Sköpum umhverfi sem eykur atvinnuþátttöku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir skrifar 24. mars 2022 13:30 Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skoðun: Kosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinnumarkaður Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun frá því í febrúar sl. voru 10.211 einstaklingar í atvinnuleit. Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum eða 9,2% en um 5% á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Vinnuveitendur hafa nefnt að misjafnlega gengur að ráða í auglýst störf af ýmsum ástæðum en ég tel að við getum gert betur og haft áhrif á það með því að hugsa út fyrir kassann. Þegar við viljum að eitthvað breytist þá þurfum við að vera óhrædd að koma með hugmyndir að breyttu verklagi sem geta aukið virkni og minnkað atvinnuleysi. Fjölbreyttur hópur einstaklinga er í atvinnuleit með mismunandi styrkleika og þarfir. Margir vilja fara í fullt starf, einhverjir hlutastarf, aðrir hafa skerta starfsgetu og svo mætti áfram telja. Framsækið verklag sem virkaði Á Suðurnesjum hefur hlutfall atvinnuleitenda verið hærra en annars staðar á landinu um nokkurt skeið. Í heimsfaraldrinum fór atvinnuleysi um tíma í um 24% í Reykjanesbæ. Þá voru góð ráð dýr. Ákveðið var að þróa nýtt tímabundið verklag í gegnum átakið „Hefjum störf“ í sveitarfélaginu þar sem ráðinn var atvinnumiðlari sem á örfáum mánuðum aðstoðaði yfir hundrað manns að komast í vinnu. Sveitarfélagið hafði þannig frumkvæði að samvinnu við Vinnumálastofnun og atvinnulífið á svæðinu, hringt var í einstaklinga og fyrirtæki, komið á tengingum milli aðila út frá samtali um áhugasvið og hæfni og einstaklingum fylgt eftir í vinnu. Auk þess voru á annan tug einstaklinga sem hófu starfsendurhæfingu hjá VIRK og voru því komnir á réttan stað í kerfinu þar sem hægt er að byggja þá upp á nýjan leik. Til mikils að vinna Ég tel að með því að innleiða samvinnuverklag líkt og þetta og gera það að almennu verklagi munum við skapa umhverfi sem fjölgar tækifærum til atvinnuþátttöku og virkni. Virkni hefur gríðarleg áhrif á vellíðan og hefur jákvæð áhrif á sjálfsmynd svo það er til mikils að vinna. Við getum gert enn betur og ég velti fyrir mér hvort þau viðspyrnuúrræði sem stóðu til boða í heimsfaraldrinum hafi verið skammtímalausnir eða hvort þau voru í raun dulbúin tækifæri til innleiðingar á breyttu verklagi til framtíðar. Ég hvatti því félags- og vinnumarkaðsráðherra, í ræðu á Alþingi á dögunum, að kynna sér það verklag sem fór af stað í Reykjanesbæ. Það er einlæg von mín að Vinnumálastofnun, sveitarfélög og atvinnulífið taki höndum saman og efli samvinnu sína til framtíðar til að bjóða öllum þeim sem geta unnið vinnu. Höfundur er oddviti Framsóknar í Reykjanesbæ og varaþingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun