Formaður KKÍ verulega ósáttur við ríkisstjórnina: „Ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2022 11:49 Hannes S. Jónsson varð fyrir miklum vonbrigðum með það sem kom fram í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er virkilega ósáttur við að ekki sé gert ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjármálaáætlun fyrir árin 2023-27. Hann kveðst þreyttur á vanefndum loforðum ríkisstjórnarinnar þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun í fjármálaráðuneytinu í morgun. Í henni er ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi. Í fjármálaáætluninni segir að ýmis stærri fjárfestingarverkefni hafi verið í skoðun á undanfarin misseri, meðal annars bygging nýs þjóðarleikvangs í íþróttum. Samkvæmt fjármálaáætluninni eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlagt umfang framkvæmda liggur ekki fyrir. Og sökum þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjáráætluninni. Það er engum ofsögum sagt að Hannes hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með það sem fram kemur í fjármálaáætluninni. „Þetta eru veruleg vonbrigði og úr takti við það sem við bjuggumst við að yrði,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „Það er búið að vinna að þessum þjóðarleikvöngum í dálítinn langan tíma og núna átti eitthvað að gera. Ég verð að segja það alveg eins og er að það eru mikil vonbrigði að sjá ekki neinn pening í þjóðarleikvang á þessum fjórum árum, þótt það sé einhver smá texti þar sem ýjað er að því að það sé verið að skoða þetta. En þetta er ekki það sem við höfum verið að ræða og engan veginn í takti við það sem ráðamenn hafa sagt við okkur undanfarna mánuði.“ Hannes er ekki bara ósáttur við ríkisstjórnina þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Vegna þess að Laugardalshöllin er ónothæf þurftu körfuboltalandsliðin að spila leiki annars staðar með tilheyrandi kostnaði og KKÍ hefur ekki fengið þann stuðning frá ríkinu sem sambandið óskaði eftir. Stjórnmálamenn segja meira en þeir meina „Íþróttahreyfingin hefur í marga mánuði beðið eftir auka stuðningi vegna kórónuveirufaraldursins. Það hefur ekkert komið. Við hjá KKÍ óskuðum eftir stuðningi því við þurftum að taka aukakrók á okkur vegna þess að við gátum ekki spilað heimaleik við Rússa í nóvember. Við urðum fyrir miklum aukakostnaði og höfum ítrekað óskað eftir stuðningi vegna þess. Við þurftum líka að spila leik á Ásvöllum sem kostaði fullt af pening. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð,“ sagði Hannes. „Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn segi miklu meira en þeir meina þegar kemur að þjóðarleikvangi og íþróttahreyfingunni almennt og það er mikið áhyggjuefni.“ Ekki í anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur Hannes segir að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, sé nokkuð drífandi þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs en það nái ekki lengra. „Hann reynir það sem hann getur gert en nær kannski ekki til fjármálaráðherra og það eru mikil vonbrigði. Þetta er í ekki anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur. Við höfum treyst því sem okkur hefur verið sagt,“ sagði Hannes. „Við höfum reglulega þurft að gefa FIBA [Alþjóða körfuknattleikssambandinu] skýrslu um stöðuna á þessu undanfarna mánuði. Þá var nánast búið að gefa út að það yrði farið af stað í einhverja alvöru vinnu í síðasta lagi í lok þessa árs. Það kostar pening að teikna og fara í undirbúningsvinnu og ef sá peningur verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi eftir 2027 fer engin vinna í gang á næstunni.