Að halda sig hafa vit fyrir heilli þjóð Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar 22. mars 2022 14:30 Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. Þetta svar Katrínar er uppsuða af aumri afsökun Bjarna Benediktssonar fyrir því að hafa svikið loforð sem hann gaf kjósendum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál fyrir kosningar 2013, þar sem hann talaði um “pólitískan ómöguleika.” Sá ómöguleiki fólst í því að hann og formaður Framsóknarflokksins voru á móti ESB-aðild og þar af leiðandi ómögulegt að standa við gefin loforð um að leyfa einhverju jafn ómerkilegu og þjóðarvilja að ráða för í þessu risavaxna hagsmunamáli allrar þjóðarinnar. Svar Katrínar er sérstaklega áhugavert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en áratug segjast fleiri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu en andvígir í könnun Gallup og vegna þess að Katrín Jakobsdóttir og flestir stjórnarþingmenn (ef ekki allir) eru mótfallnir aðild. Þau Katrín og Bjarni eru því þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslur séu einungis nothæfar og framkvæmanlegar ef meirihluti þjóðarinnar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Svar Katrínar í dag staðfestir þá afstöðu hennar að séu hún og samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn ósammála þjóðinni, þá sé alveg ástæðulaust að spyrja hana álits. Raunar hefur Bjarni gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru viðhorfsbreytingu gagnvart aðild að ESB “ósmekklega” vegna stríðsástands í Evrópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjósenda til þess að styrkja samstarf Íslands við önnur friðelskandi ríki í álfunni. Við Píratar lítum hins vegar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós gagnvart áframhaldandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þess vegna höfum við, í samvinnu við Samfylkingu og Viðreisn, lagt fram tillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB fyrir lok árs. Sé afstaða kjósenda sú að taka skuli þráðinn upp að nýju þá skal það gert, algjörlega óháð því hvað einstökum þingmönnum eða flokkum finnst um þá afstöðu. Að sjálfsögðu þarf að efna til opinnar, fræðandi og málefnalegrar umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, til þess að kjósendur geti tekið upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun. Verði niðurstaða þjóðarinnar sú að sækjast ekki eftir aðild eftir þá umræðu verður pólitíski ómöguleikinn að lýðræðislegum ómöguleika, sem mark væri á takandi. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Píratar Alþingi Utanríkismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Það var áhugavert að heyra svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. Aðspurð hvort hún styddi að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálfsagt að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu - en bara ef fyrir lægi augljós meirihluti meðal þingmanna fyrir aðild að sambandinu. Þetta svar Katrínar er uppsuða af aumri afsökun Bjarna Benediktssonar fyrir því að hafa svikið loforð sem hann gaf kjósendum sínum um þjóðaratkvæðagreiðslu um sama mál fyrir kosningar 2013, þar sem hann talaði um “pólitískan ómöguleika.” Sá ómöguleiki fólst í því að hann og formaður Framsóknarflokksins voru á móti ESB-aðild og þar af leiðandi ómögulegt að standa við gefin loforð um að leyfa einhverju jafn ómerkilegu og þjóðarvilja að ráða för í þessu risavaxna hagsmunamáli allrar þjóðarinnar. Svar Katrínar er sérstaklega áhugavert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en áratug segjast fleiri fylgjandi aðild að Evrópusambandinu en andvígir í könnun Gallup og vegna þess að Katrín Jakobsdóttir og flestir stjórnarþingmenn (ef ekki allir) eru mótfallnir aðild. Þau Katrín og Bjarni eru því þeirrar skoðunar að þjóðaratkvæðagreiðslur séu einungis nothæfar og framkvæmanlegar ef meirihluti þjóðarinnar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Svar Katrínar í dag staðfestir þá afstöðu hennar að séu hún og samstarfsfólk hennar í ríkisstjórn ósammála þjóðinni, þá sé alveg ástæðulaust að spyrja hana álits. Raunar hefur Bjarni gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru viðhorfsbreytingu gagnvart aðild að ESB “ósmekklega” vegna stríðsástands í Evrópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjósenda til þess að styrkja samstarf Íslands við önnur friðelskandi ríki í álfunni. Við Píratar lítum hins vegar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós gagnvart áframhaldandi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þess vegna höfum við, í samvinnu við Samfylkingu og Viðreisn, lagt fram tillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB fyrir lok árs. Sé afstaða kjósenda sú að taka skuli þráðinn upp að nýju þá skal það gert, algjörlega óháð því hvað einstökum þingmönnum eða flokkum finnst um þá afstöðu. Að sjálfsögðu þarf að efna til opinnar, fræðandi og málefnalegrar umræðu um kosti og galla Evrópusambandsaðildar í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar, til þess að kjósendur geti tekið upplýsta og vel ígrundaða ákvörðun. Verði niðurstaða þjóðarinnar sú að sækjast ekki eftir aðild eftir þá umræðu verður pólitíski ómöguleikinn að lýðræðislegum ómöguleika, sem mark væri á takandi. Höfundur er þingmaður Pírata.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun