Opnunarmyndin var verðlaunamyndin Klondike frá Úkraínu og var aðalleikkona myndarinnar Oksana Cherkashyna viðstödd og sat fyrir svörum eftir sýningu myndarinnar. Myndin og spjallið með Oksönu höfðu djúpstæð áhrif á viðstadda. En svo léttist stemningin í eftirpartý á Kex þar sem fólk spjallaði og dansaði við ljúfa tóna frá DJ Andra Björgvins.
Næstu tvær vikurnar verður heilmikil kvikmyndaveisla í Bíó Paradís og fjöldi leikstjóra og framleiðanda sem munu spjalla við áhorfendur eftir sýningar. Nánari upplýsingar má finna á vef hátíðarinnar.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá opnunarkvöldi Stockfish.







Fleiri myndir má sjá í albúminu hér fyrir neðan.