Sænski grínistinn Sven Melander látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2022 08:07 Sven Melander varð 74 ára gamall. Wikipedia Commons Sænski grínistinn Sven Melander er látinn, 74 ára að aldri. Hann hafði glímt við krabbamein um nokkurt skeið og segir í tilkynningu að hann hafi andast á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar. Melander starfaði á ferli sínum sem leikari, blaðamaður, uppistandari og þáttastjórnandi og skipaði sér sess sem einn ástsælasti skemmtikraftur landsins. Melander fæddist í Malmö 1947 og menntaði sig til verkfræðings þó að hann hafi fljótt ákveðið að leggja ekki verkfræðina sérstaklega fyrir sig. Hann hóf þá nám í blaðamennsku og starfaði sem blaðamaður á Aftonbladet um margra ára skeið, að því er segir í frétt SVT. Sumarið 1979 kynntist hann svo fyrir tilviljun leikaranum og skemmtikraftinum Lasse Åberg í partýi og árið 1980 bauð Åberg Melander að fara með hlutverk hins drykkfellda Bertil „Berra“ Olsson í gamanmyndinni Sällskapsresan. Árið 1985 sagði hann skilið við blaðamennskuna og hóf þá farsælan feril sem skemmtikraftur í sjónvarpi. Naut hann meðal annars vinsælda vegna frammistöðu sinnar í þáttunum Nöjesmassakern og svo sem „Steve med Lloyden“ í þáttunum Tack för kaffet. Svíþjóð Andlát Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Melander starfaði á ferli sínum sem leikari, blaðamaður, uppistandari og þáttastjórnandi og skipaði sér sess sem einn ástsælasti skemmtikraftur landsins. Melander fæddist í Malmö 1947 og menntaði sig til verkfræðings þó að hann hafi fljótt ákveðið að leggja ekki verkfræðina sérstaklega fyrir sig. Hann hóf þá nám í blaðamennsku og starfaði sem blaðamaður á Aftonbladet um margra ára skeið, að því er segir í frétt SVT. Sumarið 1979 kynntist hann svo fyrir tilviljun leikaranum og skemmtikraftinum Lasse Åberg í partýi og árið 1980 bauð Åberg Melander að fara með hlutverk hins drykkfellda Bertil „Berra“ Olsson í gamanmyndinni Sällskapsresan. Árið 1985 sagði hann skilið við blaðamennskuna og hóf þá farsælan feril sem skemmtikraftur í sjónvarpi. Naut hann meðal annars vinsælda vegna frammistöðu sinnar í þáttunum Nöjesmassakern og svo sem „Steve med Lloyden“ í þáttunum Tack för kaffet.
Svíþjóð Andlát Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira