Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 20:01 Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu hélt út á götu í Kænugarði í nótt þegar mánuður var liðinn frá innrás Rússa til að hvetja heiminn til stuðnings við land hans. AP/forsetaembætti Úkraínu Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Nú þegar mánuður er liðinn frá innrás Rússa í Úkraínu hafa þúsundir óbreyttra borgara fallið og gríðarlegar skemmdir orðið á mannvirkjum eftir stöðugar stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir Rússa á borgir og bæi. Mariupol hefur orðið hvað verst úti þar sem manntjónið er líka mest. Rússar hafa valdið gífurlegu tjóni og fjölda borga og bæja í Úkraínu og þúsundir óbreyttra borgara hafa fallið. Þó er talið að mannfallið sé mun meira í röðum Rússa og þeir hafi misst á bilinu 7-10 þúsund hermenn þeirra á meðal háttsetta hershöfðingja.AP/Andrew Marienko Rússum hefur þó algerlega mistekist ætlunarverkiðað steypa stjórn landsins og afvopna úkraínska herinn sem veitt hefur kröftuga mótspyrnu og hrakið rússneskar hersveitir áflótta víða. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu þakkaði Vesturlöndum stuðninginn þegar hann ávarpaði NATO leiðtogana í dag. En hann gagnrýndi bandalagið fyrir að útvega þeim ekki öll þau vopn sem á þyrfti að halda gegn öflugum her Rússa. „Úkraína bað ykkur um flugvélar til að draga úr mannfallinu. Þið eigið þúsundir flugvéla en hafið ekki látið okkur fá eina einustu," sagði Zelenskyy og sagði Úkraínumenn reiðubúna að greiða fyrir flugvélarnar. Þá hefði NATO ekki látið af hendi einn einasta skriðdreka af þeim tuttugu þúsund sem ríki bandalagsins ættu. Rússar sprengdu vörugeymslu í Kænugarði í loft upp í dag. Slökkviliðsmenn borgarinnar hafa haft í nógu að snúast frá því innrásin hófst fyrir mánuði.AP//Vadim Ghirda „Í morgun var fosfórsprengjum beitt. Rússneskum fosfórsprengjum. Aftur voru fullorðnir og börn myrt. Ég vil að þið vitið að Bandalagið getur enn komið í veg fyrir dauða Úkraínumanna af völdum loftárása Rússa af völdum hersetu Rússa með því að útvega okkur vopnin sem við þurfum," sagði Zelenskyy. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir Vesturlönd staðráðin í að verða ekki beinir þátttakendur í stríðinu. Bandalagsríkin vilji hins vegar styðja Úkraínumenn með öllum öðrum ráðum til að þeir hafi sigur gegn Rússum. „Við erum sammála um að fordæma tilefnislausa árásir Kremlarstjórnarinnar og að styðja fullveldi og landamærahelgi Úkraínu. Við erum staðráðin í að láta Rússa sæta viðurlögum í því skyni að binda enda á þetta hrottalega stríð," sagði Jens Stoltenberg.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira