Þrepin þrjú til framtíðar Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 28. mars 2022 11:00 Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gaf snemma út að hann gæfi kost á sér til formennsku í sambandinu, en hann tilheyrir þeim armi hreyfingarinnar sem kallað hefur eftir róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Eins og búast mátti við leitaði hógværari armur Starfsgreinsambandsins að mótframbjóðanda gegn Vilhjálmi enda Vilhjálmur Birgisson ekki hátt skrifaður hjá þeim. Úr varð að Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags á Sauðárkróki gaf kost á sér á móti Vilhjálmi. Svo fór að Vilhjálmur sigraði kosninguna glæsilega en fyrir fram var vitað að kosningin yrði jöfn í ljósi þess að fylkingarnar eru nánast jafnar. Í aðdraganda kosninganna á þinginu var andstæðingum Vilhjálms mjög tíðrætt um ólguna sem væri innan hreyfingarinnar. Ekki var annað að heyra en ástandið væri alfarið honum og „órólegu deildinni“ að kenna. Eðlilegra hefði verið að þau hin sömu litu í eigin barm, enda hafa þau ekki setið hjá í þessum deilum með yfirlýsingum, auk þess sem þeim hefði verið hollt að skoða söguna. Eru þau t.d. búin að gleyma Flóabandalaginu sem var á sínum tíma klofningur út úr Starfsgreinasambandinu? Ég hef lengi komið að verkalýðsmálum og gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Allt frá mínu fyrsta þingi sem ég sat í Vestmannaeyjum haustið 1983, þá ungur að árum, til þingsins á Akureyri í síðustu viku hafa verið átök innan hreyfingarnar um völd, áhrif og áherslur í málefnum verkafólks. Oft á tíðum hef ég gengið með hnífasett af dýrari gerðinni í bakinu frá svokölluðum „félögum“ mínum í hreyfingunni þar sem skoðanir okkar hafa ekki alltaf farið saman. Tími breytinga er runninn upp í verkalýðshreyfingunni. Ég hef valið að kalla þetta þrepin þrjú. Það fyrsta var að Sólveig Anna næði endurkjöri í Eflingu stéttarfélagi, sem gekk eftir. Þrep númer tvö var að Vilhjálmur Birgisson yrði kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins á Akureyri, það gekk einnig eftir. Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið. Ég bind vonir við að ársins 2022 verði minnst í framtíðinni sem ári breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Áttunda þingi Starfsgreinasambands Íslands lauk fyrir helgina en það var haldið á Akureyri og stóð í þrjá daga. Eins og búast mátti við voru forystumál sambandsins fyrirferðarmikil á þinginu enda fyrirliggjandi að formaður sambandsins, Björn Snæbjörnsson, yrði ekki áfram í kjöri. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gaf snemma út að hann gæfi kost á sér til formennsku í sambandinu, en hann tilheyrir þeim armi hreyfingarinnar sem kallað hefur eftir róttækari og markvissari verkalýðsbaráttu líkt og Framsýn stéttarfélag, Efling og Verkalýðsfélag Grindavíkur. Eins og búast mátti við leitaði hógværari armur Starfsgreinsambandsins að mótframbjóðanda gegn Vilhjálmi enda Vilhjálmur Birgisson ekki hátt skrifaður hjá þeim. Úr varð að Þórarinn Sverrisson formaður Öldunnar stéttarfélags á Sauðárkróki gaf kost á sér á móti Vilhjálmi. Svo fór að Vilhjálmur sigraði kosninguna glæsilega en fyrir fram var vitað að kosningin yrði jöfn í ljósi þess að fylkingarnar eru nánast jafnar. Í aðdraganda kosninganna á þinginu var andstæðingum Vilhjálms mjög tíðrætt um ólguna sem væri innan hreyfingarinnar. Ekki var annað að heyra en ástandið væri alfarið honum og „órólegu deildinni“ að kenna. Eðlilegra hefði verið að þau hin sömu litu í eigin barm, enda hafa þau ekki setið hjá í þessum deilum með yfirlýsingum, auk þess sem þeim hefði verið hollt að skoða söguna. Eru þau t.d. búin að gleyma Flóabandalaginu sem var á sínum tíma klofningur út úr Starfsgreinasambandinu? Ég hef lengi komið að verkalýðsmálum og gengt margskonar trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna. Allt frá mínu fyrsta þingi sem ég sat í Vestmannaeyjum haustið 1983, þá ungur að árum, til þingsins á Akureyri í síðustu viku hafa verið átök innan hreyfingarnar um völd, áhrif og áherslur í málefnum verkafólks. Oft á tíðum hef ég gengið með hnífasett af dýrari gerðinni í bakinu frá svokölluðum „félögum“ mínum í hreyfingunni þar sem skoðanir okkar hafa ekki alltaf farið saman. Tími breytinga er runninn upp í verkalýðshreyfingunni. Ég hef valið að kalla þetta þrepin þrjú. Það fyrsta var að Sólveig Anna næði endurkjöri í Eflingu stéttarfélagi, sem gekk eftir. Þrep númer tvö var að Vilhjálmur Birgisson yrði kjörinn formaður Starfsgreinasambands Íslands á þingi sambandsins á Akureyri, það gekk einnig eftir. Þrep númer þrjú er að það takist að umbylta forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í haust. Þá er ég að tala um forsetateymið og miðstjórn sambandsins. Hvað það varðar er afar mikilvægt að kjörnir fulltrúar í þessum mikilvægu embættum endurspegli ólíkar skoðanir aðildarfélaga sambandsins og hagsmuni landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Það á t.d. ekki að viðgangast að allir fjórir forsetar sambandsins komi úr 101 Reykjavík, þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að forsetakjörið eigi að endurspegla sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins á hverjum tíma. Heiðursmannasamkomulagið var því miður brotið. Ég bind vonir við að ársins 2022 verði minnst í framtíðinni sem ári breytinga og sátta í íslenskri verkalýðshreyfingu. Höfum samt í huga að það er afar eðlilegt að í fjöldahreyfingu eins og Alþýðusambandi Íslands þrífist ólíkar skoðanir. Róm var ekki byggð á einni nóttu. Traust innan verkalýðshreyfingarinnar verður heldur ekki til á einni nóttu. Til þess þarf lengri tíma, en með samstöðuna og umburðarlyndið að vopni eru okkur allir vegir færir. Vissulega verða alltaf til aðilar sem velja utanvegaakstur í stað þess að aka beinu brautina en það er okkar hinna að draga þá upp á meðalveginn, veg sóknar, jafnréttis og jöfnuðar í þjóðfélagi þar sem misskipting hefur þrifist allt of lengi. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun