Stefnir allt í harða baráttu um toppsæti austurdeildar NBA Atli Arason skrifar 27. mars 2022 10:00 Kevin Durant , leikmaður Brooklyn Nets. AP Photo/Seth Wenig Það verður hart barist um síðustu sætin í úrslitakeppninni NBA nú þegar líður á seinni hluta deildarkeppninnar. Á nokkrum vígvöllum í töflunni í báðum deildum munar ekki nema einum sigri á milli sæta. Eftir fjórða tap Heat í röð munar einungis hálfum sigurleik á milli liðanna í efstu fjóru sætum austurdeildar. Brooklyn Nets 110-95 Miami Heat Kevin Durant var í stuði þegar Nets unnu 15 stiga sigur í Miami gegn Heat. Durant var stigahæstur með 23 stig. Tap Heat er þeirra fjórða í röð og missir liðið því toppsætið til 76ers. Nets er í áttunda sæti, þremur sigurleikjum á eftir Raptors í sjötta sæti. Sacramento Kings 114 - 110 Orlando Magic Kings heldur vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir sigur á Magic eftir framlengdan leik. Magic er í botnsæti austurdeildar og er það löngu ljóst að liðið á ekki möguleika á sæti úrslitakeppninni. Kings eru í 13. sæti vesturdeildar, fjórum sigurleikjum frá úrslitakeppninni. Davion Mitchell var besti leikmaður vallarins með 22 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar fyrir Kings. Mo Bamba hélt Magic á floti með 19 stigum ásmat því að taka 12 fráköst. Chicago Bulls 98-94 Cleveland Cavaliers Bulls sótti sigur í Cleveland gegn Cavs. Með sigrinum styrkir Bulls stöðu sína fimmta sæti deildarinnar en tapið er frekar grátlegt fyrir Cavaliers þar sem þeir missa bílstjórasætið til Raptors um síðasta örugga sætið í úrslitakeppninni. Cavaliers er nú í sjöunda sæti og gæti neyðst til að fara í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Zach LaVine var stigahæsti leikmaður Bulls með 25 stig en Darius Garland var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig fyrir Cavaliers. Indiana Pacers 91-131 Toronto Raptors Raptors áttu ekki í vandræðum með Pacers á heimavelli en leikurinn tafðist aðeins vegna þess að rýma þurfti höllina í hálfleik þegar það kviknaði í hátalara á vellinum. Leikurinn gat svo haldið áfram eftir að slökkviliðsmenn náðu að drepa eldinn. Raptors er eftir sigurinn komið í sjötta sæti austurdeildar á meðan Pacers er í 13. sæti. Pascal Siakam gerði 23 stig fyrir Raptors á meðan Oshae Brissett var stigahæstur hjá Pacers með 21 stig. San Antonio Spurs 107 - 103 New Orleans Pelicans Spurs unnu nauðsynlegan fjögurra stiga sigur á Pelicans. Þetta var síðasta innbyrðis viðureign liðanna en Spurs hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Pelicans er í 10. og síðasta sæti sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppnirnar en Spurs er í 11. sæti einum sigri á eftir Pelicans þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu hjá Spurs. 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. CJ McCollum var stigahæsti leikmaður vallarins en hann gerði 32 stig fyrir Pelicans. Milwaukee Bucks 102-127 Memphis Grizzlies Grizzlies áttu ekki í vandræðum með meistara Bucks á heimavelli sínum í Memphis. Fimm leikmenn Grizzlies fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori en stigahæstur þeirra var varamaðurinn De'Anthony Melton með 24 stig. Giannis Antetokounmpo var eins og oft áður allt í öllu í leik Bucks en Grikkinn gerði 30 stig og tók 11 fráköst. Bucks er nú dottið niður í fjórða sæti austurdeildar á eftir Celtics á meðan Grizzlies styrkir stöðu sína í öðru sæti vesturdeildarinnar. Oklahoma City Thunder 107-113 Denver Nuggets Það réði enginn við Nikola Jokić sem gerði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í fimm stiga sigri Nuggets á Thunder. Theo Maledon var atkvæðamestur í liði Thunder með 20 stig. Nuggets er því áfram í sjötta sæti vesturdeildar sem gefur öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið er þó einungis einum sigri á undan Timberwolves. Thunder er í 14. sæti vesturdeildarinnar. Houston Rockets 115-98 Portland Trail Blazers Eftir brösugt gengi og vera nánast fastir við botnsætið lengst af var Rockets að vinna sinn annan sigur í röð með 17 stiga sigri á Trail Blazers. Rockets er þó áfram í neðsta sæti vesturdeildarinnar en Trail Blazers eru þremur sætum ofar í því 12. Tapið hjá Trail Blazers í nótt var þeirra þriðja í röð og núna eru þeir fjórum sigrum frá 10. sætinu sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar þegar átta leikir eru eftir. Varamaðurinn Alperen Sengun var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Rockets. Trendon Watford var besti leikmaður Trail Blazers með 15 stig og 10 fráköst. NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Brooklyn Nets 110-95 Miami Heat Kevin Durant var í stuði þegar Nets unnu 15 stiga sigur í Miami gegn Heat. Durant var stigahæstur með 23 stig. Tap Heat er þeirra fjórða í röð og missir liðið því toppsætið til 76ers. Nets er í áttunda sæti, þremur sigurleikjum á eftir Raptors í sjötta sæti. Sacramento Kings 114 - 110 Orlando Magic Kings heldur vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi eftir sigur á Magic eftir framlengdan leik. Magic er í botnsæti austurdeildar og er það löngu ljóst að liðið á ekki möguleika á sæti úrslitakeppninni. Kings eru í 13. sæti vesturdeildar, fjórum sigurleikjum frá úrslitakeppninni. Davion Mitchell var besti leikmaður vallarins með 22 stig, sjö fráköst og níu stoðsendingar fyrir Kings. Mo Bamba hélt Magic á floti með 19 stigum ásmat því að taka 12 fráköst. Chicago Bulls 98-94 Cleveland Cavaliers Bulls sótti sigur í Cleveland gegn Cavs. Með sigrinum styrkir Bulls stöðu sína fimmta sæti deildarinnar en tapið er frekar grátlegt fyrir Cavaliers þar sem þeir missa bílstjórasætið til Raptors um síðasta örugga sætið í úrslitakeppninni. Cavaliers er nú í sjöunda sæti og gæti neyðst til að fara í undankeppni fyrir úrslitakeppnina. Zach LaVine var stigahæsti leikmaður Bulls með 25 stig en Darius Garland var stigahæsti leikmaður vallarins með 28 stig fyrir Cavaliers. Indiana Pacers 91-131 Toronto Raptors Raptors áttu ekki í vandræðum með Pacers á heimavelli en leikurinn tafðist aðeins vegna þess að rýma þurfti höllina í hálfleik þegar það kviknaði í hátalara á vellinum. Leikurinn gat svo haldið áfram eftir að slökkviliðsmenn náðu að drepa eldinn. Raptors er eftir sigurinn komið í sjötta sæti austurdeildar á meðan Pacers er í 13. sæti. Pascal Siakam gerði 23 stig fyrir Raptors á meðan Oshae Brissett var stigahæstur hjá Pacers með 21 stig. San Antonio Spurs 107 - 103 New Orleans Pelicans Spurs unnu nauðsynlegan fjögurra stiga sigur á Pelicans. Þetta var síðasta innbyrðis viðureign liðanna en Spurs hefur unnið þrjá af fjórum leikjum. Pelicans er í 10. og síðasta sæti sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppnirnar en Spurs er í 11. sæti einum sigri á eftir Pelicans þegar átta leikir eru eftir af tímabilinu. Dejounte Murray var með þrefalda tvennu hjá Spurs. 15 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar. CJ McCollum var stigahæsti leikmaður vallarins en hann gerði 32 stig fyrir Pelicans. Milwaukee Bucks 102-127 Memphis Grizzlies Grizzlies áttu ekki í vandræðum með meistara Bucks á heimavelli sínum í Memphis. Fimm leikmenn Grizzlies fóru yfir tveggja stafa tölu í stigaskori en stigahæstur þeirra var varamaðurinn De'Anthony Melton með 24 stig. Giannis Antetokounmpo var eins og oft áður allt í öllu í leik Bucks en Grikkinn gerði 30 stig og tók 11 fráköst. Bucks er nú dottið niður í fjórða sæti austurdeildar á eftir Celtics á meðan Grizzlies styrkir stöðu sína í öðru sæti vesturdeildarinnar. Oklahoma City Thunder 107-113 Denver Nuggets Það réði enginn við Nikola Jokić sem gerði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar í fimm stiga sigri Nuggets á Thunder. Theo Maledon var atkvæðamestur í liði Thunder með 20 stig. Nuggets er því áfram í sjötta sæti vesturdeildar sem gefur öruggt sæti í úrslitakeppninni. Liðið er þó einungis einum sigri á undan Timberwolves. Thunder er í 14. sæti vesturdeildarinnar. Houston Rockets 115-98 Portland Trail Blazers Eftir brösugt gengi og vera nánast fastir við botnsætið lengst af var Rockets að vinna sinn annan sigur í röð með 17 stiga sigri á Trail Blazers. Rockets er þó áfram í neðsta sæti vesturdeildarinnar en Trail Blazers eru þremur sætum ofar í því 12. Tapið hjá Trail Blazers í nótt var þeirra þriðja í röð og núna eru þeir fjórum sigrum frá 10. sætinu sem veitir þátttökurétt í undankeppni úrslitakeppninnar þegar átta leikir eru eftir. Varamaðurinn Alperen Sengun var stigahæsti leikmaður vallarins með 27 stig fyrir Rockets. Trendon Watford var besti leikmaður Trail Blazers með 15 stig og 10 fráköst.
NBA Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Fleiri fréttir Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira