Boston á toppinn en snemmbúið sumarfrí blasir við Lakers Sindri Sverrisson skrifar 28. mars 2022 08:01 Jayson Tatum og Taurean Prince fylgjast með skoti Tatums í gærkvöld í sigri Boston Celtics á Minnesota Timberwolves. Getty/Kathryn Riley Með sjötta sigri sínum í röð í gærkvöld eru Boston Celtics komnir á topp austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. LA Lakers er hins vegar í mikilli hættu á að missa algjörlega af úrslitakeppninni. Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Stórleikur gærdagsins var hins vegar leikur Phoenix Suns og Philadelphia 76ers en hreinlega ekkert virðist geta stöðvað Phoenix sem vann 114-104. Devin Booker skoraði 35 stig og Phoenix, sem hefur þegar tryggt sér efsta sæti vesturdeildarinnar, vann sinn áttunda sigur í röð. Spennan er mikið, mikið meiri á toppi austurdeildarinnar þar sem Philadelphia er nú ekki lengur efst. Fjögur efstu liðin hafa hvert um sig tapað 28 leikjum en Boston og Miami Heat unnið 47, og Milwaukee Bucks og Philadelphia unnið 46. Staðan í deildunum þegar liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir.NBA Spennan verður því mikil í síðustu umferðunum fram að úrslitakeppni en liðin eiga ýmist 7 eða 8 leiki eftir hvert. Fram undan er stórleikur því Boston og Miami mætast á miðvikudaginn. Boston hefur unnið tvo leiki gegn Miami í vetur. Jayson Tatum skoraði 34 stig og Jaylen Brown 31 og tók 10 fráköst þegar Boston vann 134-112 sigur gegn Minnesota Timberwolves í gær. Enn aukast vandræði Lakers LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers eru aftur á móti í afar slæmum málum og sitja í 10. sæti vesturdeildarinnar eftir 116-108 tap gegn New Orleans Pelicans sem þar með komst upp í 9. sætið. Það er því raunveruleg hætta á því að Lakers fari hreinlega í sumarfrí strax og deildarkeppninni lýkur því liðið hefur naumt forskot á San Antonio Spurs sem er í 11. sæti. Liðin í 7.-10. sæti fara í umspil um tvö laus sæti í úrslitakeppninni. James setti niður sjö þrista í gær og skoraði 39 stig en það dugði skammt og hann hitti aðeins úr tveimur af átta skotum sínum í fjórða leikhluta, sárþjáður eftir að hafa snúið sig á ökkla. Brandon Ingram sneri aftur eftir meiðsli og skoraði 26 stig fyrir New Orleans. Úrslit gærdagsins: Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Detroit 102-104 New York Boston 134-112 Minnesota Washington 123-115 Golden State Phoenix 114-104 Philadelphia New Orleans 116-108 LA Lakers Brooklyn 110-119 Charlotte Dallas 114-100 Utah
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Íslenski boltinn Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira