Tiger að íhuga endurkomu: Skráður til leiks á Mastersmótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2022 23:01 Tiger Woods er skráður til leiks á Mastersmótinu. Richard Hartog/Getty Images Það virðist sem Tiger Woods, einn albesti kylfingur sögunnar, sé að íhuga endurkomu á golfvöllinn en hann er skráður til leiks á Masters-mótinu sem fram fer á Augusta-vellinum í Georgíu frá 7. til 10. apríl. Woods hefur ekki keppt síðan hann lenti í alvarlegu bílslysi fyrir tæpu ári síðan. Kylfingurinn Phil Mickelson mun ekki taka þátt á Mastersmótinu í fyrsta sinn í hartnær þrjá áratugi. Á sama er hins vegar Tiger Woods – líklega frægasti kylfingur sögunnar – skráður til leiks á mótið. Hinn 46 ára gamli Woods hefur ekki tekið þátt í neinum af stærstu mótaröðum golfheimsins síðan hann lenti í mjög alvarlegu bílslysi í febrúar á síðasta ári. Eftir langa endurhæfingu tók hann þátt í móti með syni sínum í desember en það virtust litlar sem engar líkur að Woods myndi keppa meðal þeirra bestu á nýjan leik, það er þangað til nú. Samkvæmt talsmanni Woods mun hann taka ákvörðun fyrir mánaðarmót en hann getur afboðað þátttöku sína fram til 1. apríl næstkomandi. Tiger Woods hefur alls unnið Mastersmótið fimm sinnum á ferlinum. Síðast árið 2019. Það verður að teljast ólíklegt að hann bæti sjötta titlinum við í safnið en ef einhver gæti dregið kanínu upp úr hattinum í apríl þá er það Tiger Woods. Mastersmótið fer fram 7. til 10. apríl og verður sýnt á Golfstöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Kylfingurinn Phil Mickelson mun ekki taka þátt á Mastersmótinu í fyrsta sinn í hartnær þrjá áratugi. Á sama er hins vegar Tiger Woods – líklega frægasti kylfingur sögunnar – skráður til leiks á mótið. Hinn 46 ára gamli Woods hefur ekki tekið þátt í neinum af stærstu mótaröðum golfheimsins síðan hann lenti í mjög alvarlegu bílslysi í febrúar á síðasta ári. Eftir langa endurhæfingu tók hann þátt í móti með syni sínum í desember en það virtust litlar sem engar líkur að Woods myndi keppa meðal þeirra bestu á nýjan leik, það er þangað til nú. Samkvæmt talsmanni Woods mun hann taka ákvörðun fyrir mánaðarmót en hann getur afboðað þátttöku sína fram til 1. apríl næstkomandi. Tiger Woods hefur alls unnið Mastersmótið fimm sinnum á ferlinum. Síðast árið 2019. Það verður að teljast ólíklegt að hann bæti sjötta titlinum við í safnið en ef einhver gæti dregið kanínu upp úr hattinum í apríl þá er það Tiger Woods. Mastersmótið fer fram 7. til 10. apríl og verður sýnt á Golfstöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Masters-mótið Bílslys Tigers Woods Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira