Mikilvægt að nýr formaður nái að lægja öldur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. mars 2022 12:01 Björn Snæbjörnsson er fráfarandi formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Nýr formaður starfsgreinasambandsins verður kosinn á þingi sambandsins sem hefst í dag. Fráfarandi formaður segir of mikið um deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. Þingið hefst klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og stendur fram á föstudaginn. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól og verður því kosið um nýjan formann á föstudaginn auk varaformanns og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Björn segir mikið um óþarfa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. „Það er bara hans hlutverk sem tekur við formennsku sambands á hverjum tíma. Hann verður að geta unnið með öllum og hlustað á alla þannig hann verður að vera málamiðlari og sáttasemjari innan sambandsins. Þetta eru nítján félög með mismunandi skoðanir og menn verða að vera starfinu vaxnir með það með því að ná sátt innan sambandsins.“ En hvers vegna eru svona miklar deilur innan verkalýðshreyfingarinnar? „Ég vil meina það að menn hafa mismunandi skoðanir en mér finnst menn meira vaða í manninn en málefnin og það er ekki gott.“ Björn vonast til þess að góðar umræður verði á þinginu um framtíð sambandsins. „Svo þegar þinginu lýkur þá eru menn komnir niður á ákveðin málefni því það er mikilsvert að við komumst sterk út úr þessu þingi því kjarasamningar eru lausir í haust og menn þurfa að vanda sig vel í undirbúningi að þeirri kröfugerð sem þar verður lögð fram.“ Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Þingið hefst klukkan 17 í Hofi á Akureyri í dag og stendur fram á föstudaginn. Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins lætur af störfum eftir tólf ár í formannsstól og verður því kosið um nýjan formann á föstudaginn auk varaformanns og framkvæmdarstjórnar sambandsins. Tveir hafa boðið sig fram til formanns. Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Björn segir mikið um óþarfa deilur innan verkalýðshreyfingarinnar og vonast til þess að nýr formaður leggi áherslu á að lægja öldur. „Það er bara hans hlutverk sem tekur við formennsku sambands á hverjum tíma. Hann verður að geta unnið með öllum og hlustað á alla þannig hann verður að vera málamiðlari og sáttasemjari innan sambandsins. Þetta eru nítján félög með mismunandi skoðanir og menn verða að vera starfinu vaxnir með það með því að ná sátt innan sambandsins.“ En hvers vegna eru svona miklar deilur innan verkalýðshreyfingarinnar? „Ég vil meina það að menn hafa mismunandi skoðanir en mér finnst menn meira vaða í manninn en málefnin og það er ekki gott.“ Björn vonast til þess að góðar umræður verði á þinginu um framtíð sambandsins. „Svo þegar þinginu lýkur þá eru menn komnir niður á ákveðin málefni því það er mikilsvert að við komumst sterk út úr þessu þingi því kjarasamningar eru lausir í haust og menn þurfa að vanda sig vel í undirbúningi að þeirri kröfugerð sem þar verður lögð fram.“
Stéttarfélög Tengdar fréttir Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34 Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Þórarinn býður sig fram til formennsku í Starfsgreinasambandinu Þórarinn G. Sverrisson, formaður Öldunnar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku í Starfsgreinasambandi Íslands. Björn Snæbjörnsson lætur af starfi formanns að loknu þingi sambandsins í lok mánaðar. 21. mars 2022 17:34
Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. 16. mars 2022 16:53