Landsbanki og Arion banki nú meðal stærstu hluthafa í Íslandsbanka Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. mars 2022 11:41 Miklar breytingar hafa orðið á hluthafalista Íslandsbanka eftir útboð Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir sem tóku þátt í útboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka voru tilbúnir að kaupa um sextíu prósent meira hlutafé í bankanum en þeir fengu úthlutað. Landsbankinn, Arion banki og Íslandssjóðir eiga eftir útboðið tæplega fimm prósent í bankanum. Bankasýsla ríkisins hefur síðan í gær verið að ganga frá uppgjöri á útboði stofnunarinnar á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Fram hefur komið að mikil umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum í bankanum. Brú lífeyrissjóður fékk um 60% skerðingu af þeim fjárhæðum sem sjóðurinn bauð í og keypti samtals fyrir um þrjá milljarða króna. Lífeyrissjóður bankamanna tók líka þátt í útboðinu og fékk svipaða skerðingu og keypti fyrir um 140 milljónir króna. SL lífeyrissjóður fékk svipaða skerðingu en keypti fyrir tæpan hálfan milljarð og á eftir útboðið um 0,7 prósent í bankanum. Þá keypti Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir um 1,6 milljarða króna og fékk minna en hann bað um. Loks fékk Lífeyrissjóður verslunarmanna úthlutað fyrir 2,1 milljarð króna. Gildi lífeyrissjóður keypti fyrir 3,5 milljarða króna og hefur bætt við eignarhlut sinn. Þetta kemur fram í svörum þessara lífeyrissjóða við fyrirspurnum fréttastofu. Sex lífeyrissjóðir eiga samanlagt fimmtungshlut Sex lífeyrissjóðir eiga samkvæmt hluthafalista Íslandsbanka nú um fimmtungshlut samanlagt í Íslandsbanka. Hafa flestir verið að bæta við sig í bankanum eftir útboðið en mikil viðskipti hafa verið með bréf í Íslandsbanka síðustu daga. Arion banki keypti í útboðinu og fer nú með um 1,72 prósent í Íslandsbanka, Landsbankinn fer eftir útboðið með 1,55 prósenta hlut og Íslandsbanki gegnum Íslandssjóði fer með um 1,55 prósenta hlut. Samanlagt er hlutur viðskiptabankanna því tæplega fimm prósent. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru Arion banki og Landsbankinn ekki sjálfir að fjárfesta í Íslandsbanka heldur fyrst og fremst fyrir hönd viðskiptavina sinna. Hver hlutur var seldur í útboðinu á 117 krónur en farið var eftir svokallaðri tilboðsleið þar sem svokölluðum hæfum fjárfestum er boðinn hlutur af þeim aðilum sem sjá um útboðið. Fjármálastofnanir ákveða svo hverjir eru hæfir til að kaupa í slíku útboði. Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur síðan í gær verið að ganga frá uppgjöri á útboði stofnunarinnar á tæplega fjórðungs hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Fram hefur komið að mikil umfram eftirspurn hafi verið eftir hlutum í bankanum. Brú lífeyrissjóður fékk um 60% skerðingu af þeim fjárhæðum sem sjóðurinn bauð í og keypti samtals fyrir um þrjá milljarða króna. Lífeyrissjóður bankamanna tók líka þátt í útboðinu og fékk svipaða skerðingu og keypti fyrir um 140 milljónir króna. SL lífeyrissjóður fékk svipaða skerðingu en keypti fyrir tæpan hálfan milljarð og á eftir útboðið um 0,7 prósent í bankanum. Þá keypti Frjálsi lífeyrissjóðurinn fyrir um 1,6 milljarða króna og fékk minna en hann bað um. Loks fékk Lífeyrissjóður verslunarmanna úthlutað fyrir 2,1 milljarð króna. Gildi lífeyrissjóður keypti fyrir 3,5 milljarða króna og hefur bætt við eignarhlut sinn. Þetta kemur fram í svörum þessara lífeyrissjóða við fyrirspurnum fréttastofu. Sex lífeyrissjóðir eiga samanlagt fimmtungshlut Sex lífeyrissjóðir eiga samkvæmt hluthafalista Íslandsbanka nú um fimmtungshlut samanlagt í Íslandsbanka. Hafa flestir verið að bæta við sig í bankanum eftir útboðið en mikil viðskipti hafa verið með bréf í Íslandsbanka síðustu daga. Arion banki keypti í útboðinu og fer nú með um 1,72 prósent í Íslandsbanka, Landsbankinn fer eftir útboðið með 1,55 prósenta hlut og Íslandsbanki gegnum Íslandssjóði fer með um 1,55 prósenta hlut. Samanlagt er hlutur viðskiptabankanna því tæplega fimm prósent. Samkvæmt upplýsingum frá viðskiptabönkunum voru Arion banki og Landsbankinn ekki sjálfir að fjárfesta í Íslandsbanka heldur fyrst og fremst fyrir hönd viðskiptavina sinna. Hver hlutur var seldur í útboðinu á 117 krónur en farið var eftir svokallaðri tilboðsleið þar sem svokölluðum hæfum fjárfestum er boðinn hlutur af þeim aðilum sem sjá um útboðið. Fjármálastofnanir ákveða svo hverjir eru hæfir til að kaupa í slíku útboði.
Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53 Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Íslandssjóðir keyptu fyrir um 1.400 milljónir í útboði Íslandsbanka Sjóðastýringarfyrirtækið Íslandssjóðir er á meðal tíu stærstu hluthafa Íslandsbanka eftir að sala ríkissjóðs á hlutum í bankanum kláraðist í síðustu viku og nemur hlutur þess nú 1,55 prósentum. Íslandssjóðir, sem er dótturfélag Íslandsbanka, átti undir eins prósenta hlut þegar útboðið hófst en í lok árs stóð hann í 0,94 prósentum. 29. mars 2022 09:53
Fjárfestar gætu grætt milljónir seldu þeir nú Tveir stjórnendur og aðili tengdur Íslandsbanka - sem keyptu hlut í bankanum í útboði Bankasýslunnar í síðustu viku fengju samanlagt ríflega sjö milljónir í vasann seldu þeir hluti sína í dag. 28. mars 2022 21:00
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur