Rúnar Alex kvaddi Arsenal með landsliðið í huga en gæti snúið aftur Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2022 16:01 Rúnar Alex Rúnarsson ver mark OH Leuven í vetur en liðið er um miðja deild í Belgíu. Getty Rúnar Alex Rúnarsson segir erfitt að svara því hvort að hann sækist eftir því að verða hluti af markmannateymi Arsenal á næstu leiktíð eða kjósi að vera hjá öðru félagi þar sem líklegra sé að hann spili fleiri leiki. Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“ Enski boltinn Fótbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
Rúnar Alex er með íslenska fótboltalandsliðinu á Spáni þar sem liðið mætir Finnlandi á laugardaginn og Spánverjum næsta þriðjudag. Þessi 27 ára KR-ingur skrifaði undir samning til fjögurra ára við Arsenal haustið 2020 en fór að láni til OH Leuven í Belgíu síðasta haust og hefur stimplað sig þar inn sem aðalmarkvörður, eftir að hafa spilað tvo leiki með Arsenal á síðustu leiktíð. Hann kveðst ánægður með að hafa farið til Belgíu: Vildi vera í sem bestri stöðu til að taka við hlutverki Hannesar „Ég var alls ekki svekktur. Það var lítill möguleiki fyrir mig að spila. Arsenal var ekki í Evrópukeppni og þar með færri leikir í boði. Þeir tóku inn annan markmann, endursömdu við tvo unga markmenn, og þetta var bara spurning hvernig þeir vildu setja upp markmannahópinn sinn. Þegar ég fékk möguleikann á að fara að láni og spila leiki í Belgíu þá fannst mér það alltaf vera rétt skref, sérstaklega með landsliðið í huga og þegar maður vissi að Hannes [Þór Halldórsson] væri mögulega að hætta og þessi staða að losna. Þá langaði mig að vera í sem bestri stöðu til að eiga séns á þessari stöðu til næstu ára,“ sagði Rúnar Alex á blaðamannafundi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Bernd Leno á æfingu hjá Arsenal í ágúst, áður en Rúnar Alex fór að láni til Leuven. Leno gæti verið á förum frá Arsenal í sumar eftir að hafa verið varamarkvörður í vetur.Getty/Stuart MacFarlane „Því sem fer okkar á milli ætla ég að halda fyrir sjálfan mig“ Hann er í góðu sambandi við sína þjálfara hjá Arsenal sem fylgjast náið með hans framgöngu: „Þeir fylgjast með og horfa á alla leiki með mér og ég tala mjög reglulega við þá. Ég er auðvitað áfram leikmaður Arsenal, þó að ég sé að láni í Belgíu, svo ég fæ „feedback“ eftir nánast alla leiki og er í miklu sambandi við þá. Því sem fer okkar á milli ætla ég bara að halda fyrir mig sjálfan. Svo sjáum við til með næsta tímabil. Ég er að einbeita mér að Belgíu og svo tek ég bara stöðuna eftir tímabilið með öllum aðilum,“ segir Rúnar Alex. Aaron Ramsdale hefur stimplað sig vel inn í byrjunarlið Arsenal og verður ugglaust aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð. Hins vegar er mögulegt að þýski markvörðurinn Bernd Leno fari í sumar. Er freistandi fyrir Rúnar Alex, með tilliti til þess að leikjum Arsenal fjölgar væntanlega með þátttöku í Evrópukeppni, að sækjast eftir því að vera hjá félaginu á næstu leiktíð? „Ég held að það sé rosalega erfitt að svara þessu. Það er aldrei slæmt að vera hluti af markmannateyminu hjá Arsenal, alveg sama hvar þú ert staddur á þínum ferli, en auðvitað væri best fyrir mig að vera að spila leiki og bæta minn leik þannig. Þetta er ekki allt bara undir mér komið, það koma fleiri að þessari ákvörðun, en eins og staðan er í dag einbeiti ég mér bara að Leuven.“
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira