Stórslys í laxeldi engum að kenna Elvar Örn Friðriksson skrifar 19. mars 2022 13:01 Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Umhverfismál Lax Elvar Örn Friðriksson Tengdar fréttir Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Í vikunni gaf Matvælastofnun (MAST) út yfirlýsingu þar sem taldar voru upp ástæður fyrir þeim gríðarlega laxadauða sem hefur átt sér stað í Dýrafirði undanfarið. Laxadauðinn er sá mesti frá upphafi á Íslandi og kemur hann í kjölfar ársins 2021 sem var metár í laxadauða í sjókvíaeldi. Þetta vafasama met hljóðaði upp á ríflega 3 milljónir eldislaxa. MAST hefur, eða á að hafa,eftirlit með starfsemi sjókvíaeldis en þrátt fyrir þessi gríðarlegu afföll, stóraukningu í laxalús, aukna eiturefnanotkun og myndefni af dauðum botni í Dýrafirði telur MAST að allt sé með felldu. Hvað þarf eiginlega að gerast til að MAST telji að ekki sé allt með felldu? Skoðum aðeins nokkur dæmi frá síðustu tveimur árum. Í febrúar 2020 drápust yfir 90.000 laxar hjá Arnarlaxi og þá kom MAST með þá yfirlýsingu að fyrirtækið hefði hemil á ástandinu. Í júní 2021 drápust um 400.000 laxar í sjókvíum við Ísland, MAST hélt því fram að það væri engin ein skýring á þessu, heldur sitt lítið af hverju. Ekki var dauði dýranna flokkaður sem óeðlilegur eða eitthvað sem þyrfti að rannsaka frekar. Í ágúst 2021 birtist myndefni sem Veiga Grétarsdóttir tók af illa sködduðum löxum í íslenskum sjókvíum. MAST brást við með því að taka undir með sjókvíaeldisfyrirtækjum og saka Veigu um brot á sóttvarnarreglum. Enn þótt ekki ástæða til þess að athuga hvort allt væri með felldu. Nú seinast drápust um 500.000 laxar í kvíum Arctic Fish í Dýrafirði og MAST bregst við á sama hátt og áður. Þetta er ekki fyrirtækjunum eða eldisaðferðinni að kenna. Þessi fullkomna meðvirkni „eftirlitsaðila“ með mengangi iðnaði er óásættanleg. MAST á að hafa óháð eftirlit með þessari starfsemi sem er mjög umdeild og meirihluti þjóðarinnar lítur neikvæðum augum (könnun Gallup frá september, 2021). Það er löngu sannað að sjókvíaeldi hefur neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika, lúsameðferð hefur neikvæð áhrif á önnur skeldýr, laxalús drepur sjógönguseiði villtra fiska, eldislaxar sleppa og hrygna með villtum löxum og úrgangurinn streymir óhindrað út í hreina firði og drepur botnlífið. Hlutlaust og strangt eftirlit er nauðsynlegt og það er réttur fólks að fá að vita hvaða áhrif þetta hefur á náttúruna. Hlutverk MAST er ekki að vernda ímynd mengandi sjókvíaeldisfyrirtækja eða hlaupa undir bagga með þeim. Það er enginn annar iðnaður sem MAST hefur eftirlit með sem kemst upp með það að milljónir dýra í þeirra haldi drepist án þess að það hafi afleiðingar. Það versta er að þetta mun gerast aftur og aftur. Það er eðli sjókvíaeldis. Áður en við vitum verða firðir dauðir, margar milljónir eldislaxa dauðir og villtur lax kominn í útrýmingarhættu. Verður laxeldinu ekki heldur um að kenna þá? Eða verður kannski MAST bara kennt um? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Laxadauða í Dýrafirði megi rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta Dauða meira en 2.400 tonna af laxi laxeldisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði má rekja til ýmissa utanaðkomandi þátta, þar á meðal stærðar fiskanna, krónískrar hjarta- og vöðvabólgu og lágs sjávarhita. 18. mars 2022 08:34
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar