Grænar og ábyrgar fjárfestingar til framtíðar Sara Dögg Svanhildardóttir og Ásta Leonhards skrifa 5. apríl 2022 07:31 Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Viðreisn Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær hefur verið í örum vexti undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið. Vexti sem hefur laðað að sér fjölbreytta flóru af nýjum íbúum, ungu fólki á öllum aldri og af ólíkri fjölskyldustærð og samsetningu. Ímynd Garðabæjar er að vera fjárhagslega sterkt og fjölskylduvænt bæjarfélag. Ímynd sem dýrmætt er að viðhalda og standa undir í þágu allra íbúa. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Garðabæjar er sterk, einkum þegar litið er til skuldahlutfalls bæjarins. Um það er ekki deilt. Bæjarfélagið er í örum vexti. Um það er heldur ekki deilt. Slagkraftur hefur verið settur í uppbyggingu innviða án þess þó að það hafi dugað til. Uppbygging innviða hefur ekki náð að fylgja eftir örri íbúafjölgun, einkum í nýjasta hverfi bæjarins, Urriðaholtinu sem er fyrsta vistvottaða hverfi Garðabæjar. Gleymum því heldur ekki að íbúafjölgun undangenginna ára hefur skilað sér í auknum tekjum bæjarfélagsins. Þegar er búið að áætla fyrir næsta kjörtímabil miklar fjárfestingar í innviðum Garðabæjar. Gert er ráð fyrir að bæjarsjóður Garðabæjar fjárfesti alls 15 ma.kr., í fjárhagsáætlun 2022 – 2025. Þar af verður 10 ma.kr. varið til nýbygginga í skólahúsnæði, annars vegar áframhaldandi uppbyggingu á Urriðaholtsskóla og hins vegar nýs leikskóla í sama hverfi auk 850 m.kr. til viðhalds skólahúsnæðis og lóða. Mikilvægt er að ráðist verði í allra fjárfestingar með upplýstri og gegnsærri nálgun og ákvarðanatöku. Við í Viðreisn, viljum að Garðabær verði leiðandi í grænum vexti, uppbyggingu innviða og annarra framkvæmda þar sem vistvænar framkvæmdir eru fjármagnaðar með grænni lántöku, þeirri hagstæðustu hverju sinni. Garðabær hefur alla burði til að verða fyrirmyndar bæjarfélag þegar kemur að sjálfbærni í efnahagslegum, samfélagslegum og umhverfislegum samhengi. Það er ákvörðun sem er allt að því sjálftekin. Ferskir vindar með Viðreisn Þegar eru blikur á lofti um að þessi áætlun dugi ekki til að sinna brýnustu verkefnunum sem nefndar hafa verið hér að ofan og því skiptir fjármögnun og forgangsröðun öllu máli. Við í Viðreisn viljum taka ábyrgð og horfa til þess hvernig við getum hraðað uppbyggingu samhliða því að viðhalda sterkri fjárhagsstöðu. Lykilatriðið hér eru fjármögnunarkjörin. Þess vegna viljum við horfa til grænna fjárfestinga. Taka stór skref og horfa til framtíðar með ábyrgri fjárfestingarleið og um leið gæta umhverfisvænna sjónarmiða sem eru samfélaginu okkar afar dýrmæt. Ein af mikilvægu aðgerðunum í þessu samhengi eru ábyrg kaup á vöru og þjónustu þar sem miklir eru fjármunir undir og því skiptir máli að haga innkaupum með faglegum og gagnsæjum hætti. Lög um opinber innkaup eru til þess fallin að styðja við hagkvæmustu innkaupin hverju sinni og eftir þeim ber sveitarfélögum að starfa í sínum innkaupum. Ábyrg og fagleg fjármálastjórn Við vitum að hægt er að spara umtalsverða fjármuni með því einu að beita miðlægri og upplýstri stýringu í innkaupum bæjarins eða allt að 2 milljarða króna á næstu fjórum árum miðað við lægstu mögulegu áætlun. Fjármuni sem munar verulega um. Samfélagsleg ábyrgð Garðabæjar er mikil. Gnótt er af landi í bæjarfélaginu, staða sem önnur bæjarfélög búa ekki við. Skortur á lóðaúthlutunum síðastliðinn áratug á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt af sér hátt íbúðaverð og skort á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Bæjarfélagið okkar hefur alla burði að geta lagt sitt af mörkum við að sporna við frekari þróun í sömu átt með því hraða uppbyggingu bæjarfélagsins. Það gerum við á grænan hátt. Sú vegferð skilar sér í auknum ávinningi til allra Garðbæinga. Sara Dögg Svanhildardóttir oddviti Viðreisnar og bæjarfulltrúi í Garðabæ Ásta Leonhards viðskiptafræðingur og skipar 7. sæti á lista Viðreisnar í Garðabæ
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun