Vottarnir svara fyrir „niðrandi og falska” umfjöllun um ofbeldi Sunna Valgerðardóttir skrifar 3. apríl 2022 18:30 Nokkrir forráðamanna Votta Jehóva: (frá vinstri) Bjarte Bu, Svanberg K. Jakobsson, Bjarni Jónsson og Bergþór N. Bergþórsson. Sverrir Vilhjálmsson Fyrrverandi safnaðarmeðlimir Votta Jehóva hafa komið á fót fjölmennum stuðningshópi fyrir fólk sem er að stíga út úr sértrúarsöfnuðum. Tveir fyrrverandi Vottar urðu fyrir grófu kynferðisofbeldi sem börn af hendi tveggja öldunga í söfnuðunum. Skandinavíuskrifstofa Vottanna gagnrýnir umfjöllun fréttastofu um og segir ekkert ofbeldi til staðar innan þeirra raða. Fréttastofu barst bréf frá deildarskrifstofu Votta Jehóva í Skandinavíu vegna frétta af fyrrverandi meðlimum safnaðarins. Þar er í stuttu máli öllum ásökunum vísað á bug, fullyrt að ofbeldi líðist ekki, Vottarnir séu ekki einangraðir og lifi eðlilegu lífi í samfélögum um allan heim. „Okkur var verulega brugðið við að heyra og sjá þær niðrandi og fölsku ásakanir gegn Vottum Jehóva,” segir í bréfinu og er vísað til umfjöllunar Kompáss og fréttastofu um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði. Vísað er í ýmsar fréttir um Vottana, viðtöl og heimasíðuna þeirra. Þau hafa ekki orðið við beiðni um viðtal. Fjallað var um Votta Jehóva og ofbeldi innan safnaðarins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: „Ofbeldi á ekki að eiga sér stað” „Vottar Jehóva taka trú sína alvarlega en þeir lifa ekki í einangruðum samfélögum sem aðskilja sig frá hinum veraldlega heimi. Á heildina litið lifa þeir algerlega eðlilegu lífi í samfélaginu,” segir meðal annars í bréfinu. Þessu til stuðnings er vitnað í franska rannsókn sem var gerð árið 1998. Varðandi velferð barna segir í bréfinu að Vottar Jehóva gefi út í miklum mæli fræðsluefni á hundruðum tungumála til að hjálpa foreldrum að ala börn sín upp. „Líkamlegt ofbeldi og andlegt ofbeldi á ekki að eiga sér stað í fjölskyldunni,” segir í bréfinu. Það má nálgast í heild hér að neðan. Um útskúfun og trúarofbeldi segir að engum sé vikið úr söfnuðinum fyrir að hafa drýgt „alvarlega biblíulega synd.” „Ef hins vegar skírður vottur ákveður að hætta að lifa í samræmi við siðgæðismælikvarða Biblíunnar, drýgir alvarlega synd og iðrast ekki verður honum vísað brott úr söfnuðinum.” Hátt í 40 manns í nýjum stuðningshóp Eftir umfjöllun fréttastofu um sértrúarsöfnuði og trúarofbeldi innan þeirra fyrir tæpum mánuði síðan, tóku nokkrir fyrrverandi safnaðarmeðlimir Vottanna sig saman og stofnuðu spjallþráð á messenger. Þau stofnuðu svo formlegan stuðningshóp sem vatt fljótt upp á sig og telur hópurinn þar nú um 40 manns þar sem fólk deilir reynslu sinni og styður hvert annað. En það vantar enn fagleg úrræði fyrir fólk sem er beitt trúarofbeldi. Anna Margrét Kaldalóns ólst upp í samfélagi Votta Jehova á Íslandi, en var útskúfað ásamt fjölskyldu sinni. Hún er ein þeirra sem kom stuðningshópnum á fót, sem fer nú ört stækkandi. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra ætlar að láta skoða aðstæður barna innan trúfélaga á Íslandi eftir að níu þingmenn úr fjórum flokkum fóru fram á það í kjölfar umfjöllunar Kompás um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði. Og tilefnið er ærið, því sögurnar virðast endalausar. Var nauðgað af öldungi þegar hann var barn Ómar Baldursson ólst upp í Vottum Jehóva í Keflavík. Hann var lagður í einelti í skóla, beittur ofbeldi heimafyrir og var að lokum gerður brottrækur 19 ára gamall. Ómar varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hendi öldungs í söfnuðinum þegar hann var lítill. „Svo er ég sendur með einhverjum trúboðum norður til Akureyrar, ég veit ekki hvers vegna, og þá gistum við hjá þessum manni sem er Svíi og er einn af öldungunum. Ég veit ekki hvort hann er enn á lífi, síðast þegar ég vissi þá var hann það. Þar lendi ég í klónum á honum. Hann hreint og beint nauðgar mér. Þarna í þrígang, kvöld eftir kvöld. Ég er átta eða níu ára gamall,” segir Ómar. „Og ég flúði þaðan út í sundlaug Akureyrar og var þar allan liðlangan daginn. Þorði ekki upp eftir, þorði ekki heim. Og á endanum þurfti ég að fara. Og hjá þessum manni bjó norsk hjúkrunarkona sem sá að eitthvað væri að og tók mig upp á sína arma, tók mig inn í sitt herbergi og ég var þar það sem eftir var af tímanum. Það var alltaf sagt við mig að ég væri bara ruglaður að vera að segja þetta, hvað hefði komið fyrir, mamma mín þvertók fyrir þetta. Ég reyndi margoft að segja frá. En var bara laminn í tætlur. Bara hýddur.” Ómar var beittur grófu ofbeldi af öldungi innan safnaðarins þegar hann var lítill drengur. Vísir/Vilhelm Öldungarnir héldu sín eigin réttarhöld yfir barnaníðingi Rut Ríkey Tryggvadóttir ólst upp innan Vottanna og lenti líka í klóm öldungs í söfnuðinum. Ofbeldið gerðist í heimahúsi eftir bænastund. Rut var átta ára. „Ég er bara lítil, hann er töluvert hærri en ég. Svo þegar hann stendur upp þá grípur hann mig að sér og svo runkar hann sér upp við mig, að mér fannst ógnartíma. Þar til hann síðan sleppir mér og ég hryn í gólfið og klöngrast á fætur. Inni í mér öskraði ég en ég heyrði að það komu engin hljóð út úr mér.” En Rut sagði frá og ofbeldið var tilkynnt til öldunganna. Þeir héldu réttarhöld yfir manninum og Rut var látin bera vitni, ásamt öllum hinum stelpunum sem hann hafði níðst á. Öldungurinn var látinn sitja aftast á samkomum í einhvern tíma til að taka út sína refsingu. Bréfið frá Vottunum má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl breffravottumjehovaPDF322KBSækja skjal Trúmál Kompás Tengdar fréttir Stjórnvöld ráðast í úttekt á aðstæðum barna innan trúarhópa Barnamálaráðherra segir að tilvonandi úttekt stjórnvalda á aðstæðum barna í trúarhópum mikilvægt skref. Varaþingmaðurinn sem átti frumkvæði að gerð skýrslunnar segir það hafa komið á óvart hversu lítið þessi mál hafi verið rannsökuð hér. Skoðað verður hvort það þurfti sérstakt eftirlit með æskulýðsstarfi í trúfélögum. 30. mars 2022 19:00 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Fréttastofu barst bréf frá deildarskrifstofu Votta Jehóva í Skandinavíu vegna frétta af fyrrverandi meðlimum safnaðarins. Þar er í stuttu máli öllum ásökunum vísað á bug, fullyrt að ofbeldi líðist ekki, Vottarnir séu ekki einangraðir og lifi eðlilegu lífi í samfélögum um allan heim. „Okkur var verulega brugðið við að heyra og sjá þær niðrandi og fölsku ásakanir gegn Vottum Jehóva,” segir í bréfinu og er vísað til umfjöllunar Kompáss og fréttastofu um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði. Vísað er í ýmsar fréttir um Vottana, viðtöl og heimasíðuna þeirra. Þau hafa ekki orðið við beiðni um viðtal. Fjallað var um Votta Jehóva og ofbeldi innan safnaðarins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: „Ofbeldi á ekki að eiga sér stað” „Vottar Jehóva taka trú sína alvarlega en þeir lifa ekki í einangruðum samfélögum sem aðskilja sig frá hinum veraldlega heimi. Á heildina litið lifa þeir algerlega eðlilegu lífi í samfélaginu,” segir meðal annars í bréfinu. Þessu til stuðnings er vitnað í franska rannsókn sem var gerð árið 1998. Varðandi velferð barna segir í bréfinu að Vottar Jehóva gefi út í miklum mæli fræðsluefni á hundruðum tungumála til að hjálpa foreldrum að ala börn sín upp. „Líkamlegt ofbeldi og andlegt ofbeldi á ekki að eiga sér stað í fjölskyldunni,” segir í bréfinu. Það má nálgast í heild hér að neðan. Um útskúfun og trúarofbeldi segir að engum sé vikið úr söfnuðinum fyrir að hafa drýgt „alvarlega biblíulega synd.” „Ef hins vegar skírður vottur ákveður að hætta að lifa í samræmi við siðgæðismælikvarða Biblíunnar, drýgir alvarlega synd og iðrast ekki verður honum vísað brott úr söfnuðinum.” Hátt í 40 manns í nýjum stuðningshóp Eftir umfjöllun fréttastofu um sértrúarsöfnuði og trúarofbeldi innan þeirra fyrir tæpum mánuði síðan, tóku nokkrir fyrrverandi safnaðarmeðlimir Vottanna sig saman og stofnuðu spjallþráð á messenger. Þau stofnuðu svo formlegan