Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2022 20:03 Húsnæði skólans á Eyrarbakka, sem var lokað fyrir nokkrum vikum vegna myglu. Nú fá nemendur kennslu í samkomuhúsinu á staðnum og á veitingastaðnum Rauða húsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur. Sveitarfélagið Árborg boðaði til íbúafundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni til að ræða stöðuna í skólamálum á bakkanum og á Stokkseyri en mygla eru í báðum skólunum í þorpunum. Fundurinn var fjölsóttur. Sérfræðingar frá Eflu byrjuðu á því að fjalla um mygluna í skólanum á Eyrarbakka eftir að þeir höfðu tekið fjölmörg sýni þar, sem sýndu mikla miklu og þá voru líka tekin sýni úr elsta húsnæðinu á Stokkseyri, sem sýndi líka myglu. Eftir það voru haldin nokkur erindi og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Fjöldi fólks sótti íbúafundinn á Eyrarbakka í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag fer kennsla unglingastigsins á Eyrarbakka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu og á Stað en það hús míglekur að sögn skólastjórans. „Þetta reynir á alla, alveg sama um hvort ræðir nemandann eða starfsfólk, þetta eru ekki aðstæður, sem við buðum upp á þegar fólk hóf skólaárið í ár,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri. En hvað segja nemendur yfir stöðunni? „Þeir voru spenntir í fyrstu en svo eftir hálfan mánuð eða slíkt fór brosið að renna af þeim þegar nemendur áttuðu sig á því að húsnæðið væri ekkert sérlega hentugt,“ segir Páll. Páll Sveinsson, skólastjóri í pontu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar vill skólastjórinn að nýr skóli verður byggður? „Það þarf klárlega að byggja húsnæði og þá nýtt húsnæði, hvar það verður, það skiptir kannski ekki öllu máli. Lykilatriðið er, ef að þarfir nemandans eru settar í forgrunn, þá verður niðurstaðan góð fyrir alla.“ Mikil mygla er í skólanum á Eyrarbakka eins og sérfræðingar frá Eflu sýndu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er það alfarið í höndum bæjaryfirvalda í Árborg hvað verður gert í húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nokkrir foreldrar létu álit sitt í ljós á íbúafundinum um ástand núverandi skólahúsnæðis á Eyrarbakka. Ef marka má skoðanir íbúa á fundinum þá vill mikill meirihluti að það verði byggt nýtt skólahúsnæði á Eyrarbakka. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri. En skólahúsið sjálft vaðandi í myglu er þar fyrir utan ekki boðlegur húsakostur fyrir skólastarf á 21 öldinni,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson, foreldri barns í skólanum. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri," var m.a. þess, sem Guðmundur Brynjólfsson sagði, sem á barn í skólanum. Gísli Halldór halldórsson, bæjarstjóri punktar niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg boðaði til íbúafundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni til að ræða stöðuna í skólamálum á bakkanum og á Stokkseyri en mygla eru í báðum skólunum í þorpunum. Fundurinn var fjölsóttur. Sérfræðingar frá Eflu byrjuðu á því að fjalla um mygluna í skólanum á Eyrarbakka eftir að þeir höfðu tekið fjölmörg sýni þar, sem sýndu mikla miklu og þá voru líka tekin sýni úr elsta húsnæðinu á Stokkseyri, sem sýndi líka myglu. Eftir það voru haldin nokkur erindi og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Fjöldi fólks sótti íbúafundinn á Eyrarbakka í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag fer kennsla unglingastigsins á Eyrarbakka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu og á Stað en það hús míglekur að sögn skólastjórans. „Þetta reynir á alla, alveg sama um hvort ræðir nemandann eða starfsfólk, þetta eru ekki aðstæður, sem við buðum upp á þegar fólk hóf skólaárið í ár,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri. En hvað segja nemendur yfir stöðunni? „Þeir voru spenntir í fyrstu en svo eftir hálfan mánuð eða slíkt fór brosið að renna af þeim þegar nemendur áttuðu sig á því að húsnæðið væri ekkert sérlega hentugt,“ segir Páll. Páll Sveinsson, skólastjóri í pontu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar vill skólastjórinn að nýr skóli verður byggður? „Það þarf klárlega að byggja húsnæði og þá nýtt húsnæði, hvar það verður, það skiptir kannski ekki öllu máli. Lykilatriðið er, ef að þarfir nemandans eru settar í forgrunn, þá verður niðurstaðan góð fyrir alla.“ Mikil mygla er í skólanum á Eyrarbakka eins og sérfræðingar frá Eflu sýndu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er það alfarið í höndum bæjaryfirvalda í Árborg hvað verður gert í húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nokkrir foreldrar létu álit sitt í ljós á íbúafundinum um ástand núverandi skólahúsnæðis á Eyrarbakka. Ef marka má skoðanir íbúa á fundinum þá vill mikill meirihluti að það verði byggt nýtt skólahúsnæði á Eyrarbakka. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri. En skólahúsið sjálft vaðandi í myglu er þar fyrir utan ekki boðlegur húsakostur fyrir skólastarf á 21 öldinni,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson, foreldri barns í skólanum. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri," var m.a. þess, sem Guðmundur Brynjólfsson sagði, sem á barn í skólanum. Gísli Halldór halldórsson, bæjarstjóri punktar niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Sjá meira