Ekki hrifnir af Manderson: „Veit ekkert hvað ég á að segja um þennan gæja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. mars 2022 12:30 Isaiah Manderson hefur ekki beint slegið í gegn eftir að hann kom til KR. vísir/bára Isaiah Manderson átti sinn besta leik fyrir KR þegar liðið vann Þór á Akureyri á sunnudaginn. Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds eru samt langt frá því að vera hrifnir af leikmanninum. Manderson skoraði nítján stig og tók tíu fráköst í leiknum á Akureyri þar sem KR-ingar unnu botnliðið naumlega, 91-93. Þetta var í fyrsta sinn sem Manderson fagnaði sigri í búningi KR. „Ég ætla ekki að lasta hann en þetta var á móti Þór Ak. Ég veit ekkert hvað ég á að segja um þennan gæja,“ sagði Hermann Hauksson í Subway Körfuboltakvöldi á mánudaginn. „Það er örugglega hægt að nota hann og láta hann gera eitthvað. Þetta er eitthvað skrítið.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Isaiah Manderson Matthías Orri Sigurðarson var hrifnari af KR-liðinu fyrir komu Mandersons en eftir að hann kom í Vesturbæinn. „Ég var orðinn svo hrifinn af þessu liði áður en hann kom inn. Þeir voru léttleikandi og allir vissu hvað þeir áttu að gera. Þeir voru mjög vel slípaðir saman í vörninni og Þorri [Þorvaldur Orri Árnason] var að spila frábærlega. Mér finnst allt þetta hafa dottið niður eftir að hann kom. Hvort það er honum að kenna, held ég já,“ sagði Matthías. „Ég hugsa að þetta hafi verið smá neyðarkaup. Auðvitað tekur maður áhættuna. En það er spurning hvort hann þurfi endilega að spila svona mikið.“ KR mætir Val í lokaumferð Subway-deildarinnar annað kvöld. KR-ingar þurfa að vinna til að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Innslagið í heild sinni má sjá spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær. 29. mars 2022 16:31 „Þakklátur að fara héðan með sigur“ KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. 27. mars 2022 21:47 Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan Þór Akureyri og KR mættust í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta á Akureyri í kvöld. 27. mars 2022 22:05 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Manderson skoraði nítján stig og tók tíu fráköst í leiknum á Akureyri þar sem KR-ingar unnu botnliðið naumlega, 91-93. Þetta var í fyrsta sinn sem Manderson fagnaði sigri í búningi KR. „Ég ætla ekki að lasta hann en þetta var á móti Þór Ak. Ég veit ekkert hvað ég á að segja um þennan gæja,“ sagði Hermann Hauksson í Subway Körfuboltakvöldi á mánudaginn. „Það er örugglega hægt að nota hann og láta hann gera eitthvað. Þetta er eitthvað skrítið.“ Klippa: Subway Körfuboltakvöld - Umræða um Isaiah Manderson Matthías Orri Sigurðarson var hrifnari af KR-liðinu fyrir komu Mandersons en eftir að hann kom í Vesturbæinn. „Ég var orðinn svo hrifinn af þessu liði áður en hann kom inn. Þeir voru léttleikandi og allir vissu hvað þeir áttu að gera. Þeir voru mjög vel slípaðir saman í vörninni og Þorri [Þorvaldur Orri Árnason] var að spila frábærlega. Mér finnst allt þetta hafa dottið niður eftir að hann kom. Hvort það er honum að kenna, held ég já,“ sagði Matthías. „Ég hugsa að þetta hafi verið smá neyðarkaup. Auðvitað tekur maður áhættuna. En það er spurning hvort hann þurfi endilega að spila svona mikið.“ KR mætir Val í lokaumferð Subway-deildarinnar annað kvöld. KR-ingar þurfa að vinna til að vera öruggir með sæti í úrslitakeppninni. Innslagið í heild sinni má sjá spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla KR Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær. 29. mars 2022 16:31 „Þakklátur að fara héðan með sigur“ KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. 27. mars 2022 21:47 Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan Þór Akureyri og KR mættust í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta á Akureyri í kvöld. 27. mars 2022 22:05 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Segja Milka þyngri, hægari og fullan af söknuði Eftir að hafa verið einn albesti leikmaður efstu deildar Íslands í körfubolta síðustu tvö tímabil hefur Dominykas Milka ekki náð að láta ljós sitt skína eins vel í vetur. Litháinn var til umræðu í Subway Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í gær. 29. mars 2022 16:31
„Þakklátur að fara héðan með sigur“ KR vann nauman sigur á Þór Akureyri fyrir norðan í kvöld, 91-93. 27. mars 2022 21:47
Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - KR 91-93 | Naumur sigur KR-inga fyrir norðan Þór Akureyri og KR mættust í næstsíðustu umferð Subway-deildar karla í körfubolta á Akureyri í kvöld. 27. mars 2022 22:05
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum