Vottaður sérfræðingur, hvað þýðir það? Sigríður Halla Magnúsdóttir skrifar 28. mars 2022 08:30 Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hafa Samtök um endómetríósu og sjúklingar með sjúkdóminn reynt að vekja athygli á sjúkdómnum og mikilvægi þess að við séum meðhöndluð af vottuðum sérfræðingum. En hvað þýðir vottaður sérfræðingur? Hinn almenni leikmaður heldur eflaust að kvensjúkdómalæknir ætti að þekkja vel til endómetríósu enda sérfræðimenntaður læknir í kvensjúkdómum. Það er hins vegar ekki raunin þegar kemur að endómetríósu. Að þekkja allar birtingamyndir sjúkdómsins og gera aðgerðir sem krefjast þess að skera burt endómetríósufrumur sem hafa komið sér fyrir á röngum stöðum, krefst mikillar þjálfunar. Þegar nægri þekkingu er náð þarf að viðhalda henni með því að framkvæma að lágmarki 12 aðgerðir á endómetríósu á ári. Hjá lækni sem starfar sem almennur kvensjúkdóma,- og fæðingalæknir er erfitt að verða við þeim kröfum. Þjónustan við fólk með endómetríósu hefur lengi verið slæm víða og hafa margir kvartað undan því að fá lítinn eða jafnvel engan létti eftir aðgerðir. Dr. Saeid Gholami varð þess var og ákvað að búa til sérstakt vottunarferli til þess að sporna við þessu vandamáli. Með vottunarferlinu vildi hann fækka þeim tilfellum þar sem fólk færi í aðgerðir hjá læknum óreyndum í sjúkdómnum. Vottunarferlið er blint á báða vegu sem þýðir að umsækjandi veit ekki hverjir fara yfir sína umsókn og þeir sérfræðingar sem meta hana vita ekki hver umsækjandinn er. Þegar læknir sækir um vottun þarf hann að skila inn starfsferilskrá, kynningu á eigin starfsreglum hvað varðar meðhöndlun á sjúkdómnum og þremur myndböndum úr mismunandi aðgerðum. Hvert myndband þarf að sýna heila aðgerð og hafi verið átt við myndbandið á einhvern hátt er það ekki tekið gilt. Að auki þarf umsækjandi að skila inn aðgerðarlýsingum og niðurstöðum vefjarannsóknar fyrir hverja aðgerð. Þrír sérfræðingar fara svo yfir aðgerðirnar og dæma meðal annars hvernig skurðtækni er notuð og hvort læknirinn nái að fjarlægja allar endómetríósu frumur án þess að skemma heilbrigða vefi í kring. Frammistaða umsækjanda er metin með sérstökum spurningalista á bilinu 1-10. Til þess að fá vottun þarf umsækjandi að fá að lágmarki 7 í einkunn fyrir hvert skref sem tekið er í öllum aðgerðunum. Það hefur varla farið framhjá neinum sem fylgist með baráttu okkar hjá Samtökum um endómetríósu og sjúklingum með endómetríósu að Jón Ívar Einarsson hefur hlotið vottun sem sérfræðingur í endómetríósu og er farinn að bjóða upp á aðgerðir á Klíníkinni. Enn sem komið er geta sjúklingar ekki fengið þessar aðgerðir niðurgreiddar af Sjúkratryggingum en við höfum fulla trú á að nú verði gerðar breytingar þar á. Það á enginn að þurfa að greiða fúlgu fjár úr eigin vasa til þess að lifa verkjalitlu lífi. Ég skora á alla þá sem starfa í heilbrigðisþjónustu að kynna sér sjúkdóminn því hann kemur öllum við. Eins og staðan er í dag er ekki hægt að segja við séum að njóta heilbrigðisþjónustu, við búum því miður við þjónustuskort og því verður ekki breytt fyrr en allir þeir sem veita heilbrigðisþjónustu eru tilbúnir til að fræðast um endómetríósu. Það eru mannréttindi en ekki forréttindi að fá fullnægjandi læknisþjónustu. Höfundur er varaformaður Samtaka um endómetríósu, greindist með sjúkdóminn 38 ára gömul, þurfti að leita erlendis til að fá frekari greiningu og gengur enn á veggi innan heilbrigðiskerfisins. Hér (www.icarebetter.com) er hægt að lesa betur um ferlið og þá sérfræðinga sem hlotið hafa vottun í sjúkdómnum.
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar