Eru foreldrar vannýtt auðlind í íslensku skólakerfi? Arnar Ævarsson skrifar 16. mars 2022 16:00 Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Nú sígur á seinni hluta þessa skólaárs og eflaust margir farnir að hugsa til vorsins með betri tíð og blóm í haga. Undanfarin tvö ár hafa verið krefjandi, svo ekki sé meira sagt, þar sem skólasamfélagið allt hefur þurft að aðlaga sig að síbreytilegum aðstæðum og finna skapandi lausnir í skólastarfinu. Það hefur tekist vel til á mörgum sviðum og eiga allir hrós skilið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Það er margt sem heimsfaraldur dregur fram m.a. veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri. Viðbrögðin núna eru þau sem stýra hvort og hvernig við komum til með að vaxa eftir þessa áskorun sem heild, skólasamfélagið, starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar. Þátttaka foreldra skiptir máli Foreldrastarf hefur ekki farið varhluta af þessum áskorunum og víða hefur verið erfitt eða jafnvel ómögulegt að halda uppi virku foreldrastarfi, þó víða hafi verið reynt hvað hægt var. Skólar voru lokaðir lengi vel fyrir öðrum en starfsfólki og nemendum og eðlilega skapaði það ákveðna fjarlægð milli hagaðila, þ.m.t. foreldra og skóla, aðila sem eru hvað mikilvægastir er kemur að því að stuðla að velferð nemenda. Rannsóknir sýna að foreldrar eru auðlind fyrir skólastarf og áhrifin af markvissu samstarfi þar sem skólinn og foreldrar vinna þétt saman eru veruleg og skipta sköpum. Jákvæð áhrif má sjá í betri skólabrag, betri líðan nemenda, betri námsárangri og ekki síður eru áhrifin jákvæð á starf kennara. Samstarf kennara og foreldra - skóla og heimila - á að vera næring fyrir alla og liðka fyrir góðu skólastarfi með fjölbreyttum hætti. Það að skólinn taki foreldrum sem samstarfsaðilum með það sameiginlega markmið að stuðla að betra umhverfi fyrir nemendur skiptir meginmáli. Það að vinna markvisst að þátttöku foreldra leiðir af sér ákveðna skuldbindingu foreldra gangvart námi barnanna og það skilar sér í betri líðan og árangri nemenda. Endurreisnin er ábyrgð okkar allra Endurreisn foreldrafélaga er brýnt verkefni og í því ljósi þá erum við hjá Heimili og skóla að fara af stað með átak til að virkja starf foreldrafélaga um allt land á nýjan leik. Svo að vel takist til er mikilvægt að skólasamfélagið sem heild komi þar að, allir hafa hlutverk. Hlutverk skólastjórnenda og kennara vegur þungt í þessu verkefni. Án aðkomu og stuðnings þeirra má vænta þess að endurreisn foreldrafélaga verði erfið og sú mikilvæga auðlind sem foreldrar eru fyrir skólastarf fer út um gluggann á kostnað framgangs nemenda, það má hreinlega ekki. Í grunnskólalögum og aðalnámskrá er skýrt dregin fram sú ábyrgð sem skólastjórnendur og kennarar hafa að halda uppi virku samstarfi við foreldra. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og að félagið fái aðstoð eftir þörfum eins og segir í 9. gr. grunnskólalaga. Staða og virkni foreldrafélaga víða um land er með þeim hætti nú að við þurfum öll að taka höndum saman. Þessari stöðu fylgja þó tækifæri sem er mikilvægt að horfa til. Í allri endurreisn gefst tækifæri til að bæta það sem vantaði áður, að forma samstarf foreldra og skóla með markvissum hætti, setja markmið og skapa sýn, skilgreina hver á hvaða hlutverk og móta samskiptaleiðir svo dæmi séu tekin. Allt þetta styrkir og eflir skólasamfélagið. Stuðningur til staðar Við hjá Heimili og skóla – landssamtökum foreldra veitum allan þann stuðning sem til þarf fyrir foreldrafélög, foreldra og ekki síður skólastjórnendur og kennara til að efla foreldrastarf og styrkja samstarf heimila og skóla. Við bjóðum upp á fræðslu um leiðir og ávinning sem skapast af öflugu samstarfi, góðum ráðum um skipulag og utanumhald foreldrastarfs. Við veitum ráðgjöf til skólastjórnenda og fagfólks varðandi leiðir, áskoranir, ávinning og tækifæri í samstarfi við foreldra. Það er von okkar og trú að sameiginlega náum við enn lengra og sú auðlind sem gott samstarf foreldra og skóla er varðandi velferð nemenda sé nýtt að fullu, börnin okkar eiga þann rétt að svo sé gert. Vinnum saman með allar auðlindir til að gera skólastarf betra fyrir börnin. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – landssamtaka foreldra.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun