Staðan var 73-73 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Elvar skoraði 8 stig í leiknum og gaf 6 stoðsendingar.
Leikurinn í dag var þriðji leikur Giants í efri hluta BNXT deildarinnar en liðið hafði áður tapað einum og unnið einn leik. Giants endaði í fjórða sæti belgísku deildarinnar og leikur því í efri hluta BNXT deildarinnar, sem er nú tvískipt með liðum frá Hollandi og Belgíu. Næsti leikur Elvars og félaga er gegn Leiden þann 2. apríl.