Lewis Hamilton henti sér hvað eftir annað út úr flugvél á miðju tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2022 07:31 Lewis Hamilton hefur ekki byrjað tímabilið alltof vel en fór nýja leið til að hreinsa hugann fyrir framhaldið. Getty/ANP Það þarf ekki að koma mikið á óvart að Formúlu 1 ökumaður sæki í adrenalínið. Það búast ekki ekki margir við að ökuþórarnir séu í ævintýraleit á miðju tímabili. Það er hins vegar raunin hjá sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem sýndi frá fallhlífarstökki sínu á samfélagsmiðlum. Hamilton var staddur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það voru tvær vikur á milli keppna í Sádí Arabíu og Ástralíu. Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Hamilton sem er aðeins í fimmta sæti eftir tvær keppnir. Hann var þriðji í fyrsta kappakstri ársins í Barein en náði bara tíunda sætinu í Sádí Arabíu. Hamilton þurfti aðeins að lyfta sér upp og hreinsa hugann og ákvað að gera það með því að fara í fallhlífarstökk yfir eyðimörkinni. Hann sýndi myndband af sér á Instagram-síðu sinni og þar kom líka fram að hann stökk ekki aðeins einu sinni heldur miklu, miklu oftar. „Átti frábæran dag í gær. Fullkominn leið til að eyða sunnudegi. Ég hef stundað fallhlífarstökk í nokkur ár en náði ekki að stökkva neitt meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Náði að stökkva tíu sinnum og lærði eitthvað nýtt í hverju stökki. Þetta er frábær leið til að hreinsa hugann, stilla sig af og ná upp einbeitingu fyrir komandi viku,“ skrifaði Lewis Hamilton eins og má sjá hér fyrir neðan. Fulltrúar Mercedes-liðsins voru örugglega ekki rólegir að horfa upp á þessar myndir enda þeirra besti ökumaður í ævintýraleið á miðju tímabili. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton) Formúla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Það er hins vegar raunin hjá sjöfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton sem sýndi frá fallhlífarstökki sínu á samfélagsmiðlum. Hamilton var staddur í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Það voru tvær vikur á milli keppna í Sádí Arabíu og Ástralíu. Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Hamilton sem er aðeins í fimmta sæti eftir tvær keppnir. Hann var þriðji í fyrsta kappakstri ársins í Barein en náði bara tíunda sætinu í Sádí Arabíu. Hamilton þurfti aðeins að lyfta sér upp og hreinsa hugann og ákvað að gera það með því að fara í fallhlífarstökk yfir eyðimörkinni. Hann sýndi myndband af sér á Instagram-síðu sinni og þar kom líka fram að hann stökk ekki aðeins einu sinni heldur miklu, miklu oftar. „Átti frábæran dag í gær. Fullkominn leið til að eyða sunnudegi. Ég hef stundað fallhlífarstökk í nokkur ár en náði ekki að stökkva neitt meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Náði að stökkva tíu sinnum og lærði eitthvað nýtt í hverju stökki. Þetta er frábær leið til að hreinsa hugann, stilla sig af og ná upp einbeitingu fyrir komandi viku,“ skrifaði Lewis Hamilton eins og má sjá hér fyrir neðan. Fulltrúar Mercedes-liðsins voru örugglega ekki rólegir að horfa upp á þessar myndir enda þeirra besti ökumaður í ævintýraleið á miðju tímabili. View this post on Instagram A post shared by Lewis Hamilton (@lewishamilton)
Formúla Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira