Stuðningsmönnum Chelsea varð þó brugðið eftir rúmlega hálftíma leik.
Burak Yilmaz kom Lille þá yfir á 38. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Christian Pulisic tókst þó að jafna leikinn fyrir Chelsea á þriðju mínútu uppbótatíma fyrri hálfleiks. Cesar Azpilicueta skoraði svo sigurmark leiksins á 71. mínútu og þar við sat.
Chelsea fer því áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar.