Baunar á eina félagið sem ekki leyfir konunum að spila á aðalleikvanginum Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2022 15:30 Real Madrid og Breiðablik mættust á Alfredo Di Stefano vellinum í Madrid í haust, í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þar sem Real vann öruggan 5-0 sigur. Getty/Denis Doyle Bandaríska knattspyrnukonan Ella Masar furðar sig á því að spænska stórveldið Real Madrid skuli ekki veita kvennaliði sínu tækifæri til að spila á Santiago Bernabéu eins og karlaliðið gerir, nú þegar ærið tilefni virðist til þess. Masar er unnusta hinnar þýsku Babett Peter sem leikur með Real Madrid. Sjálf hefur Masar lagt skóna á hilluna og er orðin aðstoðarþjálfari hjá KC Current í Bandaríkjunu, eftir að hafa fætt son þeirra Peter árið 2020. Masar bendir á það á Twitter að nú þegar átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna séu að hefjast ætli aðeins eitt félag ekki að láta heimaleik sinn fara fram á sínum stærsta leikvangi. Átta liða úrslitin: Bayern - PSG Real Madrid - Barcelona Juventus - Lyon Arsenal - Wolfsburg Fram undan eru sannkallaðir stórleikir og sjö af átta liðum nýta tækifærið til að fá fleiri áhorfendur á völlinn, þó að þau spili vanalega á minni leikvöngum. Þannig ætlar Barcelona til að mynda að spila heimaleik sinn við Real Madrid á Camp Nou. Allir 85.000 miðarnir seldust upp á þremur dögum. Real Madrid er eina liðið sem ekki gerir þetta heldur spilar heimaleik sinn við Barcelona á morgun á Alfredo Di Stéfano, líkt og vanalega. Þar spilaði liðið einmitt gegn Breiðabliki í riðlakeppninni síðasta haust. And last one there is only ONE team, on this list, who doesn t get to play in the mens stadium only ONE I ll let you guess which one?!? #UWCL #theydeserveit #biggeststage #setthebar #realmadridfem pic.twitter.com/TYxX4065SM— Ella Masar (@emasar3) March 21, 2022 Masar veltir því fyrir sér hver sé eiginlega ástæðan fyrir því að Real Madrid skuli ekki nýta Santiago Bernabéu fyrir stórleikinn við Barcelona: „Bara svo að við séum öll á sömu blaðsíðu. Kvennalið Real Madrid má EKKI spila á Bernabéu, að mati einhverra stuðningsmanna, af því að þeir myndu skammast sín?! Eða ég skil ekki hvernig þær eiga það ekki jafnmikið skilið og karlaliðið!?“ skrifaði Masar á Twitter, minnti á að hún væri gallharður stuðningsmaður Real Madrid en bætti við að það þýddi að hún styddi við öll lið félagsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Masar er unnusta hinnar þýsku Babett Peter sem leikur með Real Madrid. Sjálf hefur Masar lagt skóna á hilluna og er orðin aðstoðarþjálfari hjá KC Current í Bandaríkjunu, eftir að hafa fætt son þeirra Peter árið 2020. Masar bendir á það á Twitter að nú þegar átta liða úrslitin í Meistaradeild kvenna séu að hefjast ætli aðeins eitt félag ekki að láta heimaleik sinn fara fram á sínum stærsta leikvangi. Átta liða úrslitin: Bayern - PSG Real Madrid - Barcelona Juventus - Lyon Arsenal - Wolfsburg Fram undan eru sannkallaðir stórleikir og sjö af átta liðum nýta tækifærið til að fá fleiri áhorfendur á völlinn, þó að þau spili vanalega á minni leikvöngum. Þannig ætlar Barcelona til að mynda að spila heimaleik sinn við Real Madrid á Camp Nou. Allir 85.000 miðarnir seldust upp á þremur dögum. Real Madrid er eina liðið sem ekki gerir þetta heldur spilar heimaleik sinn við Barcelona á morgun á Alfredo Di Stéfano, líkt og vanalega. Þar spilaði liðið einmitt gegn Breiðabliki í riðlakeppninni síðasta haust. And last one there is only ONE team, on this list, who doesn t get to play in the mens stadium only ONE I ll let you guess which one?!? #UWCL #theydeserveit #biggeststage #setthebar #realmadridfem pic.twitter.com/TYxX4065SM— Ella Masar (@emasar3) March 21, 2022 Masar veltir því fyrir sér hver sé eiginlega ástæðan fyrir því að Real Madrid skuli ekki nýta Santiago Bernabéu fyrir stórleikinn við Barcelona: „Bara svo að við séum öll á sömu blaðsíðu. Kvennalið Real Madrid má EKKI spila á Bernabéu, að mati einhverra stuðningsmanna, af því að þeir myndu skammast sín?! Eða ég skil ekki hvernig þær eiga það ekki jafnmikið skilið og karlaliðið!?“ skrifaði Masar á Twitter, minnti á að hún væri gallharður stuðningsmaður Real Madrid en bætti við að það þýddi að hún styddi við öll lið félagsins.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira