Sterkari í sameinaðri rödd Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 24. mars 2022 14:01 Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Utanríkismál Norðurlandaráð Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Sjá meira
Samstarf Norðurlanda er eitt umfangsmesta og elsta svæðasamstarf í heimi og hefur metnað til þess að verða sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Það á rætur sínar að rekja aftur til 1952 sem gerir þetta 70. samstarfsárið. Ísland hefur við verið hluti af samstarfinu frá upphafi og á 7 fulltrúa í ráðinu. Ráðið skipa 87 þingmenn frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Svíþjóð, Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi. Norðurlöndin mynda saman ellefta stærsta efnahagssvæði heimsins og hefur tekist að sníða velferðarkerfin sín að hnattrænu hafkerfi. Reynslan hefur sýnt að þegar Norðurlöndin stíga samstillt skref og eru sameinuð rödd þá hlustar alþjóðasamfélagið. Svo margt áunnist Það er svo margt sem hefur áunnist á þessum tíma, en vinnumarkaður á Norðurlöndunum hefur verið opinn og frjáls í rúmlega 60 ár og Norðurlandabúar hafa getað flutt sig á milli þeirra óhindrað. Norðurlöndin leggja öll sem eitt mikið upp úr því að skapa börnum og ungmennum tækifæri til framhaldsnáms hvarvetna á Norðurlöndunum. Vegna þessa eru Norðurlandabúar m.a. meðal þeirra best menntuðu í heimi. Lögð er áhersla á samstarf um rannsóknir, bæði innan Norðurlandanna og með alþjóðlegum samstarfsaðilum t.d. í loftslagsmálum. Þá stöndum við fremst meðal jafningja þegar kemur að jafnrétti og það hefur átt stóran þátt í því að skapa hagsæld á vinnumarkaði Norðurlandanna. Atvinnuþátttaka kvenna er ein sú hæsta í heiminum og svo höfum við skapað góðar aðstæður fyrir feður til að fara í fæðingarorlof í auknum mæli. Samvinnan er besta leiðin í krísustjórnun Í marbreytilegu samfélagi þjóða höfum við séð að sterkt og traust bandalag ríkja er ekki sjálfsagt. Því skiptir miklu máli að við stöndum þétt vörð um samstarfið og metum það sem samstarfið hefur haft fram að færa fyrir íslenskt samfélag og Norðurlöndin öll. Samstarfið byggir á gömlum og sterkum grunni sem við eflum með því að tryggja öflug og upplýsandi samskipti. Á þemaþingi Norðurlandaráðs þann 21. mars s.l., var innrás Rússneskra yfirvalda í Úkraínu helst til umræðu ásamt afleiðingum stríðsins. Það hefur haft áhrif á allar ákvarðanir bæði Norðurlandaráðs og norrænna ríkja, en það er aðeins dropi í hafinu til samræmis við þær hörmulegu afleiðingar sem úkraínska þjóðin þarf að þola um þessar mundir. Það skiptir máli að við séum með opin augun fyrir þeim hörmungum sem eiga sér stað. Þau sem koma verst út úr innrásinni eru fatlað fólk, konur, börn og aldraðir. Skilaboðin bæði frá íslenskum yfirvöldum og frá norrænum ríkjum eru skýr, en fordæmingin á hrottalega og tilgangslausa innrás í Úkraínu er algjör! Þetta hefur vakið okkur til umhugsunar og sýnt okkur að aukið milliríkjasamstarf um almannavarnir er nauðsynlegt. Tilmæli Norðurlandaráðs eru m.a. þau að við stofnum norræna almannavarnarsveit og að við leggjum upp með tilraunaverkefni um sameiginlegt útboð á bóluefni ásamt því að möguleikinn á sameiginlegum viðbúnaðarbirgðum verði kannaður. Sömuleiðis var lagt til að stofnað yrði sérstakt ráðherraráð um innviðamál landanna. Með tilmælum Norðurlandaráðs hvetur ráðið norrænar ríkisstjórnir til að fylgja eftir tillögum svokallaðrar „Enestam“ skýrslu, sem fjallar um almannavarnir í Norðurlöndunum. Samvinna er eftir allt besta leiðin til að takast á við krísur og það höfum við Íslendingar svo sannarlega séð að undanförnu, en aðra eins samstöðu höfum við sjaldan séð og það skiptir öllu máli. Höfundur er þingmaður Framsóknar og fulltrúi í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar