Portúgal tryggði sér farseðilinn á HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. mars 2022 20:43 Bruno Fernandes skoraði bæði mörk Portúgals í kvöld. Gualter Fatia/Getty Images Bruno Fernandes sá um markaskorun Portúgala er liðið vann 2-0 sigur gegn Norður-Makedóníu og tryggði liðinu um leið farseðilinn á HM í Katar. Norður-Makedónía sló Ítalíu úr leik í undanúrslitum umspilsins síðastliðinn fimmtudag, en nú er Öskubuskuævintýrið á enda. Bruno Fernandes kom Portúgölum yfir á 32. mínútu eftir stoðsendingu frá liðsfélaga sínum hjá Manchester United, Cristiano Ronaldo, og staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Hann var svo aftur á ferðinni þegar um 25 mínútur voru til leiksloka eftir stoðsendingu frá Diogo Jota og þar við sat. Portúgal vann því 2-0 sigur gegn Norður-Makedóníu og er á leið á HM í Katar, en Norður-Makedónía situr eftir með sárt ennið. HM 2022 í Katar Portúgal
Bruno Fernandes sá um markaskorun Portúgala er liðið vann 2-0 sigur gegn Norður-Makedóníu og tryggði liðinu um leið farseðilinn á HM í Katar. Norður-Makedónía sló Ítalíu úr leik í undanúrslitum umspilsins síðastliðinn fimmtudag, en nú er Öskubuskuævintýrið á enda. Bruno Fernandes kom Portúgölum yfir á 32. mínútu eftir stoðsendingu frá liðsfélaga sínum hjá Manchester United, Cristiano Ronaldo, og staðan var 1-0 þegar flautað var til hálfleiks. Hann var svo aftur á ferðinni þegar um 25 mínútur voru til leiksloka eftir stoðsendingu frá Diogo Jota og þar við sat. Portúgal vann því 2-0 sigur gegn Norður-Makedóníu og er á leið á HM í Katar, en Norður-Makedónía situr eftir með sárt ennið.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti