Landspítalinn er hefur verið á neyðarstigi frá því skömmu fyrir áramót, en stefnt er að því að áætlun liggi fyrir öðru hvoru megin við helgina.
Þetta kemur fram á vef Landspítalans. Þar segir ennfremur að 72 sjúklingar séu nú inniliggjandi með COVID-19 á Landspítala.
„64 eru í einangrun með virkt smit. Á gjörgæslu eru 4 sjúklingar, einn þeirra í öndunarvél og 3 í einangrun, 6 börn eru inniliggjandi.
Í gær bættust 14 manns í hópinn og jafnmargir fóru úr honum. Á COVID deildum bíða margir sjúklingar sem lokið hafa einangrun flutnings í önnur úrræði,“ segir í tilkynningunni.