“ Alltaf slegin niður með neikvæðum fréttum Hannes er orðinn þreyttur á að spóla sífellt í sömu hjólförunum og sjá mál nýs þjóðarleikvangs ekki komast af viðræðustigi. „Við í íþróttahreyfingunni höfum lagt á okkur mikla vinnu undanfarin ár, og sérstaklega mánuði, í að reyna að finna lausn á þessum málum. Það er alltaf sagt að það sé áhugi en alltaf erum við slegin niður með neikvæðum fréttum. Það er ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð, það verða að fylgja fjármunir með þeim. Þetta er ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og við erum orðin virkilega þreytt á þessu,“ sagði Hannes að lokum. Körfubolti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýja fjármálaáætlun í fjármálaráðuneytinu í morgun. Í henni er ekki gert ráð fyrir nýjum þjóðarleikvangi. Í fjármálaáætluninni segir að ýmis stærri fjárfestingarverkefni hafi verið í skoðun á undanfarin misseri, meðal annars bygging nýs þjóðarleikvangs í íþróttum. Samkvæmt fjármálaáætluninni eru þessi áform á byrjunarstigi og endanlagt umfang framkvæmda liggur ekki fyrir. Og sökum þeirrar óvissu þykir ekki tímabært að gera ráð fyrir byggingu nýs þjóðarleikvangs í fjáráætluninni. Það er engum ofsögum sagt að Hannes hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum með það sem fram kemur í fjármálaáætluninni. „Þetta eru veruleg vonbrigði og úr takti við það sem við bjuggumst við að yrði,“ sagði Hannes í samtali við Vísi í dag. „Það er búið að vinna að þessum þjóðarleikvöngum í dálítinn langan tíma og núna átti eitthvað að gera. Ég verð að segja það alveg eins og er að það eru mikil vonbrigði að sjá ekki neinn pening í þjóðarleikvang á þessum fjórum árum, þótt það sé einhver smá texti þar sem ýjað er að því að það sé verið að skoða þetta. En þetta er ekki það sem við höfum verið að ræða og engan veginn í takti við það sem ráðamenn hafa sagt við okkur undanfarna mánuði.“ Hannes er ekki bara ósáttur við ríkisstjórnina þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs. Vegna þess að Laugardalshöllin er ónothæf þurftu körfuboltalandsliðin að spila leiki annars staðar með tilheyrandi kostnaði og KKÍ hefur ekki fengið þann stuðning frá ríkinu sem sambandið óskaði eftir. Stjórnmálamenn segja meira en þeir meina „Íþróttahreyfingin hefur í marga mánuði beðið eftir auka stuðningi vegna kórónuveirufaraldursins. Það hefur ekkert komið. Við hjá KKÍ óskuðum eftir stuðningi því við þurftum að taka aukakrók á okkur vegna þess að við gátum ekki spilað heimaleik við Rússa í nóvember. Við urðum fyrir miklum aukakostnaði og höfum ítrekað óskað eftir stuðningi vegna þess. Við þurftum líka að spila leik á Ásvöllum sem kostaði fullt af pening. Við höfum ekki fengið nein viðbrögð,“ sagði Hannes. „Ég er farinn að hafa áhyggjur af því að stjórnmálamenn segi miklu meira en þeir meina þegar kemur að þjóðarleikvangi og íþróttahreyfingunni almennt og það er mikið áhyggjuefni.“ Ekki í anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur Hannes segir að Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, sé nokkuð drífandi þegar kemur að málefnum nýs þjóðarleikvangs en það nái ekki lengra. „Hann reynir það sem hann getur gert en nær kannski ekki til fjármálaráðherra og það eru mikil vonbrigði. Þetta er í ekki anda þess sem ráðherrarnir hafa sagt við okkur. Við höfum treyst því sem okkur hefur verið sagt,“ sagði Hannes. „Við höfum reglulega þurft að gefa FIBA [Alþjóða körfuknattleikssambandinu] skýrslu um stöðuna á þessu undanfarna mánuði. Þá var nánast búið að gefa út að það yrði farið af stað í einhverja alvöru vinnu í síðasta lagi í lok þessa árs. Það kostar pening að teikna og fara í undirbúningsvinnu og ef sá peningur verður ekki klár fyrr en í fyrsta lagi eftir 2027 fer engin vinna í gang á næstunni.“ Alltaf slegin niður með neikvæðum fréttum Hannes er orðinn þreyttur á að spóla sífellt í sömu hjólförunum og sjá mál nýs þjóðarleikvangs ekki komast af viðræðustigi. „Við í íþróttahreyfingunni höfum lagt á okkur mikla vinnu undanfarin ár, og sérstaklega mánuði, í að reyna að finna lausn á þessum málum. Það er alltaf sagt að það sé áhugi en alltaf erum við slegin niður með neikvæðum fréttum. Það er ekki lengur nóg að segja einhver falleg orð, það verða að fylgja fjármunir með þeim. Þetta er ár eftir ár, mánuð eftir mánuð og við erum orðin virkilega þreytt á þessu,“ sagði Hannes að lokum.
Körfubolti Ný þjóðarhöll Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira