Síðustu mánuði hafa leikmenn félaganna í New York ekki mátt spila heimaleikina ef þeir eru ekki bólusettir við kórónuveirunni. Óbólusettir leikmenn mótherjanna sem og óbólusettir áhorfendur máttu samt spila og mæta á leikina.
Sources: Brooklyn Nets star Kyrie Irving will be cleared for home games as New York City will on Thursday change private sector vaccine mandate to allow exemption for athletes and entertainers in workplace. Unvaccinated Yankees and Mets players also now eligible for home games.
— Shams Charania (@ShamsCharania) March 23, 2022
Þetta ósamræmi hefur auðvitað hneykslað marga og mesta athyglin hefur verið á körfuboltamanninum Kyrie Irving sem spilar með liði Brooklyn Nets.
Borgarstjórinn Eric Adams hefur staðið fast á sínu og ítrekað sagt að íþróttamenn fái hvorki forgang né sérmeðferð þegar kemur að því að aflétta sóttvarnarreglunum. Nú hefur hann hins vegar loksins opnað fyrir þátttöku óbólusettra leikmanna.
Þessar fréttir þýða að Kyrie getur spilað sinn fyrsta heimaleik á tímabilinu um komandi helgi en Brooklyn liðið spilar næst heima á sunnudaginn.
Irving skoraði 43 stig og gaf 8 stoðsendingar í útisigri á Memphis Grizzlies í nótt og er með 28,5 stig og 5,5 stoðsendingar að meðaltali þrátt fyrir að hafa aðeins spilað útileiki á þessari leiktíð.
Létt er á reglunum rétt áður en hafnaboltatímabilið fer í gang og því geta óbólusettir leikmenn New York Yankees og Mets einnig tekið þátt í heimaleikjum liða sinna.
Kyrie Irving has been special in his last 4 games, scoring 175 points on 62% shooting.
— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 24, 2022
Since 1990... only 3 players have recorded 175 points and 60% shooting over a 4-game span:
Kyrie Irving
Stephen Curry
Michael Jordan pic.twitter.com/6GzAAbL8ce