Danir náðu þessu loksins fjörutíu árum á eftir okkur Íslendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 10:30 Gabriel Iffe Lundberg skýtur á körfuna í fyrsta NBA leik sínum með Phoenix Suns sem var á móti liði Oklahoma City Thunder. AP/Kyle Phillips Danski körfuboltamaðurinn Gabriel Lundberg skrifaði danska körfuboltasögu um helgina þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Phoenix Suns. Með því varð Lundberg fyrsti danski körfuboltamaðurinn til að spila í NBA-deildinni. Atburðir í Úkraínu hjálpuðu til að gera draum Lundberg að veruleika. Lundberg hafði hætt að spila með rússneska liðinu CSKA Moskvu eftir innrásina í Úkraínu og var því laus allra mála þegar Phoenix Suns bauð honum samning. Dreams really CAN come true. But believe in it - you never know what can happen. pic.twitter.com/OsmxKAW45g— Gabriel Iffe Lundberg (@IffeLundberg) April 4, 2022 Gabriel er 27 ára gamall bakvörður sem var með 9,1 stig, 2,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í Rússlandi en hann hefur áður spilað í Póllandi og á Spáni. Hann var þarna að fá samning hjá besta liði NBA en Phoenix Suns er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni í vetur. Lundberg var búinn að vera ónotaður varamaður í nokkrum leikjum en kom inn á í síðasta leik Phoenix Suns á móti Oklahoma City Thunder þar sem hann spilaði í fjórar mínútur, klikkaði á báðum skotum sínum en gaf eina stoðsendingu. Lars Erik Hansen er fæddur í Kaupmannahöfn og spilaði í NBA á áttunda áratugnum. Hann er hins vegar kanadískur ríkisborgari og spilaði á sínum tíma fyrir kanadíska landsliðið. Christian Drejer var valinn af New Jersey Nets í nýliðavalinu árið 2014 en komst ekki að hjá liðinu og endaði hjá Barcelona. Lundberg er því að skrifa söguna á þessu tímabili. Danir voru því meira en fjórum áratugum á eftir okkur Íslendingum að eignast körfuboltamann í NBA. Pétur Karl Guðmundsson spilaði sinn fyrsta NBA-leik 8. nóvember 1981 eða fyrir meira en fjörutíu árum og fjórum mánuðum síðan. Það liðu réttir tæpir 485 mánuðir á milli þess að Pétur spilaði sinn fyrsta leik og fyrsti Daninn kom inn á í sínum fyrsta leik. Pétur lék þá fyrir Portland Trail Blazers á móti Denver Nuggets en tveimur dögum síðar skoraði hann sín fyrstu stig í NBA í leik á móti Dallas Mavericks. Alls lék Pétur 150 deildarleiki í NBA með Portland Trail Blazers (68), Los Angeles Lakers (8) og San Antonio Spurs (74) og svo fjórtán leiki í úrslitakeppni með Lakers (12) og Spurs (2). Pétur var með 4,6 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjunum. Síðasti leikur Péturs í NBA var með San Antonio Spurs á móti Dallas Mavericks 27. desember 1988. Hann skoraði því fyrstu og síðustu stigin sín í deildinni á móti Dallas. Pétur varð að hætta að spila eftir þetta síðasta tímabil með Spurs vegna meiðsla. Iffe Lundberg had a lot of positive things to say about his new teammates on the Suns and their culture: pic.twitter.com/voRaVuTDMR— Gerald Bourguet (@GeraldBourguet) March 29, 2022 NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Með því varð Lundberg fyrsti danski körfuboltamaðurinn til að spila í NBA-deildinni. Atburðir í Úkraínu hjálpuðu til að gera draum Lundberg að veruleika. Lundberg hafði hætt að spila með rússneska liðinu CSKA Moskvu eftir innrásina í Úkraínu og var því laus allra mála þegar Phoenix Suns bauð honum samning. Dreams really CAN come true. But believe in it - you never know what can happen. pic.twitter.com/OsmxKAW45g— Gabriel Iffe Lundberg (@IffeLundberg) April 4, 2022 Gabriel er 27 ára gamall bakvörður sem var með 9,1 stig, 2,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í Rússlandi en hann hefur áður spilað í Póllandi og á Spáni. Hann var þarna að fá samning hjá besta liði NBA en Phoenix Suns er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni í vetur. Lundberg var búinn að vera ónotaður varamaður í nokkrum leikjum en kom inn á í síðasta leik Phoenix Suns á móti Oklahoma City Thunder þar sem hann spilaði í fjórar mínútur, klikkaði á báðum skotum sínum en gaf eina stoðsendingu. Lars Erik Hansen er fæddur í Kaupmannahöfn og spilaði í NBA á áttunda áratugnum. Hann er hins vegar kanadískur ríkisborgari og spilaði á sínum tíma fyrir kanadíska landsliðið. Christian Drejer var valinn af New Jersey Nets í nýliðavalinu árið 2014 en komst ekki að hjá liðinu og endaði hjá Barcelona. Lundberg er því að skrifa söguna á þessu tímabili. Danir voru því meira en fjórum áratugum á eftir okkur Íslendingum að eignast körfuboltamann í NBA. Pétur Karl Guðmundsson spilaði sinn fyrsta NBA-leik 8. nóvember 1981 eða fyrir meira en fjörutíu árum og fjórum mánuðum síðan. Það liðu réttir tæpir 485 mánuðir á milli þess að Pétur spilaði sinn fyrsta leik og fyrsti Daninn kom inn á í sínum fyrsta leik. Pétur lék þá fyrir Portland Trail Blazers á móti Denver Nuggets en tveimur dögum síðar skoraði hann sín fyrstu stig í NBA í leik á móti Dallas Mavericks. Alls lék Pétur 150 deildarleiki í NBA með Portland Trail Blazers (68), Los Angeles Lakers (8) og San Antonio Spurs (74) og svo fjórtán leiki í úrslitakeppni með Lakers (12) og Spurs (2). Pétur var með 4,6 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjunum. Síðasti leikur Péturs í NBA var með San Antonio Spurs á móti Dallas Mavericks 27. desember 1988. Hann skoraði því fyrstu og síðustu stigin sín í deildinni á móti Dallas. Pétur varð að hætta að spila eftir þetta síðasta tímabil með Spurs vegna meiðsla. Iffe Lundberg had a lot of positive things to say about his new teammates on the Suns and their culture: pic.twitter.com/voRaVuTDMR— Gerald Bourguet (@GeraldBourguet) March 29, 2022
NBA Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira