Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 22. mars 2022 22:51 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að starfshópur sem hann skipaði hafi ekki séð sér fært að klára vinnu sína fyrir mánaðarmótin og því hafi frumvarpið verið tekið af dagskrá. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór yfir stöðu frumvarpsins í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður út í gagnrýni Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem lýsti yfir vonbrigðum vegna málsins. Halldóra sagði að svo virtist sem að það ætti að svæfa málið í nefnd. Að sögn Willums er ágreiningur um ýmis atriði tengd frumvarpinu sem þurfi að lagfæra og mun starfshópur sem hann skipaði vinna í því. Nýverið varð ljóst að þeirri vinnu yrði ekki lokið þegar að öll mál eiga að vera komin inn í þingið um næstu mánaðarmót. „Starfshópurinn treystir sér ekki til að klára þetta fyrir fyrsta apríl en við viljum vanda okkur og gera þetta vel og og bæta málið. Þannig ef að það tekst vel til þá reikna ég með því að ég komi með frumvarpið betrumbætt, sem á þá meiri möguleika og tekur betur utan um þennan viðkvæma hóp sem við sannarlega viljum gera, og það væri þá bara eitt af fyrstu málunum á haustþingi,“ segir Willum. Samráð verði haft við ýmsa aðila Hann segir að áhersla sé lögð á mjög breitt samráð innan starfshópsins, ekki síst við þá sem þekkja stöðu þessa viðkvæma hóps. Þá verður leitað í alþjóðlegt samráð og rætt við sérfræðinga sem hafa leitt svipaða vinnu í öðrum löndum. Einnig verður leitast við að hafa fulltrúa þeirra sem neyta vímuefna. „Þessi starfshópur er mjög fjölbreyttur og þar verða meðal annars fulltrúar frá Rauða krossinum, Frú Ragnheiði og fjölmörgum öðrum aðilum og það verður örugglega leitað til þeirra aðila, ég get fullyrt það,“ segir Willum en þar að auki verður verkefnið unnið í samvinnu við rannsóknarstofu í afbrotafræði sem býr yfir gögnum um þennan hóp. Willum var einnig spurður út í ágreining sem uppi hefur verið um hvort það eigi að koma á refsileysi fyrir vörslu fíkniefna eða að lögleiða fíkniefni. „Eins og hugmyndafræðin er í þessu að þá er það viðurkenning á þessu sem heilbrigðisvanda, við erum með sjúklinga í vanda og við viljum taka þannig utan um þennan hóp,“ sagði Willum og vísaði til refsileysis. Hann er þó fylgjandi því að fíkniefni verði gerð upptæk, finnist þau á fólki. „Ég held að það sé rétt nálgun. Nú ætla ég að leyfa hópnum að vinna sína vinnu og horfa betur inn í málið áður en ég fullyrði um það, en ég held að það sé nálgunin í þessu máli,“ segir Willum. Fíkn Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fór yfir stöðu frumvarpsins í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag og var þar spurður út í gagnrýni Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, sem lýsti yfir vonbrigðum vegna málsins. Halldóra sagði að svo virtist sem að það ætti að svæfa málið í nefnd. Að sögn Willums er ágreiningur um ýmis atriði tengd frumvarpinu sem þurfi að lagfæra og mun starfshópur sem hann skipaði vinna í því. Nýverið varð ljóst að þeirri vinnu yrði ekki lokið þegar að öll mál eiga að vera komin inn í þingið um næstu mánaðarmót. „Starfshópurinn treystir sér ekki til að klára þetta fyrir fyrsta apríl en við viljum vanda okkur og gera þetta vel og og bæta málið. Þannig ef að það tekst vel til þá reikna ég með því að ég komi með frumvarpið betrumbætt, sem á þá meiri möguleika og tekur betur utan um þennan viðkvæma hóp sem við sannarlega viljum gera, og það væri þá bara eitt af fyrstu málunum á haustþingi,“ segir Willum. Samráð verði haft við ýmsa aðila Hann segir að áhersla sé lögð á mjög breitt samráð innan starfshópsins, ekki síst við þá sem þekkja stöðu þessa viðkvæma hóps. Þá verður leitað í alþjóðlegt samráð og rætt við sérfræðinga sem hafa leitt svipaða vinnu í öðrum löndum. Einnig verður leitast við að hafa fulltrúa þeirra sem neyta vímuefna. „Þessi starfshópur er mjög fjölbreyttur og þar verða meðal annars fulltrúar frá Rauða krossinum, Frú Ragnheiði og fjölmörgum öðrum aðilum og það verður örugglega leitað til þeirra aðila, ég get fullyrt það,“ segir Willum en þar að auki verður verkefnið unnið í samvinnu við rannsóknarstofu í afbrotafræði sem býr yfir gögnum um þennan hóp. Willum var einnig spurður út í ágreining sem uppi hefur verið um hvort það eigi að koma á refsileysi fyrir vörslu fíkniefna eða að lögleiða fíkniefni. „Eins og hugmyndafræðin er í þessu að þá er það viðurkenning á þessu sem heilbrigðisvanda, við erum með sjúklinga í vanda og við viljum taka þannig utan um þennan hóp,“ sagði Willum og vísaði til refsileysis. Hann er þó fylgjandi því að fíkniefni verði gerð upptæk, finnist þau á fólki. „Ég held að það sé rétt nálgun. Nú ætla ég að leyfa hópnum að vinna sína vinnu og horfa betur inn í málið áður en ég fullyrði um það, en ég held að það sé nálgunin í þessu máli,“ segir Willum.
Fíkn Alþingi Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Fleiri fréttir Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Sjá meira
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09