Tvö ný sveitarfélög urðu til í gær Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2022 14:30 Stykkishólmur og Helgafellssveit eru nú eitt sveitarfélag. Vísir/Sigurjón Íbúar í Langanesbyggð og í Svalbarðshreppi annars vegar og íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit samþykktu í gær sameiningu með afgerandi hætti. Sveitarstjórar segja þetta rökrétt skref í áttina að nánara samstarfi sveitarfélaga. Níutíu og tvö prósent íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna og sjötíu og níu prósent í Helgafellssveit. Þar var kjörsókn 93 prósent en 55 prósent í Stykkishólmi. Skessuhorn hefur eftir Jakobi Björgvin Jakobssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, að íbúar sveitarfélaganna hafi alltaf litið á sig sem eitt samfélag og að þau verði sterkari saman. Einnig var kosið um sameiningu í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Í Langanesbyggð sögðu 73 prósent já við sameiningu og í Svalbarðshreppi sögðu 67 prósent já. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, er ánægður með niðurstöðuna. „Og það er eitt sem er svolítið mikilvægt er að þetta eru samtengd og náin sveitarfélög á þessu svæði. Eitt atvinnusvæði, skólasvæði, sameiginlegur leikskóli fyrir bæði sveitarfélögin og svo framvegis,“ segir Jónas. Sameiningin muni skila sterkari tengslum milli íbúa. „Þessi góði stuðningur sem sameiningin fékk hann er forystufólki sveitarfélagins og samfélaginu gefur því kraft inn í framtíðina hef ég trú á.“ Fáum við að sjá nýtt nafn? „Góð spurning. Ég held að þetta sé ein af áskorunum sem við þurfum að finna lausn á. Það verður trúlega efnt til nafnasamkeppni eða hugmyndasamkeppni um nöfn,“ sagði Jónas Egilsson sveitarstjóri Langanesbyggðar. Sveitarstjórnir komi saman nú á þriðjudag. Sveitarstjórnarmál Stykkishólmur Helgafellssveit Langanesbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26. mars 2022 20:17 Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. 26. mars 2022 10:08 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Níutíu og tvö prósent íbúa í Stykkishólmi samþykktu tillöguna og sjötíu og níu prósent í Helgafellssveit. Þar var kjörsókn 93 prósent en 55 prósent í Stykkishólmi. Skessuhorn hefur eftir Jakobi Björgvin Jakobssyni, bæjarstjóra í Stykkishólmi, að íbúar sveitarfélaganna hafi alltaf litið á sig sem eitt samfélag og að þau verði sterkari saman. Einnig var kosið um sameiningu í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi. Í Langanesbyggð sögðu 73 prósent já við sameiningu og í Svalbarðshreppi sögðu 67 prósent já. Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, er ánægður með niðurstöðuna. „Og það er eitt sem er svolítið mikilvægt er að þetta eru samtengd og náin sveitarfélög á þessu svæði. Eitt atvinnusvæði, skólasvæði, sameiginlegur leikskóli fyrir bæði sveitarfélögin og svo framvegis,“ segir Jónas. Sameiningin muni skila sterkari tengslum milli íbúa. „Þessi góði stuðningur sem sameiningin fékk hann er forystufólki sveitarfélagins og samfélaginu gefur því kraft inn í framtíðina hef ég trú á.“ Fáum við að sjá nýtt nafn? „Góð spurning. Ég held að þetta sé ein af áskorunum sem við þurfum að finna lausn á. Það verður trúlega efnt til nafnasamkeppni eða hugmyndasamkeppni um nöfn,“ sagði Jónas Egilsson sveitarstjóri Langanesbyggðar. Sveitarstjórnir komi saman nú á þriðjudag.
Sveitarstjórnarmál Stykkishólmur Helgafellssveit Langanesbyggð Svalbarðshreppur Tengdar fréttir Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26. mars 2022 20:17 Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. 26. mars 2022 10:08 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Sameining samþykkt við Breiðafjörð Íbúar Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar á Snæfellsnesi hafa samþykkt tillögu um sameiningu sveitarfélaganna tveggja. 26. mars 2022 20:17
Gengið til tveggja kosninga um sameiningu sveitarfélaga í dag Íbúar í Stykkishólmi og Helgafellssveit og í Svalbarðshreppi og Langanesbyggð munu ganga til kosninga í dag og ákveða hvort sameina eigi sveitarfélögin. 26. mars 2022 10:08