stuðningshóp sem vatt fljótt upp á sig og telur hópurinn þar nú um 40 manns þar sem fólk deilir reynslu sinni og styður hvert annað. En það vantar enn fagleg úrræði fyrir fólk sem er beitt trúarofbeldi. Anna Margrét Kaldalóns ólst upp í samfélagi Votta Jehova á Íslandi, en var útskúfað ásamt fjölskyldu sinni. Hún er ein þeirra sem kom stuðningshópnum á fót, sem fer nú ört stækkandi. Vísir/Arnar Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra ætlar að láta skoða aðstæður barna innan trúfélaga á Íslandi eftir að níu þingmenn úr fjórum flokkum fóru fram á það í kjölfar umfjöllunar Kompás um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði. Og tilefnið er ærið, því sögurnar virðast endalausar. Var nauðgað af öldungi þegar hann var barn Ómar Baldursson ólst upp í Vottum Jehóva í Keflavík. Hann var lagður í einelti í skóla, beittur ofbeldi heimafyrir og var að lokum gerður brottrækur 19 ára gamall. Ómar varð fyrir grófu kynferðisofbeldi af hendi öldungs í söfnuðinum þegar hann var lítill. „Svo er ég sendur með einhverjum trúboðum norður til Akureyrar, ég veit ekki hvers vegna, og þá gistum við hjá þessum manni sem er Svíi og er einn af öldungunum. Ég veit ekki hvort hann er enn á lífi, síðast þegar ég vissi þá var hann það. Þar lendi ég í klónum á honum. Hann hreint og beint nauðgar mér. Þarna í þrígang, kvöld eftir kvöld. Ég er átta eða níu ára gamall,” segir Ómar. „Og ég flúði þaðan út í sundlaug Akureyrar og var þar allan liðlangan daginn. Þorði ekki upp eftir, þorði ekki heim. Og á endanum þurfti ég að fara. Og hjá þessum manni bjó norsk hjúkrunarkona sem sá að eitthvað væri að og tók mig upp á sína arma, tók mig inn í sitt herbergi og ég var þar það sem eftir var af tímanum. Það var alltaf sagt við mig að ég væri bara ruglaður að vera að segja þetta, hvað hefði komið fyrir, mamma mín þvertók fyrir þetta. Ég reyndi margoft að segja frá. En var bara laminn í tætlur. Bara hýddur.” Ómar var beittur grófu ofbeldi af öldungi innan safnaðarins þegar hann var lítill drengur. Vísir/Vilhelm Öldungarnir héldu sín eigin réttarhöld yfir barnaníðingi Rut Ríkey Tryggvadóttir ólst upp innan Vottanna og lenti líka í klóm öldungs í söfnuðinum. Ofbeldið gerðist í heimahúsi eftir bænastund. Rut var átta ára. „Ég er bara lítil, hann er töluvert hærri en ég. Svo þegar hann stendur upp þá grípur hann mig að sér og svo runkar hann sér upp við mig, að mér fannst ógnartíma. Þar til hann síðan sleppir mér og ég hryn í gólfið og klöngrast á fætur. Inni í mér öskraði ég en ég heyrði að það komu engin hljóð út úr mér.” En Rut sagði frá og ofbeldið var tilkynnt til öldunganna. Þeir héldu réttarhöld yfir manninum og Rut var látin bera vitni, ásamt öllum hinum stelpunum sem hann hafði níðst á. Öldungurinn var látinn sitja aftast á samkomum í einhvern tíma til að taka út sína refsingu. Bréfið frá Vottunum má sjá í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl breffravottumjehovaPDF322KBSækja skjal
Trúmál Kompás Tengdar fréttir Stjórnvöld ráðast í úttekt á aðstæðum barna innan trúarhópa Barnamálaráðherra segir að tilvonandi úttekt stjórnvalda á aðstæðum barna í trúarhópum mikilvægt skref. Varaþingmaðurinn sem átti frumkvæði að gerð skýrslunnar segir það hafa komið á óvart hversu lítið þessi mál hafi verið rannsökuð hér. Skoðað verður hvort það þurfti sérstakt eftirlit með æskulýðsstarfi í trúfélögum. 30. mars 2022 19:00 Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Stjórnvöld ráðast í úttekt á aðstæðum barna innan trúarhópa Barnamálaráðherra segir að tilvonandi úttekt stjórnvalda á aðstæðum barna í trúarhópum mikilvægt skref. Varaþingmaðurinn sem átti frumkvæði að gerð skýrslunnar segir það hafa komið á óvart hversu lítið þessi mál hafi verið rannsökuð hér. Skoðað verður hvort það þurfti sérstakt eftirlit með æskulýðsstarfi í trúfélögum. 30. mars 2022 19:00
Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00
Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01