Phil Foden og niðurstaðan varð 1-0 sigur Englandsmeistaranna. Liðin mætast á Spáni á miðvikudaginn eftir rúma viku og þá kemur í ljós hvort liðið tryggir sér sæti í undanúrslitum.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti