Þrír undir þrítugu látist af völdum Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2022 16:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þótt dauðsföll vegna Covid-19 séu fleiri á undanförnum vikum en í fyrri bylgjum, er dánarhlutfall þeirra sem greinast lægra en í fyrri bylgjum í ljósi mikillar útbreiðslu Covid-19. Þrír einstaklingar undir þrítugu hafa látist af völdum Covid-19 og þar af eitt barn á þriðja aldursári. Bráðabirgðagögn sýna að dánartíðni vegna Covid-19 það sem af er árinu 2022 er 15 fyrir hverja 100 þúsund íbúa en var um eða undir 5 á hverja 100 þúsund í fyrri bylgjum. Embætti landlæknis Þetta segir sóttvarnalæknir en í fyrstu þremur bylgjum faraldursins létust um 0,5% af þeim sem greindust smitaðir. Eftir að delta afbrigðið varð allsráðandi sumarið 2021 og síðan ómikron afbrigðið frá desember 2021 hefur dánarhlutfallið verið 10 til 15 sinnum lægra eða um 0,03 til 0,04%. Að mati Þórólfs Guðnasonar má vafalaust þakka útbreiddum bólusetningum að stórum hluta fyrir þessa lækkun. Í samantekt sem birtist á vef embættis landlæknis kemur fram að flest andlát hafi orðið meðal einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti en það sé þó ekki algilt. Þáttur Covid-19 sýkinga í andlátunum geti því verið óljós í sumum tilvikum. 56 dauðsföll tilkynnt á þessu ári Frá upphafi faraldursins á Íslandi hafa 93 dauðsföll verið tilkynnt til sóttvarnalæknis sem tengjast sýkingu af völdum Covid-19. Á þessu ári hafa 56 dauðsföll verið tilkynnt sem Þórólfur segir afleiðingu mikillar útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Flest andlát hafi verið meðal 70 ára og eldri eða 47 talsins á þessu ári. Á sama tíma hafa þrír undir þrítugu látist og þar af eitt barn á þriðja aldursári. „Þegar skoðaður er heildarfjöldi allra dauðsfalla undanfarinna ára eftir vikum þá kemur í ljós að nokkur fjölgun varð á dauðsföllum í viku 3, 8 og 9 á þessu ári miðað við undanfarin ár einkum meðal 70 ára og eldri. Ekki er hægt að fullyrða að þessi aukning sé að öllu leyti vegna COVID-19. Fjöldi andláta hjá öldruðum helst í hendur við mikla útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu þ.á.m. meðal aldraðra. Hins vegar er ljóst að bólusetningar draga úr alvarlegum veikindum og þar með dauðsföllum,“ skrifar sóttvarnalæknir. Útbreiðsla og fjöldi Covid-19 sýkinga sé mun meiri nú en fyrri ár og þannig hafi smit náð til viðkvæmra hópa, til dæmis eldra fólks og þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eða eru á ónæmisbælandi lyfjum. Embætti landlæknis Gefið út skilgreiningu á Covid-andláti Aðeins þau andlát sem læknar meta að Covid-19 hafi valdið, stuðlað að eða á einhvern hátt átt þátt í andlátinu á að tilkynna til sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir sendi nýlega dreifibréf um skilgreiningu á andláti vegna Covid-19 til að auðvelda læknum að aðskilja tilvik þar sem dánarorsök var önnur þótt viðkomandi hafi nýlega haft Covid-19. Greint var frá því febrúar að Sjúkrahúsið á Akureyri hafi dregið til baka tilkynningu um að sjúklingur hafi látist þar af völdum Covid-19. Í leiðréttingunni sagði að í ljósi áðurnefndra skilgreininga landlæknisembættisins og yfirferðar sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19. Til að dauðsfall sé skilgreint vegna Covid-19 mega ekki líða meira en 28 dagar frá greiningu og ekki á að vera tímabil algjörs bata af Covid-19 á milli veikinda og andláts. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira
Bráðabirgðagögn sýna að dánartíðni vegna Covid-19 það sem af er árinu 2022 er 15 fyrir hverja 100 þúsund íbúa en var um eða undir 5 á hverja 100 þúsund í fyrri bylgjum. Embætti landlæknis Þetta segir sóttvarnalæknir en í fyrstu þremur bylgjum faraldursins létust um 0,5% af þeim sem greindust smitaðir. Eftir að delta afbrigðið varð allsráðandi sumarið 2021 og síðan ómikron afbrigðið frá desember 2021 hefur dánarhlutfallið verið 10 til 15 sinnum lægra eða um 0,03 til 0,04%. Að mati Þórólfs Guðnasonar má vafalaust þakka útbreiddum bólusetningum að stórum hluta fyrir þessa lækkun. Í samantekt sem birtist á vef embættis landlæknis kemur fram að flest andlát hafi orðið meðal einstaklinga með undirliggjandi áhættuþætti en það sé þó ekki algilt. Þáttur Covid-19 sýkinga í andlátunum geti því verið óljós í sumum tilvikum. 56 dauðsföll tilkynnt á þessu ári Frá upphafi faraldursins á Íslandi hafa 93 dauðsföll verið tilkynnt til sóttvarnalæknis sem tengjast sýkingu af völdum Covid-19. Á þessu ári hafa 56 dauðsföll verið tilkynnt sem Þórólfur segir afleiðingu mikillar útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Flest andlát hafi verið meðal 70 ára og eldri eða 47 talsins á þessu ári. Á sama tíma hafa þrír undir þrítugu látist og þar af eitt barn á þriðja aldursári. „Þegar skoðaður er heildarfjöldi allra dauðsfalla undanfarinna ára eftir vikum þá kemur í ljós að nokkur fjölgun varð á dauðsföllum í viku 3, 8 og 9 á þessu ári miðað við undanfarin ár einkum meðal 70 ára og eldri. Ekki er hægt að fullyrða að þessi aukning sé að öllu leyti vegna COVID-19. Fjöldi andláta hjá öldruðum helst í hendur við mikla útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu þ.á.m. meðal aldraðra. Hins vegar er ljóst að bólusetningar draga úr alvarlegum veikindum og þar með dauðsföllum,“ skrifar sóttvarnalæknir. Útbreiðsla og fjöldi Covid-19 sýkinga sé mun meiri nú en fyrri ár og þannig hafi smit náð til viðkvæmra hópa, til dæmis eldra fólks og þeirra sem hafa undirliggjandi sjúkdóma eða eru á ónæmisbælandi lyfjum. Embætti landlæknis Gefið út skilgreiningu á Covid-andláti Aðeins þau andlát sem læknar meta að Covid-19 hafi valdið, stuðlað að eða á einhvern hátt átt þátt í andlátinu á að tilkynna til sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir sendi nýlega dreifibréf um skilgreiningu á andláti vegna Covid-19 til að auðvelda læknum að aðskilja tilvik þar sem dánarorsök var önnur þótt viðkomandi hafi nýlega haft Covid-19. Greint var frá því febrúar að Sjúkrahúsið á Akureyri hafi dregið til baka tilkynningu um að sjúklingur hafi látist þar af völdum Covid-19. Í leiðréttingunni sagði að í ljósi áðurnefndra skilgreininga landlæknisembættisins og yfirferðar sjúkraskrárgagna í framhaldi af því hafi stjórnendur komist að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að skilgreina dauðsfallið sem andlát af völdum Covid-19. Til að dauðsfall sé skilgreint vegna Covid-19 mega ekki líða meira en 28 dagar frá greiningu og ekki á að vera tímabil algjörs bata af Covid-19 á milli veikinda og andláts.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Fleiri fréttir Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Sjá meira