Forseti bæjarstjórnar segir sig úr Framsóknarflokknum Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2022 16:31 Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar. Aðsend mynd Sigurður Óli Þórleifsson, forseti bæjarstjórnar í Grindavíkurbæ, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum eftir að honum var tilkynnt að hann myndi ekki leiða lista flokksins í komandi sveitastjórnarkosningum. „Mér er sagt að það sé svokallað „bakland“ flokksins sem vildi fá nýjan oddvita,“ segir Sigurður Óli í samtali við Vísi. Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni. Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Sigurður leiddi lista Framsóknarflokksins í Grindavíkurbæ í sveitastjórnarkosningum árið 2018 og hefur starfað sem forseti bæjarstjórnar þar seinustu fjögur árin. Uppstillingarnefnd vill hins vegar fá nýjan oddvita fyrir kosningarnar í vor. Sigurður er sjálfur ekki sáttur með þessa ákvörðun nefndarinnar og hefði viljað leiða listann aftur í vor. Sigurður deilir upplifun sinni af málinu á Facebook þar sem hann svarar spurningum Björns Birgissonar, þjóðfélagsrýnis úr Grindavík, um málið. „Ég tel mig hafa leitt vinnuna sem forseti bæjarstjórnar með mikilli prýði, og skilað flokknum mun sterkari og hreinlega eftirsóttum. Því kemur þessi atlaga og árás á mig mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir Sigurður. Sagt að bakland flokksins vilji breyta til Sigurður segist ekki hafa fengið fullnægjandi svör um hvers vegna fær ekki að leiða listann. „Mér er sagt að það sé svokallað bakland flokksins sem vildi fá nýjan oddvita. Ég hef heyrt eitthvað um að einhverjum finnist ég vera „já-maður“ Sjálfstæðisflokksins en þeir sem hafa unnið með mér í bæjarstjórn vita alveg hvernig ég er,“ segir Sigurður. Á morgun, þann 30. mars, fer fram félagsfundur Framsóknarfélags Grindavíkur þar sem framboðslisti flokksins verður borinn upp til samþykktar. Rætt var við Sigurð um að taka sæti neðar á listanum en hann afþakkaði það. „Ég sagði mig úr flokknum í dag og mun sitja næstu tvo mánuði sem óháður bæjarfulltrúi,“ segir Sigurður en hann fékk að vita af þessari ákvörðun fyrir tveimur vikum síðan. Einn í nefndinni viljað tala við hann Aðspurður hvort hann hafi reynt að ræða við uppstillingarnefnd um ákvörðunina segir hann að einungis einn aðili vilji tala við sig. „Páll Jóhann [Pálsson] er eini í uppstillingarnefnd sem hefur viljað ræða við mig en hin tvö svara mér ekki,” segir Sigurður en einnig sitja þau Guðmundur Grétar Karlsson og Bryndís Gunnlaugsdóttir í nefndinni.
Framsóknarflokkurinn Grindavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira