Atletico Madrid vann 1-0 sigur á Old Trafford í seinni leiknum eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli á Spáni. Atletico er þar með komið inn í átta liða úrslit keppninnar.
David de Gea slams Manchester United after Atletico loss: 'It's another bad year - we are not good enough' | @TelegraphDucker at Old Traffordhttps://t.co/NbouVMBFLN
— Telegraph Sport (@TelegraphSport) March 15, 2022
Þetta var síðasti möguleiki Manchester United á að vinna titil á þessu tímabili og þar með er ljóst að biðin lengist úr fimm árum í sex eftir að koma með bikar í rauða hluta Manchester-borgar.
„Það er erfitt að lýsa því með orðum hvernig mér líður eða hvernig okkur líður. Þetta er önnur erfið stund fyrir okkur og þetta eru orðin alltof mörg ár í röð án titils,“ sagði David de Gea.
David de Gea: I really believe Man United will be back, I m sure - I don t know when but it s definitely gonna happen . #MUFC @JamieJackson___ pic.twitter.com/uCjHGsVt2D
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 15, 2022
„Ég held að við þurfum að hafa eitt á hreinu. Við viljum ná árangri og berjast um titlana en ekki bara keppa um að vera með þeirra fjögurra efstu. Til þess þá þurfum við svo miklu meira frá öllum því þessi klúbbur er alltof stór til að vera þar sem hann er núna,“ sagði De Gea.
„Við erum langt frá því að keppa um enska meistaratitilinn eða sigur í Meistaradeildinni. Við þurfum svo miklu meira frá öllum,“ sagði De Gea.