„Einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. mars 2022 18:31 Runólfur Pálsson tók nýlega við sem forstjóri Landspítalans en álagið þar hefur verið mikið síðustu vikur út af Covid-19. Vísir/Vilhelm Þeim hefur fækkað nokkuð síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, vonast til að það sé til marks um að faraldurinn sé loksins á niðurleið. Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinast hafa með kórónuveiruna. Þegar mest var í lok febrúar greindust nærri fimm þúsund með veiruna á sólarhring. Síðustu daga hafa frá rúmlega eitt þúsund til rúmlega tvö þúsund manns greinst með veiruna. „Ef við lítum aðeins á Covid-19 að þá hefur tilfellum aðeins fækkað. Síðustu þrír dagar held ég geti sagt hafa verið bara mjög stöðugir. Það var aðeins í upphafi síðustu viku sem að innlögnum smitaðra fjölgaði mjög og það náttúrulega olli okkur miklum erfiðleikum vegna skorts á legurými og þessari miklu manneklu sem við eigum við að stríða. En einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta og það er náttúrulega bara starfsfólkinu að þakka.“ Um áttatíu sjúklingar eru með Covid-19 á Landspítalanum en sjötíu og fjórir þeirra eru með virkt smit. Fjórir eru á gjörgæslu en þrír þeirra eru í öndunarvél. Þá hefur verið nokkuð um að börn hafi leitað á spítalann með Covid-19. „Það hefur verið mikið annríki á bráðamóttöku barn af þeim sökum og mikið um sem sagt að það sé verið að veita þjónustu en svona heilt yfir hefur það verið mjög vel viðráðanlegt. Það hefur ekki borið að neinu marki á því að börn séu mjög alvarlega veik. Það verður að teljast gott og er kannski í samræmi við það sem við hefðum kannski búist við en það er alltaf hætta á því að einn og einn einstaklingur veikist mjög alvarlega og það höfum við svo sannarlega séð jafnvel í þessari ómíkronbylgju.“ Þá segir hann álagið enn mikið en vonast til að allt sé að þokast í rétta átt. „Auðvitað vonumst við til þess að þessir síðustu dagar séu til marks um það að við séum að sjá einhverja niðursveiflu fram undan. Þetta er búið vara þetta ástand kannski lengur hjá okkur heldur en svona toppur í þessari ómíkronbylgju í sumum nágrannalandanna. Þannig við höfum verið með miklar væntingar til þess að þetta fari að koma og við vonum það en þetta er erfitt áfram og við bara gerum allt sem við getum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. 6. mars 2022 23:15 Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10. mars 2022 12:01 Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1. mars 2022 20:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Þeim hefur fækkað síðustu daga sem greinast hafa með kórónuveiruna. Þegar mest var í lok febrúar greindust nærri fimm þúsund með veiruna á sólarhring. Síðustu daga hafa frá rúmlega eitt þúsund til rúmlega tvö þúsund manns greinst með veiruna. „Ef við lítum aðeins á Covid-19 að þá hefur tilfellum aðeins fækkað. Síðustu þrír dagar held ég geti sagt hafa verið bara mjög stöðugir. Það var aðeins í upphafi síðustu viku sem að innlögnum smitaðra fjölgaði mjög og það náttúrulega olli okkur miklum erfiðleikum vegna skorts á legurými og þessari miklu manneklu sem við eigum við að stríða. En einhvern veginn hefur okkur tekist að krafla okkur í gegnum þetta og það er náttúrulega bara starfsfólkinu að þakka.“ Um áttatíu sjúklingar eru með Covid-19 á Landspítalanum en sjötíu og fjórir þeirra eru með virkt smit. Fjórir eru á gjörgæslu en þrír þeirra eru í öndunarvél. Þá hefur verið nokkuð um að börn hafi leitað á spítalann með Covid-19. „Það hefur verið mikið annríki á bráðamóttöku barn af þeim sökum og mikið um sem sagt að það sé verið að veita þjónustu en svona heilt yfir hefur það verið mjög vel viðráðanlegt. Það hefur ekki borið að neinu marki á því að börn séu mjög alvarlega veik. Það verður að teljast gott og er kannski í samræmi við það sem við hefðum kannski búist við en það er alltaf hætta á því að einn og einn einstaklingur veikist mjög alvarlega og það höfum við svo sannarlega séð jafnvel í þessari ómíkronbylgju.“ Þá segir hann álagið enn mikið en vonast til að allt sé að þokast í rétta átt. „Auðvitað vonumst við til þess að þessir síðustu dagar séu til marks um það að við séum að sjá einhverja niðursveiflu fram undan. Þetta er búið vara þetta ástand kannski lengur hjá okkur heldur en svona toppur í þessari ómíkronbylgju í sumum nágrannalandanna. Þannig við höfum verið með miklar væntingar til þess að þetta fari að koma og við vonum það en þetta er erfitt áfram og við bara gerum allt sem við getum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. 6. mars 2022 23:15 Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10. mars 2022 12:01 Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11 Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1. mars 2022 20:51 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Þórólfur horfir um öxl eftir faraldursárin tvö Í dag eru tvö ár frá því að neyðarstig almannavarna var sett á vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þegar sóttvarnalæknir rifjar upp síðustu tvö ár segir hann að ýmislegt hafi komið á óvart, meðal annars hve margt framlínufólk í samfélaginu vildi ekki setja heilsu þjóðarinnar í forgang. 6. mars 2022 23:15
Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 10. mars 2022 12:01
Enn fjölgar sjúklingum á Landspítala með Covid-19 77 sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um átta á milli daga. Karlmaður á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild á spítalanum í gær. 10. mars 2022 11:11
Landspítali á neyðarstigi en unnið að afléttingu takmarkana Landspítali er á neyðarstigi og 55 sjúklingar eru inniliggjandi með Covid á spítalanum. Farsóttanefnd skoðar möguleika á afléttingum á takmörkunum innan spítalans vegna faraldursins en ólíklegt að hratt verði farið af stað. 1. mars 2022 20:51
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?