Ný eldflaug sögð hafa sprungið í loft upp yfir Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2022 09:41 Fólk í Suður-Kóreu fylgist með fréttum af eldflaugaskotinu misheppnaða. AP/Lee Jin-man Nýtt eldflaugaskot frá Norður-Kóreu virðist hafa misheppnast í morgun og er eldflaugin sögð hafa sprungið í loft upp. Talið er að um sé að ræða eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn en þetta er í tíunda sinn á þessu ári sem eldflaug er skotið á loft frá einræðisríkinu einangraða. Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir heimildarmönnum sínum úr her ríkisins að eldflaugin hafi ekki náð tuttugu kílómetra hæð áður en hún sprakk í loft upp. Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði áður gert minnst tvær aðrar tilraunir á undanförnum dögum og sagt að ríkið sé að reyna að koma gervihnetti á loft. Fáir virðast þó trúa því en Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Talið er að eldflaugin hafi verið að gerðinni Hwasong-17, sem opinberuð var árið 2020. Hún er mjög stór og er talin geta borið nokkra kjarnaodda lengra en þrettán þúsund kílómetra frá Norður-Kóreu. Fyrir tilraunaskot með Hwasong-17 þann 24. febrúar hafði Norður-Kórea ekki gert tilraunir með svo langdrægar eldflaugar frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður. Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. 31. janúar 2022 09:29 Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Yonhap fréttaveitan frá Suður-Kóreu hefur eftir heimildarmönnum sínum úr her ríkisins að eldflaugin hafi ekki náð tuttugu kílómetra hæð áður en hún sprakk í loft upp. Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafði áður gert minnst tvær aðrar tilraunir á undanförnum dögum og sagt að ríkið sé að reyna að koma gervihnetti á loft. Fáir virðast þó trúa því en Kim hefur um margra ára skeið unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga til að bera þau vopn til Bandaríkjanna og annarra ríkja. Talið er að eldflaugin hafi verið að gerðinni Hwasong-17, sem opinberuð var árið 2020. Hún er mjög stór og er talin geta borið nokkra kjarnaodda lengra en þrettán þúsund kílómetra frá Norður-Kóreu. Fyrir tilraunaskot með Hwasong-17 þann 24. febrúar hafði Norður-Kórea ekki gert tilraunir með svo langdrægar eldflaugar frá 2017. Ráðamenn í Bandaríkjunum lögðu fyrir nokkrum árum mikið púður í viðræður til að reyna að fá Kóreumenn til að hætta vopnaþróun en þær viðræður fóru út um þúfur árið 2019. Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur boðið Kim viðræður á nýjan leik en því hefur Kim neitað og vill hann losna við einhverjar refsiaðgerðir áður.
Norður-Kórea Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23 Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00 Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28 Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. 31. janúar 2022 09:29 Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Íhaldsmaður kjörinn nýr forseti Suður-Kóreu Íhaldsmaðurinn Yoon Suk-yeol er nýr forseti Suður-Kóreu. Hann vann nauman sigur í forsetakosningum þar sem hann hafði betur gegn Lee Jae-myung, frambjóðenda stjórnarflokksins Lýðræðsflokksins. 10. mars 2022 08:23
Tók „ástarbréfin“ frá Kim með sér til Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, flutti fjölda gagna, bréfa og skjala úr Hvíta húsinu og í híbýli sín í Mar-a-Lago í Flórída. Starfsmenn Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þurftu að sækja gögnin en þau hefðu átt að vera flutt til stofnunarinnar, samkvæmt lögum. 7. febrúar 2022 22:00
Sýndu tveggja tíma þátt um afrek Kims Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Ri Sol Ju, eiginkona hans, sóttu nýársfögnuð í Norður-Kóreu þar sem gestir fögnuðu honum og hrósuðu í hástert fyrir að koma á nýju skeiði afls í Norður-Kóreu. Það er samkvæmt ríkismiðlum einræðisríkisins en ríkisstjórn Kims hefur framkvæmt fjölmargar tilraunir með eldflaugum á undanförnum vikum. 2. febrúar 2022 09:28
Óttast nýjar tilraunir með langdrægar eldflaugar Yfirvöld í Kína staðfestu í morgun að meðaldrægri eldflaug, sem gæti verið skotið að Gvam, hafi verið skotið á loft um helgina. Þetta var stærsta og langdrægasta eldflaug sem Kóreumenn gera tilraunir með um árabil. 31. janúar 2022 09:29
Eldflaugaskot Norður-Kóreu það stærsta síðan 2017 Norður-Kóreumenn halda áfram eldflaugatilraunum og skutu í gær stærsta eldflaugaskoti sínu síðan 2017. Skotið er það sjöunda í þessum mánuði. 30. janúar 2022 16:11