Tveimur barna Sævars dæmdar 77 milljónir króna í bætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2022 15:18 Sævar Ciesielski var einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Vísir Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða Lilju Rún Jensen og Victor Blæ Ciesielski Jensen 77 milljónir króna hvoru um sig. Lilja og Victor eru börn Sævars Marínós Ciesielski heitins sem var á meðal sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Sævar var í febrúar 1980 sakfelldir fyrir tvö manndráp af gáleysi og sömuleiðis fyrir rangar sakargiftir. Auk þess var hann sakfelldur fyrir önnur brot og var dæmdur í sautján ára óskilorðsbundið fangelsi. Í kjölfar dómsins hóf hann afplánun sem stóð í 1526 daga þar til honum var veitt reynslulausn í apríl 1984. Sævar lést árið 2011. Í febrúar 2018 úrskurðaði endurupptökunefnd að heimila endurupptöku á máli sakborninga í málunum. Það var svo í september 2018 var Sævar auk fleiri sakborninga sýknaður af ákæru að hafa orðið Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana. Í framhaldi af dómnum gaf Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra út yfirlýsingu, fagnaði málalyktum og bað sakborninga og aðstandendur afsökunar á því ranglæti sem þau hefðu mátt þola. Skipuð var sáttanefnd til að komast að samkomulagi um sátt við sakborninga. Börnum Sævars var boðið 44,8 milljónir króna í bætur en jafnframt upplýst að þau gætu engu að síður leitað réttar síns fyrir dómstólum. Staðfestu börnin fimm viðtöku 44,8 milljóna króna, samanlagt 224 milljóna króna. Þau Lilja og Victor ákváðu að stefna ríkinu og krefjast frekari bóta. Var dómurinn kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þau kröfðust hvort fyrir sig 495 milljóna króna frá íslenska ríkinu. Héraðsdómur vísaði frá kröfu systkinanna um bætur fyrir fjártjón Sævars Marínós Ciesielski en dæmdi ríkið til að greiða þeim 77 milljónir króna hvoru fyrir sig. Þá nutu þau gjafsóknar og var málflutningsþóknun Ragnars Aðalsteinssonar, lögmanns þeirra, upp á 3,2 milljónir króna og annar kostnaður greiddur úr ríkissjóði. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59 Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02 Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Dánarbú Tryggva Rúnars fær leyfi frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar sem fékk engar bætur dæmdar í einkamáli við íslenska ríkið. Hæstiréttur telur mál Tryggva hafa fordæmisgildi og verður því fjallað um málið á æðsta dómstigi landsins. 25. febrúar 2022 10:59
Stjórnvöld ætla ekki að áfrýja Íslensk stjórnvöld ætla ekki að áfrýja ógildingu Héraðsdóms Reykjavíkur á úrskurði endurupptökunefndar í máli Erlu Bolladóttur. Það þýðir að hún geti farið með sitt mál fyrir nýjan endurupptökudómstól og þaðan í Hæstarétt. 6. janúar 2022 14:02
Erla Bolla vann orrustu: „Ég fer ekki að hætta núna“ Héraðsdómur Reykjavíkur felldi rétt í þessu úr gildi úrskurð endurupptökunefndar sem hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku máls hennar árið 2017. Erla Bolladóttir kallaði „yes!“ þegar niðurstaðan var kunngjörð í dómsal í morgun. Svo streymdu tárin. 4. janúar 2022 10:22