Vilhjálmur boðar hallarbyltingu innan verkalýðshreyfingarinnar Jakob Bjarnar skrifar 16. mars 2022 16:53 Vilhjálmur Birgisson segir að Drífu sé ekki stætt lengur sem forseti ASÍ. Vilhjálmur auk Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Ragnars Þórs Ingólfssonar, hafa sótt mjög að Drífu forseta ASÍ að undanförnu. vísir/vilhelm Þremenningarnir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar hafa sótt hart að Drífu Snædal formanni ASÍ að undanförnu. Ljóst virðist að þau munu sameiginlega róa að því öllum árum að hún nái ekki kjöri í haust á aðalfundi ASÍ. „Ómerkileg heitin í Drífu Snædal forseta ASÍ ná nýjum botni í þessari grein,“ segir Vilhjálmur meðal annars í herskárri grein sem hann birti nýverið á Vísi. En þar svarar hann svargrein Drífu sem hún skrifaði til að svara ásökunum sem Ragnar Þór hafði sett fram. Sakar Drífu um að vilja bregða fyrir sig fæti á leið í formannsstól SGS Vilhjálmur telur einsýnt að í grein Drífu, þar sem hún segist reyndar þeirrar skoðunar að launafólk á Íslandi eigi rétt á því að forysta verkalýðshreyfingarinnar komi sameinuð fram en hún eigi engan kost annan en svara því sem hún segir rangfærslur í máli bæði Vilhjálms og Ragnars Þórs, vilji Drífa koma á sig höggi vegna komandi þingi Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður í næstu viku, dagana 23. – 25. mars 2022 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Frá formannafundi ASÍ 2019. Vilhjálmur sagði sig frá embætti 1. varaforseta, dró þá afsögn sína til baka en þá var búið að ganga frá brotthvarfi hans. Vilhjálmur segir Drífu hafa dansað stríðsdans enda hefði hún viljað losna við Vilhjálm og Ragnar Þór úr stjórn.vísir/vilhelm. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins en þar eru línurnar í kjaramálum og starfsemi og þýðingarmikil mál tekin til umfjöllunar. SGS er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, með samtals um 72.000 félagsmenn. Lykilatriði er fyrir ASÍ hvernig mál skipast þar en Vilhjálmur sækist eftir formennsku. Sólveig Anna segir sitjandi stjórn Eflingar neita að láta af völdum Sólveig Anna hefur farið fram á að stjórnarskiptum verði flýtt innan Eflingar, og er ástæða þess meðal annars talin að það sé svo hún geti beitt sér á þingi SGS. Sitjandi stjórn Eflingar hefur hins vegar staðið í vegi fyrir því, að sögn Sólveigar Önnu: Í stað þess að halda aðalfund í gær og sýna lýðræðislegum vilja félagsfólks Eflingar þá virðingu sem formanni og varaformanni Eflingar ber að sýna, hélt starfandi formaður aukastjórnarfund, að sögn Sólveigar Önnu í pistli á Facebook-síðu sinni. Sitjandi stjórn getur ekki „virt niðurstöður kosninga félagsfólks um það hver eigi að stýra félaginu, hún getur ekki sætt sig við að hún og hennar fólk hafi tapað.“ Sólveig er ósátt við að ASÍ skuli ekki beita sér í málinu þannig að ný stjórn geti tekið við. Segir tíma Drífu liðinn Óhætt er að segja að Vilhjálmi sé heitt í hamsi í grein sinni. Hann sakar Drífu um hálfsannleik, ómerkilegheit og boðar að dagar hennar sem forseti ASÍ séu liðnir: „Málið er að hennar tími sem forseti ASÍ er liðinn enda nýtur hún ekki lengur að mínu mati stuðnings stéttarfélaga sem fara með upp undir 70% af ASÍ. Þetta eru blákaldar staðreyndir og ljóst að á þingi ASÍ í haust mun verða kosinn nýr forseti,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Formannskjör í VR Tengdar fréttir Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. 16. mars 2022 13:31 Átökin í verkalýðshreyfingunni Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. 16. mars 2022 08:01 Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13. mars 2022 15:05 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
„Ómerkileg heitin í Drífu Snædal forseta ASÍ ná nýjum botni í þessari grein,“ segir Vilhjálmur meðal annars í herskárri grein sem hann birti nýverið á Vísi. En þar svarar hann svargrein Drífu sem hún skrifaði til að svara ásökunum sem Ragnar Þór hafði sett fram. Sakar Drífu um að vilja bregða fyrir sig fæti á leið í formannsstól SGS Vilhjálmur telur einsýnt að í grein Drífu, þar sem hún segist reyndar þeirrar skoðunar að launafólk á Íslandi eigi rétt á því að forysta verkalýðshreyfingarinnar komi sameinuð fram en hún eigi engan kost annan en svara því sem hún segir rangfærslur í máli bæði Vilhjálms og Ragnars Þórs, vilji Drífa koma á sig höggi vegna komandi þingi Starfsgreinasambands Íslands sem haldið verður í næstu viku, dagana 23. – 25. mars 2022 í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Frá formannafundi ASÍ 2019. Vilhjálmur sagði sig frá embætti 1. varaforseta, dró þá afsögn sína til baka en þá var búið að ganga frá brotthvarfi hans. Vilhjálmur segir Drífu hafa dansað stríðsdans enda hefði hún viljað losna við Vilhjálm og Ragnar Þór úr stjórn.vísir/vilhelm. Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins en þar eru línurnar í kjaramálum og starfsemi og þýðingarmikil mál tekin til umfjöllunar. SGS er fjölmennasta landssamband launafólks á Íslandi og stærsta landssambandið innan ASÍ, með samtals um 72.000 félagsmenn. Lykilatriði er fyrir ASÍ hvernig mál skipast þar en Vilhjálmur sækist eftir formennsku. Sólveig Anna segir sitjandi stjórn Eflingar neita að láta af völdum Sólveig Anna hefur farið fram á að stjórnarskiptum verði flýtt innan Eflingar, og er ástæða þess meðal annars talin að það sé svo hún geti beitt sér á þingi SGS. Sitjandi stjórn Eflingar hefur hins vegar staðið í vegi fyrir því, að sögn Sólveigar Önnu: Í stað þess að halda aðalfund í gær og sýna lýðræðislegum vilja félagsfólks Eflingar þá virðingu sem formanni og varaformanni Eflingar ber að sýna, hélt starfandi formaður aukastjórnarfund, að sögn Sólveigar Önnu í pistli á Facebook-síðu sinni. Sitjandi stjórn getur ekki „virt niðurstöður kosninga félagsfólks um það hver eigi að stýra félaginu, hún getur ekki sætt sig við að hún og hennar fólk hafi tapað.“ Sólveig er ósátt við að ASÍ skuli ekki beita sér í málinu þannig að ný stjórn geti tekið við. Segir tíma Drífu liðinn Óhætt er að segja að Vilhjálmi sé heitt í hamsi í grein sinni. Hann sakar Drífu um hálfsannleik, ómerkilegheit og boðar að dagar hennar sem forseti ASÍ séu liðnir: „Málið er að hennar tími sem forseti ASÍ er liðinn enda nýtur hún ekki lengur að mínu mati stuðnings stéttarfélaga sem fara með upp undir 70% af ASÍ. Þetta eru blákaldar staðreyndir og ljóst að á þingi ASÍ í haust mun verða kosinn nýr forseti,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Formannskjör í VR Tengdar fréttir Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. 16. mars 2022 13:31 Átökin í verkalýðshreyfingunni Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. 16. mars 2022 08:01 Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13. mars 2022 15:05 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Forseti ASÍ vildi frysta launahækkanir Það er greinilegt að örvænting Drífu Snædal forseta ASÍ er algjör en í þessari grein sem ber heitið „Átökin í verkalýðshreyfingunni“ er sannleikurinn og staðreyndir algjört aukaatriði. 16. mars 2022 13:31
Átökin í verkalýðshreyfingunni Þegar ég tók við embætti forseta ASÍ haustið 2018 einsetti ég mér að forðast fram í lengstu lög að munnhöggvast við félaga mína opinberlega. Ég taldi – og tel enn – að leiða ætti ágreining til lykta innan lýðræðislegra stofnanna hreyfingarinnar. 16. mars 2022 08:01
Segir Drífu hafa mistekist og spyr hvort ASÍ sé barn síns tíma Formaður VR segir forseta Alþýðusambandsins hafa mistekist að sætta sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar þar sem hann segir eitraða menningu hafa þrifist í langan tíma. Hann segir mögulegt að ASÍ sé barn síns tíma og að verkalýðshreyfingin þurfi að endurhugsa aðkomu sína að sambandinu. 13. mars 2022 15:05