Svíar hentu sínum Jóni Arnóri úr landsliðinu eftir hann samdi við rússneskt lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2022 12:30 Jonas Jerebko samdi við rússneska stórliðið CSKA Moskvu og hefur fengið mjög sterkt viðbrögð við því. Getty/Denis Tyrin Jonas Jerebko er stærsta körfuboltastjarna Svía í gegnum tíðina sem lék um tíma með Golden State Warriors. Nýjasti samningur hans vakti ekki mikla lukku í heimalandinu. Sænska körfuboltasambandið tilkynnti í gær að Jerebko hefði verið sparkað úr sænska landsliðinu og það er ekki af því að hann er ekki nógu góður. Ástæðan er nýr samningur hans við rússneska félagið CSKA Moskvu. Efter omtalade övergången Finns inga förutsättningar för Jonas Jerebko att representera ett svenskt basketlandslag #basketball https://t.co/vAjwMtPL79— SVT Sport (@SVTSport) March 31, 2022 Jonas Jerebko hefur spilað 635 leiki í NBA með fjórum félögum, Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Warriors. Hann er Jón Arnór Stefánsson þeirra Svía. Jerebko hefur verið leikmaður rússneska félagsins Khimki Moskvu frá 2019 en sagði upp samningi sínum af persónulegum ástæðum í janúar síðastliðnum. 30. mars síðastliðinn þá fann Jerebko sér hins vegar nýtt félag og það er CSKA í Moskvu. Hingað til hafa erlendir íþróttamenn keppst við að forða sér frá Rússlandi en þessi sænski körfuboltamaður fékk greinilega of góðan samning til að geta hafnað honum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sænska körfuboltasambandið gaf það út að fulltrúi sænska landsliðsins gæti ekki ekki tekið svona ákvörðun. Rússar hafa verið fordæmdir út um allan heim eftir innrás sína í Úkraínu. Landslið, lið og íþróttafólk Rússa hafa verið útilokuð frá alþjóðlegri keppni. - ! « » 2019 2021 . , ! pic.twitter.com/014WkR5SPY— CSKA Moscow (@cskabasket) March 30, 2022 „Sem leikmaður sænska landsliðsins þá ertu að koma fram fyrir sænskan körfubolta en þetta er líka maður sem sambandið á persónulegt samband við. Þess vegna var mikilvægt fyrir okkur að tala við Jonas Jerebko áður en við myndum ákveða eitthvað,“ skrifaði Susanne Jideste hjá sænska körfuboltasambandinu í yfirlýsingu. „Eftir þetta samtal höfum við því miður þurft að stíga þetta skref og lýsa því yfir að Jonas Jerebko á ekki lengur samleið með sænska körfuboltalandsliðinu,“ skrifaði Jideste. Einn af styrktaraðilum Jerebko, Vitamin Well, hefur einnig sagt upp styrktarsamningi sínum við hann og svo gæti farið að hann yrði ekki sá eini. Körfubolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Sænska körfuboltasambandið tilkynnti í gær að Jerebko hefði verið sparkað úr sænska landsliðinu og það er ekki af því að hann er ekki nógu góður. Ástæðan er nýr samningur hans við rússneska félagið CSKA Moskvu. Efter omtalade övergången Finns inga förutsättningar för Jonas Jerebko att representera ett svenskt basketlandslag #basketball https://t.co/vAjwMtPL79— SVT Sport (@SVTSport) March 31, 2022 Jonas Jerebko hefur spilað 635 leiki í NBA með fjórum félögum, Detroit Pistons, Boston Celtics, Utah Jazz og Warriors. Hann er Jón Arnór Stefánsson þeirra Svía. Jerebko hefur verið leikmaður rússneska félagsins Khimki Moskvu frá 2019 en sagði upp samningi sínum af persónulegum ástæðum í janúar síðastliðnum. 30. mars síðastliðinn þá fann Jerebko sér hins vegar nýtt félag og það er CSKA í Moskvu. Hingað til hafa erlendir íþróttamenn keppst við að forða sér frá Rússlandi en þessi sænski körfuboltamaður fékk greinilega of góðan samning til að geta hafnað honum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og sænska körfuboltasambandið gaf það út að fulltrúi sænska landsliðsins gæti ekki ekki tekið svona ákvörðun. Rússar hafa verið fordæmdir út um allan heim eftir innrás sína í Úkraínu. Landslið, lið og íþróttafólk Rússa hafa verið útilokuð frá alþjóðlegri keppni. - ! « » 2019 2021 . , ! pic.twitter.com/014WkR5SPY— CSKA Moscow (@cskabasket) March 30, 2022 „Sem leikmaður sænska landsliðsins þá ertu að koma fram fyrir sænskan körfubolta en þetta er líka maður sem sambandið á persónulegt samband við. Þess vegna var mikilvægt fyrir okkur að tala við Jonas Jerebko áður en við myndum ákveða eitthvað,“ skrifaði Susanne Jideste hjá sænska körfuboltasambandinu í yfirlýsingu. „Eftir þetta samtal höfum við því miður þurft að stíga þetta skref og lýsa því yfir að Jonas Jerebko á ekki lengur samleið með sænska körfuboltalandsliðinu,“ skrifaði Jideste. Einn af styrktaraðilum Jerebko, Vitamin Well, hefur einnig sagt upp styrktarsamningi sínum við hann og svo gæti farið að hann yrði ekki sá eini.
Körfubolti Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira