Þetta er annað árið sem Framhaldsskólaleikarnir eru haldnir og í bæði skiptin hefur Tækniskólinn tekið titilinn með sér heim.
Skólarnir hófu leik í CS:GO og þar var það Tækniskólinn sem hafði betur. Því næst var keppt í FIFA, en þar voru það liðsmenn FVA sem báru sigur úr býtum og því var ljóst að úrslitin myndur ráðast í Rocket League.
Í Rocket League þarf að vinna tvo af þrem leikjum til að sigra viðureignina. Tækniskólinn vann fyrsta leikinn, en FVA hafði betur í öðrum leiknum og því réðust úrslitin í oddaleik.
Það voru að lokum liðsmenn tækniskólans sem tryggðu sér sigur á Framhaldsskólaleikunum. Liðið vann 3-2 sigur í lokaleiknum þar sem Ousic skoraði sigurmark Tækniskólans þegar aðeins 40 sekúndur voru eftir, en Bergur lagaði stöðuna fyrir FVA 15 sekúndum síðar.
Kristján Einar Kristjánsson lýsti viðureigninni og hann var vægast sagt spenntur á lokasekúndunum. Seinustu andartök viðureignarinnar má sjá í spilaranum hér að neðan.