Danir náðu þessu loksins fjörutíu árum á eftir okkur Íslendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 10:30 Gabriel Iffe Lundberg skýtur á körfuna í fyrsta NBA leik sínum með Phoenix Suns sem var á móti liði Oklahoma City Thunder. AP/Kyle Phillips Danski körfuboltamaðurinn Gabriel Lundberg skrifaði danska körfuboltasögu um helgina þegar hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Phoenix Suns. Með því varð Lundberg fyrsti danski körfuboltamaðurinn til að spila í NBA-deildinni. Atburðir í Úkraínu hjálpuðu til að gera draum Lundberg að veruleika. Lundberg hafði hætt að spila með rússneska liðinu CSKA Moskvu eftir innrásina í Úkraínu og var því laus allra mála þegar Phoenix Suns bauð honum samning. Dreams really CAN come true. But believe in it - you never know what can happen. pic.twitter.com/OsmxKAW45g— Gabriel Iffe Lundberg (@IffeLundberg) April 4, 2022 Gabriel er 27 ára gamall bakvörður sem var með 9,1 stig, 2,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í Rússlandi en hann hefur áður spilað í Póllandi og á Spáni. Hann var þarna að fá samning hjá besta liði NBA en Phoenix Suns er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni í vetur. Lundberg var búinn að vera ónotaður varamaður í nokkrum leikjum en kom inn á í síðasta leik Phoenix Suns á móti Oklahoma City Thunder þar sem hann spilaði í fjórar mínútur, klikkaði á báðum skotum sínum en gaf eina stoðsendingu. Lars Erik Hansen er fæddur í Kaupmannahöfn og spilaði í NBA á áttunda áratugnum. Hann er hins vegar kanadískur ríkisborgari og spilaði á sínum tíma fyrir kanadíska landsliðið. Christian Drejer var valinn af New Jersey Nets í nýliðavalinu árið 2014 en komst ekki að hjá liðinu og endaði hjá Barcelona. Lundberg er því að skrifa söguna á þessu tímabili. Danir voru því meira en fjórum áratugum á eftir okkur Íslendingum að eignast körfuboltamann í NBA. Pétur Karl Guðmundsson spilaði sinn fyrsta NBA-leik 8. nóvember 1981 eða fyrir meira en fjörutíu árum og fjórum mánuðum síðan. Það liðu réttir tæpir 485 mánuðir á milli þess að Pétur spilaði sinn fyrsta leik og fyrsti Daninn kom inn á í sínum fyrsta leik. Pétur lék þá fyrir Portland Trail Blazers á móti Denver Nuggets en tveimur dögum síðar skoraði hann sín fyrstu stig í NBA í leik á móti Dallas Mavericks. Alls lék Pétur 150 deildarleiki í NBA með Portland Trail Blazers (68), Los Angeles Lakers (8) og San Antonio Spurs (74) og svo fjórtán leiki í úrslitakeppni með Lakers (12) og Spurs (2). Pétur var með 4,6 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjunum. Síðasti leikur Péturs í NBA var með San Antonio Spurs á móti Dallas Mavericks 27. desember 1988. Hann skoraði því fyrstu og síðustu stigin sín í deildinni á móti Dallas. Pétur varð að hætta að spila eftir þetta síðasta tímabil með Spurs vegna meiðsla. Iffe Lundberg had a lot of positive things to say about his new teammates on the Suns and their culture: pic.twitter.com/voRaVuTDMR— Gerald Bourguet (@GeraldBourguet) March 29, 2022 NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Með því varð Lundberg fyrsti danski körfuboltamaðurinn til að spila í NBA-deildinni. Atburðir í Úkraínu hjálpuðu til að gera draum Lundberg að veruleika. Lundberg hafði hætt að spila með rússneska liðinu CSKA Moskvu eftir innrásina í Úkraínu og var því laus allra mála þegar Phoenix Suns bauð honum samning. Dreams really CAN come true. But believe in it - you never know what can happen. pic.twitter.com/OsmxKAW45g— Gabriel Iffe Lundberg (@IffeLundberg) April 4, 2022 Gabriel er 27 ára gamall bakvörður sem var með 9,1 stig, 2,5 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í Rússlandi en hann hefur áður spilað í Póllandi og á Spáni. Hann var þarna að fá samning hjá besta liði NBA en Phoenix Suns er með besta sigurhlutfall allra liða í deildinni í vetur. Lundberg var búinn að vera ónotaður varamaður í nokkrum leikjum en kom inn á í síðasta leik Phoenix Suns á móti Oklahoma City Thunder þar sem hann spilaði í fjórar mínútur, klikkaði á báðum skotum sínum en gaf eina stoðsendingu. Lars Erik Hansen er fæddur í Kaupmannahöfn og spilaði í NBA á áttunda áratugnum. Hann er hins vegar kanadískur ríkisborgari og spilaði á sínum tíma fyrir kanadíska landsliðið. Christian Drejer var valinn af New Jersey Nets í nýliðavalinu árið 2014 en komst ekki að hjá liðinu og endaði hjá Barcelona. Lundberg er því að skrifa söguna á þessu tímabili. Danir voru því meira en fjórum áratugum á eftir okkur Íslendingum að eignast körfuboltamann í NBA. Pétur Karl Guðmundsson spilaði sinn fyrsta NBA-leik 8. nóvember 1981 eða fyrir meira en fjörutíu árum og fjórum mánuðum síðan. Það liðu réttir tæpir 485 mánuðir á milli þess að Pétur spilaði sinn fyrsta leik og fyrsti Daninn kom inn á í sínum fyrsta leik. Pétur lék þá fyrir Portland Trail Blazers á móti Denver Nuggets en tveimur dögum síðar skoraði hann sín fyrstu stig í NBA í leik á móti Dallas Mavericks. Alls lék Pétur 150 deildarleiki í NBA með Portland Trail Blazers (68), Los Angeles Lakers (8) og San Antonio Spurs (74) og svo fjórtán leiki í úrslitakeppni með Lakers (12) og Spurs (2). Pétur var með 4,6 stig og 3,8 fráköst að meðaltali á 13,7 mínútum í leik í deildarleikjunum. Síðasti leikur Péturs í NBA var með San Antonio Spurs á móti Dallas Mavericks 27. desember 1988. Hann skoraði því fyrstu og síðustu stigin sín í deildinni á móti Dallas. Pétur varð að hætta að spila eftir þetta síðasta tímabil með Spurs vegna meiðsla. Iffe Lundberg had a lot of positive things to say about his new teammates on the Suns and their culture: pic.twitter.com/voRaVuTDMR— Gerald Bourguet (@GeraldBourguet) March 29, 2022
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti