Framtíð félagsmanna VM verður björt Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar 19. mars 2022 07:01 Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Helgi Þórarinsson Stéttarfélög Tengdar fréttir Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Enn skellir Guðmundur Ragnarsson mótframbjóðandi minn í formannskosningu VM fram ósannindum í kosningabaráttu sinni. Ég ætla að leiðrétta hann og vona í framhaldinu að hann hætti að fara fram með þessum hætti. Guðmundur Ragnarsson segir að verið sé að sameina félagið. Þetta er rangt við erum að auka samvinnu iðnaðarmannafélaganna á Stórhöfða. Félögin halda sínu sjálfstæði, reka sína sjóði áfram og hafa samningsumboðið hjá sér. Þetta er alveg skýrt. Guðmundur Ragnarsson segir að það þurfi að fara í mikla undirbúningsvinnu og fækka félögum fyrst. FIT og Félag hársnyrtisveina sameinuðust í eitt félag í framhaldi viðræðna þeirra á milli var það liður í undirbúningi þeirra félaga og með samþykki þeirra félagsmanna. Þetta myndi mótframbjóðandi minn vita ef hann myndi eyða tíma í að kynna sér málin í stað þess að henda fram blekkingum. Ég tala fyrir samvinnu og að við eigum öll félögin að vinna saman. Í nýjustu grein sinni ræðst Guðmundur Ragnarsson ekki aðeins á mig, heldur einnig á FIT, sem er félag iðn og tæknimenntaðra. Ég bið hann hér með að hætta því, hann segir að FIT undirbjóði VM í félagsgjöldum og gerir að því skóna að ekki sé allt með feldu í því félagi. Þetta sínir muninn á milli okkar, ég ætla ekki að ráðast á félaga mína í öðrum félögum, FIT er fínt félag og hefur formann með mikla reynslu. Endurskoðendur fara yfir reikningana hjá FIT eins og öðrum stéttarfélögum og engar vísbendingar um að ekki sé allt með felldu hjá þeim. Við ættum alltaf að koma saman sem ein heild - ekki að rífa hvort annað niður. Guðmundur Ragnarsson segir líka að búið sé að flytja fjóra starfsmenn VM til Fagfélaganna, þetta er rangt. Það sem rétt er að tveir starfsmenn VM eru nú á launaskrá hjá Fagfélögunum og vinna áfram fyrir VM en líka önnur félög í húsinu. Einnig er ýjað að því í greininni að jafnvel eigi að sameina einhverja sjóði, það er rangt það hefur aldrei komið til tals og verður ekki gert á meðan ég er formaður VM. Tillaga um samvinnu hefur farið fyrir stjórn félagsins og fyrir fulltrúaráð félagsins. Bæði stjórn og fulltrúaráð samþykktu að auka samvinnu félagsins við önnur félög. Mín bjargfasta trú er sú að samvinnan mun gera VM að betra félagi fyrir okkar félagsmenn og að rödd okkar verði sterkari. Ég er viss um að 20 þúsund manna þrýstihópur hafi meira að segja um hlutina en 3500 manna hópur. Það er fínt að fá að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Í raun virðist svo vera að mótframbjóðandi minn boði að VM eigi ekki að vinna með öðrum og eigi að einangra sig. Hann notar kosningabaráttu sína til að rífa niður fólk og félög en talar aldrei um hvað hann ætlar að gera í staðinn. Sú hugmyndarfræði virkar ekki lengur. Þetta er hugmyndafræði manna sem töldu að þeir væru ómissandi. Launafólk þarf að standa saman og við gerum það með samvinnu og samtali. Ekki niðurrifi og bakstungum við verðum alltaf sterkari saman. Höfundur er formaður VM.
Hver verður framtíð VM? Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. 18. mars 2022 12:00
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun