Kosningar um sameiningu Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar fara fram í Grunnskólanum í Stykkishólmi frá 10 til 18 og í Félagsheimilinu Skildi í Helgafellssveit á sama tíma. Kjörstjórn verður stödd á kjörstað og mun talning atkvæða hefjast um leið og þeim hefur verið lokað.
Þá verður haldin kosning um hvort sveitarfélögin Svalbarðshreppur og Langanesbyggð eigi að sameinast í dag. Hægt verður að greiða atkvæði um málkið í Félagsheimilinu Þórsveri á Þórshöfn frá 10 til 18, í skólanum á Bakkafirði á sama tíma og í Svalbarðsskóla sömuleiðis. talning hefst þá þegar kjörfundi lýkur.