Bayern-stjarnan snýr aftur mánuðum eftir veirusmit Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2022 16:01 Alphonso Davies fagnar marki með samherjum sínum í Bayern í desember. Hann hefur ekki getað spilað með liðinu síðan í jólamánuðinum. Getty/Bernd Thissen Hinn 21 árs gamli Alphonso Davies mætti aftur til æfinga hjá knattspyrnuliði Bayern München í gær eftir að hafa verið frá keppni í þrjá mánuði. Mögulegt er að hann verði með liðinu í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Bayern greindi frá því 5. janúar að Davies, sem var fullbólusettur, hefði smitast af kórónuveirunni. Við læknisskoðun í kjölfarið var Davies greindur með væga hjartavöðvabólgu sem veirusýkingin getur valdið. Davies hefur því ekki spilað með Bayern eftir jólafríið, eða síðan 17. desember, en mætti til æfinga með bæði hlaupa- takkaskó í gær, á séræfingar með líkamsræktarþjálfara Bayern. Bæjarar munu þó fara sér að engu óðslega. For the first time in nearly two months, @AlphonsoDavies completed a running session at Säbener this morning #MiaSanMia pic.twitter.com/t9eKtRBPbA— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 13, 2022 „Hjartavöðvabólgan er farin. Bataferlið virðist hafa heppnast eins vel og hugsast gæti,“ sagði Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, eftir 1-1 jafnteflið við Hoffenheim í þýsku 1. deildinni um helgina. Nagelsmann sagði að Davies fengi sinn tíma til að jafna sig. „Ef allt gengur rosalega vel þá eru þrjár eða fjórar vikur í viðbót í hann,“ sagði Nagelsmann. Bayern er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en það skýrist á föstudaginn hverjir mótherjar liðsins verða þar. Leikirnir verða 5. eða 6. apríl og 12. eða 13. apríl, og því mögulegt að Davies verði þá klár í slaginn. Þrátt fyrir tvö jafntefli í röð er Bayern með sjö stiga forskot á Dortmund á toppi þýsku 1. deildarinnar en Dortmund á þó leik til góða. Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Bayern greindi frá því 5. janúar að Davies, sem var fullbólusettur, hefði smitast af kórónuveirunni. Við læknisskoðun í kjölfarið var Davies greindur með væga hjartavöðvabólgu sem veirusýkingin getur valdið. Davies hefur því ekki spilað með Bayern eftir jólafríið, eða síðan 17. desember, en mætti til æfinga með bæði hlaupa- takkaskó í gær, á séræfingar með líkamsræktarþjálfara Bayern. Bæjarar munu þó fara sér að engu óðslega. For the first time in nearly two months, @AlphonsoDavies completed a running session at Säbener this morning #MiaSanMia pic.twitter.com/t9eKtRBPbA— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 13, 2022 „Hjartavöðvabólgan er farin. Bataferlið virðist hafa heppnast eins vel og hugsast gæti,“ sagði Julian Nagelsmann, þjálfari Bayern, eftir 1-1 jafnteflið við Hoffenheim í þýsku 1. deildinni um helgina. Nagelsmann sagði að Davies fengi sinn tíma til að jafna sig. „Ef allt gengur rosalega vel þá eru þrjár eða fjórar vikur í viðbót í hann,“ sagði Nagelsmann. Bayern er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu en það skýrist á föstudaginn hverjir mótherjar liðsins verða þar. Leikirnir verða 5. eða 6. apríl og 12. eða 13. apríl, og því mögulegt að Davies verði þá klár í slaginn. Þrátt fyrir tvö jafntefli í röð er Bayern með sjö stiga forskot á Dortmund á toppi þýsku 1. deildarinnar en Dortmund á þó leik til góða.
Þýski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira