Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2022 19:21 Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tók á móti Joe Biden forseta Bandaríkjanna í höfuðstöðvum NATO í morgun. President Joe Biden and NATO AP/Brendan Smialowsk Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins streymdu til Brussel í dag til neyðarfunda vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir mánuði. Þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu. NATO hefði áhyggjur af fölskum ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna. Slíkar ásakanir þeirra hafi áður verið fyrirsláttur til að nota slík vopn sjálfir, sem myndi algerlega breyta gangi stríðsins. Dmitry Polyanskiy aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands í Lundúnum gefur í skyn að Úkraínumenn hafi sjálfir skotið á íbúðarhús, leikskóla og sjúkrahús og kenni Rússum um sem aldrei hafi skotið á óbreytta borgara. Þá ættu Vesturlönd að vara sig á afskiptum af stríðinu. „Það er ekki rétt að hóta Rússum og reyna að grípa inn í. Þegar kjarnorkuveldi er annars vegar þarf vissulega að vega og meta allar mögulegar afleiðingar atferlis ykkar," sagði sendiherrann í viðtali í dag. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varðandi hernaðaruppbyggingu í austurhluta bandalagsins varanlega.AP/Thibault Camus Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO sagði að loknum leiðtogaundinum í dag að bandalagið hefði áhyggjur af ásökunum Rússa um að Úkraína, Bandaríkin og NATO-ríkin væru að undirbúa notkun efnavopna í stríðinu. Það væri alrangt en Rússar kenndu gjarnan öðrum um það sem þeir hefðu sjálfir í undirbúningi. NATO undirbyggi sig fyrir hið versta. „Æðsti herforingi okkar, Walters, hefur virkjað einingar NATO á sviði lífefna-, geislunar- og kjarnorkuvarna. Bandamenn okkar hafa gert viðbótarráðstafanir á sviði efna-, lífefna- og kjarnorkuvarna til að efla núverandi varnir og ný orrustufylki. Við höfum því gert ráðstafanir til stuðnings Úkraínu og okkur til verndar," sagði Stoltenberg eftir leiðtogafundinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Joe Biden forseti Bandaríkjanna heilsar Emmanuel Macron forseta Frakklands rétt fyrir hefðbundna hópmyndatöku leiðtoga NATO ríkjanna í dag.AP/Thibault Camus Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sótti leiðtogafundinn og segir mikla einingu hafa ríkt með leiðtogunum. Það hefði verið áhrifaríkt að hlusta á Zelenskyy ávarpa fundinn en NATO væri staðráðið í að blanda sér ekki með beinum hætti í stríðið. „En það liggur líka fyrir að bandalagsríkin hafa öll verið að leggja ýmislegt að mörkum. Bæði á sviði hergagna en líka auðvitað mannúðarmála og annarra mála. Þar er kannski þunginn í því sem við Íslendingar höfum gert hefur verið,“ segir Katrín. Þá sé Stoltenberg ekki á leið úr embætti framkvæmdastjóra NATO í stól seðlabankastjóra í Noregi eins og til hafi staðið. „Það var tekin ákvörðun um að framlengja skipunartíma Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Einfaldlega vegna þessarar stöðu sem uppi er," segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Úkraína Rússland Tengdar fréttir Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22
Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. 24. mars 2022 11:45