Framhaldsskólaleikarnir: Sjáðu Tækniskólann tryggja sér titilinn annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. apríl 2022 23:00 Ousic tryggir Tækniskólanum sigurinn þegar hann kemur liðinu í 3-1 í oddaleik í Rocket League. Stöð 2 eSport Tækniskólinn tryggði sér sigur á Framhaldsskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands með sigri gegn FVA í úrslitaviðureigninni síðastliðinn fimmtudag. Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið titilinn með sér heim. Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA, en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndur ráðast í Rocket League. Í Rocket League þarf að vinna tvo af þrem leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn, en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réðust úrslitin í oddaleik. Það voru að lokum liðsmenn tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleiknum þar sem Ousic skoraði sigurmark Tækniskólans þegar aðeins 40 sekúndur voru eftir, en Bergur lagaði stöðuna fyrir FVA 15 sekúndum síðar. Kristján Einar Kristjánsson lýsti viðureigninni og hann var vægast sagt spenntur á lokasekúndunum. Seinustu andartök viðureignarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: FRÍS: Tækniskólinn tryggir sér titilinn Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti
Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið titilinn með sér heim. Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA, en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndur ráðast í Rocket League. Í Rocket League þarf að vinna tvo af þrem leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn, en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réðust úrslitin í oddaleik. Það voru að lokum liðsmenn tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleiknum þar sem Ousic skoraði sigurmark Tækniskólans þegar aðeins 40 sekúndur voru eftir, en Bergur lagaði stöðuna fyrir FVA 15 sekúndum síðar. Kristján Einar Kristjánsson lýsti viðureigninni og hann var vægast sagt spenntur á lokasekúndunum. Seinustu andartök viðureignarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: FRÍS: Tækniskólinn tryggir sér titilinn
Rafíþróttir Framhaldsskólaleikarnir Reykjavík Framhaldsskólar Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti