Hörður Axel skrifar söguna og bætir metið með næstu stoðsendingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2022 14:40 Hörður Axel Vilhjálmsson getur bætt stoðsendingametið í kvöld en hann jafnaði það í síðasta leik. Vísir/Bára Dröfn Keflvíkingurinn Hörður Axel Vilhjálmsson verður stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildar karla um leið og hann gefur næstu stoðsendingu. Það eru miklar líkur að sú sögulega stund renni upp í lokaumferð Subway-deild karla í kvöld og það í sjálfum El Clasico á milli Njarðvíkur og Keflavíkur. Hörður Axel jafnaði stoðsendingamet Justin Shouse með því að gefa fimm stoðsendingar í síðasta leik Keflvíkinga á móti Grindavík. Báðir hafa þeir nú gefið 1486 stoðsendingar í deildarleikjum úrvalsdeildar, Justin í 230 leikjum en Hörður Axel í 244 leikjum. Justin eignaðist stoðsendingametið fyrir rúmum sex árum þegar hann sló met Jóns Arnars Ingvarssonar. Tveir aðrir hafa átt stoðsendingametið eða þeir Jón Kr. Gíslason og Pálmar Sigurðsson. Jón Kr. átti það í byrjun, missti það um tíma til Pálmars þegar hann fór út til Danmerkur í eitt tímabil en var fljótur að endurheimta það þegar hann sneri aftur tímabilið eftir. Jón Kr. átti metið í rúm tólf ár eða þar til að Jón Arnar Ingvarsson sló það 2002. Jón Arnar var því búinn að eiga það í meira en þrettán ár þegar Justin Shouse náði því af honum í febrúar 2016. Það er afar líklegt að metið falli í kvöld þegar Keflvíkingar heimsækja Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna. Hörður Axel hefur gefið nokkrar af stoðsendingum sínum í húsinu eða alls 99 í tuttugu leikjum með Njarðvík, Keflavík og Fjölni. Sögulega stoðendinging hans yrði þá einnig sú hundraðasta hjá Herði í Ljónaryfjunni. Flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildar karla: 1. Justin Shouse 1486 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1486 3. Jón Arnar Ingvarsson 1393 4. Jón Kr. Gíslason 1359 5. Pavel Ermolinskij 1322 6. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 7. Sverrir Þór Sverrisson 1300 8. Teitur Örlygsson 1168 9. Hlynur Bæringsson 1104 10. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101 11. Tómas Holton 1086 12. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 1068 -- Hörður Axel Vilhjálmsson og stoðsendingaleikir hans 3 leikir með 15 stoðsendingar eða fleiri 16 leikir með 12 stoðsendingar eða fleiri 41 leikur með 10 stoðsendingar eða fleiri 78 leikir með 8 stoðsendingar eða fleiri 164 leikir með 5 stoðsendingar eða fleiri - Flestar stoðsendingar í sögu Keflavíkur í úrvalsdeild: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1220 2. Jón Kr. Gíslason 1170 3. Magnús Þór Gunnarsson 754 4. Sverrir Þór Sverrisson 747 5. Falur Jóhann Harðarson 734 - Flestar stoðsendingar Harðar Axels Vilhjálmssonar á móti einu liði: 1. KR 144 2. Grindavík 142 3. ÍR 138 4. Njarðvík 127 5. Tindastóll 115 6. Stjarnan 113 7. Haukar 102 8. Þór Þorl. 100 Handhafar stoðsendingametins: Jón Kr. Gíslason 1. október 1988- 12. janúar 1990 Pálmar Sigurðsson 12. janúar 1990 - 28. október 1990 Jón Kr. Gíslason 28. október 1990 - 5. desember 2002 Jón Arnar Ingvarsson 5. desember 2002 - 5. febrúar 2016 Justin Shouse 5. febrúar 2016 - Hörður Axel Vilhjálmsson 28. mars 2022- Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Það eru miklar líkur að sú sögulega stund renni upp í lokaumferð Subway-deild karla í kvöld og það í sjálfum El Clasico á milli Njarðvíkur og Keflavíkur. Hörður Axel jafnaði stoðsendingamet Justin Shouse með því að gefa fimm stoðsendingar í síðasta leik Keflvíkinga á móti Grindavík. Báðir hafa þeir nú gefið 1486 stoðsendingar í deildarleikjum úrvalsdeildar, Justin í 230 leikjum en Hörður Axel í 244 leikjum. Justin eignaðist stoðsendingametið fyrir rúmum sex árum þegar hann sló met Jóns Arnars Ingvarssonar. Tveir aðrir hafa átt stoðsendingametið eða þeir Jón Kr. Gíslason og Pálmar Sigurðsson. Jón Kr. átti það í byrjun, missti það um tíma til Pálmars þegar hann fór út til Danmerkur í eitt tímabil en var fljótur að endurheimta það þegar hann sneri aftur tímabilið eftir. Jón Kr. átti metið í rúm tólf ár eða þar til að Jón Arnar Ingvarsson sló það 2002. Jón Arnar var því búinn að eiga það í meira en þrettán ár þegar Justin Shouse náði því af honum í febrúar 2016. Það er afar líklegt að metið falli í kvöld þegar Keflvíkingar heimsækja Njarðvíkinga í Ljónagryfjuna. Hörður Axel hefur gefið nokkrar af stoðsendingum sínum í húsinu eða alls 99 í tuttugu leikjum með Njarðvík, Keflavík og Fjölni. Sögulega stoðendinging hans yrði þá einnig sú hundraðasta hjá Herði í Ljónaryfjunni. Flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildar karla: 1. Justin Shouse 1486 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1486 3. Jón Arnar Ingvarsson 1393 4. Jón Kr. Gíslason 1359 5. Pavel Ermolinskij 1322 6. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 7. Sverrir Þór Sverrisson 1300 8. Teitur Örlygsson 1168 9. Hlynur Bæringsson 1104 10. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101 11. Tómas Holton 1086 12. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 1068 -- Hörður Axel Vilhjálmsson og stoðsendingaleikir hans 3 leikir með 15 stoðsendingar eða fleiri 16 leikir með 12 stoðsendingar eða fleiri 41 leikur með 10 stoðsendingar eða fleiri 78 leikir með 8 stoðsendingar eða fleiri 164 leikir með 5 stoðsendingar eða fleiri - Flestar stoðsendingar í sögu Keflavíkur í úrvalsdeild: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1220 2. Jón Kr. Gíslason 1170 3. Magnús Þór Gunnarsson 754 4. Sverrir Þór Sverrisson 747 5. Falur Jóhann Harðarson 734 - Flestar stoðsendingar Harðar Axels Vilhjálmssonar á móti einu liði: 1. KR 144 2. Grindavík 142 3. ÍR 138 4. Njarðvík 127 5. Tindastóll 115 6. Stjarnan 113 7. Haukar 102 8. Þór Þorl. 100 Handhafar stoðsendingametins: Jón Kr. Gíslason 1. október 1988- 12. janúar 1990 Pálmar Sigurðsson 12. janúar 1990 - 28. október 1990 Jón Kr. Gíslason 28. október 1990 - 5. desember 2002 Jón Arnar Ingvarsson 5. desember 2002 - 5. febrúar 2016 Justin Shouse 5. febrúar 2016 - Hörður Axel Vilhjálmsson 28. mars 2022-
Flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildar karla: 1. Justin Shouse 1486 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1486 3. Jón Arnar Ingvarsson 1393 4. Jón Kr. Gíslason 1359 5. Pavel Ermolinskij 1322 6. Eiríkur Sverrir Önundarson 1308 7. Sverrir Þór Sverrisson 1300 8. Teitur Örlygsson 1168 9. Hlynur Bæringsson 1104 10. Friðrik Pétur Ragnarsson 1101 11. Tómas Holton 1086 12. Pálmi Freyr Sigurgeirsson 1068 -- Hörður Axel Vilhjálmsson og stoðsendingaleikir hans 3 leikir með 15 stoðsendingar eða fleiri 16 leikir með 12 stoðsendingar eða fleiri 41 leikur með 10 stoðsendingar eða fleiri 78 leikir með 8 stoðsendingar eða fleiri 164 leikir með 5 stoðsendingar eða fleiri - Flestar stoðsendingar í sögu Keflavíkur í úrvalsdeild: 1. Hörður Axel Vilhjálmsson 1220 2. Jón Kr. Gíslason 1170 3. Magnús Þór Gunnarsson 754 4. Sverrir Þór Sverrisson 747 5. Falur Jóhann Harðarson 734 - Flestar stoðsendingar Harðar Axels Vilhjálmssonar á móti einu liði: 1. KR 144 2. Grindavík 142 3. ÍR 138 4. Njarðvík 127 5. Tindastóll 115 6. Stjarnan 113 7. Haukar 102 8. Þór Þorl. 100 Handhafar stoðsendingametins: Jón Kr. Gíslason 1. október 1988- 12. janúar 1990 Pálmar Sigurðsson 12. janúar 1990 - 28. október 1990 Jón Kr. Gíslason 28. október 1990 - 5. desember 2002 Jón Arnar Ingvarsson 5. desember 2002 - 5. febrúar 2016 Justin Shouse 5. febrúar 2016 - Hörður Axel Vilhjálmsson 28. mars 2022-
Subway-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik