„Þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2022 11:01 Jón Daði Böðvarsson er með 62 A-landsleiki á ferilskránni og gæti bætt við tveimur leikjum á Spáni á næstu dögum. vísir/vilhelm Þegar Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, valdi sinn fyrsta landsliðshóp fyrir ári síðan voru níu leikmenn í hópnum sem spilað höfðu fleiri, og flestir mun fleiri, landsleiki en Jón Daði Böðvarsson. Núna er hann annar reynslumesti leikmaður liðsins. Jón Daði, sem núna á að baki 62 A-landsleiki, kom inn í landsliðið snemma á mesta gullskeiði í sögu þess og skoraði í 3-0 sigri gegn Tyrklandi í fyrsta leiknum á leiðinni að EM í Frakklandi 2016. Nú þegar margir liðsfélaga hans í gegnum árin eru ekki með – ýmist hættir, meiddir eða sæta lögreglurannsókn – er aðeins methafinn Birkir Bjarnason með fleiri landsleiki en Jón Daði í hópnum. Og Jón Daði er með gott forskot á þriðja mann á listanum, Arnór Ingva Traustason sem leikið hefur 43 landsleiki. Spennandi hæfileikar til framtíðar fyrir íslensku þjóðina „Þetta er alveg öðruvísi. Liðið er töluvert mikið breytt og það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi. Það eru ungir leikmenn komnir í þetta og þeir þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru. Um leið eru spennandi hæfileikar hérna, til framtíðar fyrir íslensku þjóðina,“ segir Jón Daði sem er með íslenska landsliðinu á Spáni þar sem það mætir Finnlandi á laugardaginn, og Spánverjum næsta þriðjudag. Þar er hann staddur eftir að hafa gert góða hluti með Bolton að undanförnu. Í íslenska landsliðshópnum núna er Ísak Bergmann, sem fagnar 19 ára afmæli í dag, yngstur. Alls eru átta leikmenn í hópnum 22 ára eða yngri, eins og Jón Daði var þegar hann stimplaði sig inn gegn Tyrkjum um árið. „Það er mjög mikilvægt fyrir alla að vita, og ég held að þeir viti það líka, að aldurinn er ekki allt en við erum líka að vinna í að þróa liðið og það tekur alltaf smátíma. Á sama tíma viljum við ná árangri sem allra fyrst og það er metnaðurinn sem maður finnur hjá öllum í hópnum núna,“ segir Jón Daði og tekur undir að það sé skrýtið að vera allt í einu næstleikjahæstur í landsliðinu. Jón Daði fagnar marki sínu gegn Austurríki á EM í Frakklandi sumarið eftirminnilega árið 2016. Þá var hann í hópi yngstu leikmanna liðsins.Getty/Clive Mason „Myndi helst vilja vera áfram 22 ára“ „Já, það er skrýtið. Ég man þegar maður kom í landsliðið í fyrsta sinn af alvöru, 22 ára gamall. Síðan er maður allt í einu að átta sig á því núna að maður er enn af reynslumeiri leikmönnunum. Ég myndi helst vilja vera áfram 22 ára en maður er það ekki lengur,“ segir Jón Daði léttur og bætir við: „Þetta er öðruvísi verkefni fyrir mann að tækla, en á jákvæðan hátt, og maður reynir að skila sinni reynslu áfram til strákanna og gera um leið sitt besta fyrir landsliðið eins og alltaf.“ Leikirnir við Finnland og Spán eru liður í undirbúningi Íslands fyrir leikina í Þjóðadeildinni í sumar en liðið mætir Ísrael og Albaníu í júní. „Það er mjög gott að fá þessa æfingaleiki til að „gela“ okkur meira saman sem lið. Við erum búnir að tala sérstaklega um hvað við getum betrumbætt frá síðasta ári og þetta er svona hægt og rólega allt í rétta átt held ég. Það eru hinir og þessir hlutir sem þarf að bæta í og gera betur. Þetta eru góðir mótherjar til að mæta. Spánn er auðvitað gríðarlega sterk og stór þjóð, og það eru alltaf skemmtilegustu leikirnir til að spila og fá jákvætt og erfitt próf. Þetta er bara spennandi,“ segir Jón Daði. Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira
Jón Daði, sem núna á að baki 62 A-landsleiki, kom inn í landsliðið snemma á mesta gullskeiði í sögu þess og skoraði í 3-0 sigri gegn Tyrklandi í fyrsta leiknum á leiðinni að EM í Frakklandi 2016. Nú þegar margir liðsfélaga hans í gegnum árin eru ekki með – ýmist hættir, meiddir eða sæta lögreglurannsókn – er aðeins methafinn Birkir Bjarnason með fleiri landsleiki en Jón Daði í hópnum. Og Jón Daði er með gott forskot á þriðja mann á listanum, Arnór Ingva Traustason sem leikið hefur 43 landsleiki. Spennandi hæfileikar til framtíðar fyrir íslensku þjóðina „Þetta er alveg öðruvísi. Liðið er töluvert mikið breytt og það eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi. Það eru ungir leikmenn komnir í þetta og þeir þurfa að sýna strax að þeir séu í þessu af alvöru. Um leið eru spennandi hæfileikar hérna, til framtíðar fyrir íslensku þjóðina,“ segir Jón Daði sem er með íslenska landsliðinu á Spáni þar sem það mætir Finnlandi á laugardaginn, og Spánverjum næsta þriðjudag. Þar er hann staddur eftir að hafa gert góða hluti með Bolton að undanförnu. Í íslenska landsliðshópnum núna er Ísak Bergmann, sem fagnar 19 ára afmæli í dag, yngstur. Alls eru átta leikmenn í hópnum 22 ára eða yngri, eins og Jón Daði var þegar hann stimplaði sig inn gegn Tyrkjum um árið. „Það er mjög mikilvægt fyrir alla að vita, og ég held að þeir viti það líka, að aldurinn er ekki allt en við erum líka að vinna í að þróa liðið og það tekur alltaf smátíma. Á sama tíma viljum við ná árangri sem allra fyrst og það er metnaðurinn sem maður finnur hjá öllum í hópnum núna,“ segir Jón Daði og tekur undir að það sé skrýtið að vera allt í einu næstleikjahæstur í landsliðinu. Jón Daði fagnar marki sínu gegn Austurríki á EM í Frakklandi sumarið eftirminnilega árið 2016. Þá var hann í hópi yngstu leikmanna liðsins.Getty/Clive Mason „Myndi helst vilja vera áfram 22 ára“ „Já, það er skrýtið. Ég man þegar maður kom í landsliðið í fyrsta sinn af alvöru, 22 ára gamall. Síðan er maður allt í einu að átta sig á því núna að maður er enn af reynslumeiri leikmönnunum. Ég myndi helst vilja vera áfram 22 ára en maður er það ekki lengur,“ segir Jón Daði léttur og bætir við: „Þetta er öðruvísi verkefni fyrir mann að tækla, en á jákvæðan hátt, og maður reynir að skila sinni reynslu áfram til strákanna og gera um leið sitt besta fyrir landsliðið eins og alltaf.“ Leikirnir við Finnland og Spán eru liður í undirbúningi Íslands fyrir leikina í Þjóðadeildinni í sumar en liðið mætir Ísrael og Albaníu í júní. „Það er mjög gott að fá þessa æfingaleiki til að „gela“ okkur meira saman sem lið. Við erum búnir að tala sérstaklega um hvað við getum betrumbætt frá síðasta ári og þetta er svona hægt og rólega allt í rétta átt held ég. Það eru hinir og þessir hlutir sem þarf að bæta í og gera betur. Þetta eru góðir mótherjar til að mæta. Spánn er auðvitað gríðarlega sterk og stór þjóð, og það eru alltaf skemmtilegustu leikirnir til að spila og fá jákvætt og erfitt próf. Þetta er bara spennandi,“ segir Jón Daði.
Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Sjá meira